Fréttir Dæmdir fyrir mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega mannréttindi, þar á meðal með því að pynta og myrða borgara, í aðgerðum sínum gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjeníu. Úrskurðurinn féll í máli sem sex tsjetsjenar höfðuðu á hendur yfirvöldum í Moskvu vegna dauða ættingja þeirra í árásum rússneska hersins á uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu á árunum 1999 og 2000. Erlent 13.10.2005 18:49 Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. Innlent 13.10.2005 18:49 Leit í rústum Tvíburaturna hætt Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa formlega hætt leit í rústum Tvíburaturnanna þrátt fyrir að enn eigi eftir að bera kennsl á meira en ellefu hundruð manns sem fórust í árásinni. Undanfarna níu mánuði hafa björgunarsveitarmenn grafið upp meira en eitt og hálft tonn af braki í rústunum og tekist hefur að bera kennsl á rúmlega átta hundruð manns með DNA-rannsóknum í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 18:49 Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. Innlent 13.10.2005 18:49 Efast um að fé fari til fatlaðra Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. Innlent 13.10.2005 18:49 Hagnaður Burðaráss 9,3 milljarðar Burðarás hagnaðist um rúma 9,3 milljarða á síðasta ári. Þar af nam hagnaður af fjárfestingarstarfsemi 8.461 milljónum króna og segir í fréttatilkynningu að hann megi rekja til sölu á sjávarútvegsarmi félagsins í dótturfélögum Brims og mikillar hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði í fyrra. Innleystur hagnaður dótturfélagsins Eimskipafélags Íslands var 990 milljónir. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Segjast fara frá Líbanon Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 18:49 Ölvun ógildir ekki bótarétt Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Innlent 13.10.2005 18:49 Páfi aftur á sjúkrahús Jóhannes Páll páfi annar hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús vegna flensu, en svo virðist sem afturkippur hafi komið í bata hans. Páfi var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm snemma í þessum mánuði vegna öndunarerfiðleika í kjölfar flensu og dvaldist þar í tíu daga. Talið var að hann væri á góðum batavegi en svo virðist ekki vera því í morgun var aftur farið með hann á sjúkrahúsið að því er segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Erlent 13.10.2005 18:49 Ríkisstjórnarmyndun gengur illa Brösulega gengur að koma saman starfhæfri ríkisstjórn í Írak eftir kosningarnar í síðasta mánuði. Andstæðar pólitískar fylkingar berjast um bitana. Erlent 13.10.2005 18:49 Má leggja 20% ofan á meðalverð Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:49 Þjónusta bætt við Leifsstöð Leigubílstjórar geta frá og með fyrsta október næstkomandi ekið með farþega bæði til og frá Leifsstöð en það hefur hingað til verið óleyfilegt þar sem um tvö aksturssvæði hefur verið um að ræða. Innlent 13.10.2005 18:49 Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd er óbreytt, að sögn formanns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldi frá árinu 1968. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Ekki ákærður þrátt fyrir myndband Bandarískur hermaður sem skaut óvopnaðan Íraka til bana í Fallujah í lok síðasta árs verður ekki ákærður. Atvikið náðist á myndband og vakti heimsathygli en eigi að síður segja yfirmenn herréttar í Bandaríkjunum að sönnunargögn séu ekki nægileg til þess að ákæra hermanninn. Erlent 13.10.2005 18:49 Mesta magn LSD sem fundist hefur "Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49 Knattspyrnumenn í meiri hættu Atvinnumenn í knattspyrnu eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hættulegan taugasjúkdóm sem veldur lömun og leiðir fólk til dauða. Í nýrri rannsókn þar sem heilsufar sjö þúsund ítalskra atvinnumanna var skoðað kom í ljós að taugasjúkdómurinn ALS er fimm sinnum algengari meðal þeirra en annarra. Orsök sjúkdómsins er enn ókunn en engin lækning er til við honum. Erlent 13.10.2005 18:49 Tíu stúlkubörn á leið frá Kína Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. Innlent 13.10.2005 18:49 Segir R-listann svíkja samkomulag R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. Innlent 13.10.2005 18:49 Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Innlent 13.10.2005 18:49 Bannað að greina frá leyninafni Maxine Carr, fyrrverandi kærarasta Ians Huntleys sem afplánar tvöfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða tvær 10 ára stúlkur í bænum Soham í Englandi árið 2002, fær að halda leynd sinni áfram. Dómari í Englandi úrskurðaði í dag að fjölmiðlum væri bannað að greina frá nýju nafni hennar og heimilisfangi. Erlent 13.10.2005 18:49 Alvarleg undirboð á vinnumarkaði Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustusamninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. 250-300 starfsmenn eru á svörtum markaði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Neysla einstæðra milljón umfram te Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Vill aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Innlent 13.10.2005 18:49 Fundaði með Nóbelsverðlaunahafa Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra átti í gær fund með dr. Wangari Maathai, aðstoðarráðherra umhverfis- og auðlindamála í Kenýa, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004 fyrir störf sín að friðar- og umhverfismálum. Innlent 13.10.2005 18:49 Vilja kanna varðveislugildi húsa Húsafriðunarnefnd og þjóðminjavörður mælast til þess að varðveislugildi þeirra húsa, sem jafnvel stendur til að rífa við Laugaveginn, verði kannað. Jafnframt að kannaðir verði nánar möguleikar á framtíðarnýtingu þeirra í tengslum við nýja uppbyggingu á sömu reitum. Innlent 13.10.2005 18:49 Sýrenski herinn frá Líbanon Yfirvöld í Sýrlandi lýstu því yfir í dag að þau væru reiðubúin til að fylgja eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna um sýrlenskar hersveitir fari frá Líbanon. Þrýstingur á sýrlensk stjórnvöld að kalla heim fjórtán þúsund hermenn sem eru í Líbanon hefur aukist í kjölfar þess að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 18:49 Páfi gekkst undir skurðaðgerð Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Barkaskurðurinn tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins. Erlent 13.10.2005 18:49 Deilumálin hrannast upp Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag. Erlent 13.10.2005 18:49 Allawi reynir að halda embætti Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, ætlar að gera tilraun til þess að mynda bandalag með öðrum flokkum í því augnamiði að halda embætti sínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga í landinu. Erlent 13.10.2005 18:49 Þrjú ár fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær hinn 33 ára Árna Geir Norðdahl Þórðarson í þriggja ára fangelsi fyrir vörslu á um hálfu kílói á fíkniefnum og fyrir brot á skotvopnalögum. Innlent 13.10.2005 18:49 « ‹ ›
Dæmdir fyrir mannréttindabrot Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg úrskurðaði í dag að rússnesk yfirvöld hefðu brotið gróflega mannréttindi, þar á meðal með því að pynta og myrða borgara, í aðgerðum sínum gegn aðskilnaðarsinnum í Tsjetsjeníu. Úrskurðurinn féll í máli sem sex tsjetsjenar höfðuðu á hendur yfirvöldum í Moskvu vegna dauða ættingja þeirra í árásum rússneska hersins á uppreisnarmenn í Tsjetsjeníu á árunum 1999 og 2000. Erlent 13.10.2005 18:49
Haförn sást í Víðidal Haförn hefur gert sig heimakominn í Húnaþingi vestra, á slóðum þar sem þessi konungur fuglanna á Íslandi sést venjulega ekki. Íbúarnir á bænum Dæli í Víðidal segja að hann hafi fyrst sést í október og síðan hafi hann öðru hverju komið í heimsókn. Innlent 13.10.2005 18:49
Leit í rústum Tvíburaturna hætt Heilbrigðisyfirvöld í New York hafa formlega hætt leit í rústum Tvíburaturnanna þrátt fyrir að enn eigi eftir að bera kennsl á meira en ellefu hundruð manns sem fórust í árásinni. Undanfarna níu mánuði hafa björgunarsveitarmenn grafið upp meira en eitt og hálft tonn af braki í rústunum og tekist hefur að bera kennsl á rúmlega átta hundruð manns með DNA-rannsóknum í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 18:49
Tveir teknir með fíkniefni Tveir menn á fertugsaldri voru handteknir með tvö grömm af amfetamíni og lítilræði af hassi í Hafnarfirði um tíuleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Hafnarfirði hafa báðir mennirnir komið við sögu lögreglunnar áður og þótti ástæða til afskipta þegar þeir sáust á gangi. Innlent 13.10.2005 18:49
Efast um að fé fari til fatlaðra Rúmlega átta þúsund fermetra húsnæði hefur verið byggt á Sólheimum, þar sem aðeins 40 fatlaðir búa. Þar á meðal er bygging sem er leigð út fyrir ráðstefnuhald og kirkja sem rúmar tvöfaldan íbúafjölda Sólheima. Stjórnarmaður Þroskahjálpar á Suðurlandi segir þetta brandara og fyrrverandi starfsmaður Sólheima vill heldur sjá fénu varið í að bæta þjónustuna við fatlaða. Innlent 13.10.2005 18:49
Hagnaður Burðaráss 9,3 milljarðar Burðarás hagnaðist um rúma 9,3 milljarða á síðasta ári. Þar af nam hagnaður af fjárfestingarstarfsemi 8.461 milljónum króna og segir í fréttatilkynningu að hann megi rekja til sölu á sjávarútvegsarmi félagsins í dótturfélögum Brims og mikillar hækkunar á innlendum hlutabréfamarkaði í fyrra. Innleystur hagnaður dótturfélagsins Eimskipafélags Íslands var 990 milljónir. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Segjast fara frá Líbanon Líbanski varnarmálaráðherrann, Abdul-Rahim Murad, segir ákvörðun hafa verið tekna um brottför sýrlenska hersins frá strand- og fjallahéruðum Líbanons. Hann sagði hins vegar að sýrlenskar hersveitir yrðu áfram í Bekaadal nærri sýrlensku landamærunum. Erlent 13.10.2005 18:49
Ölvun ógildir ekki bótarétt Þótt fólk sé drukkið þegar það verður fyrir óhappi missir það ekki sjálfkrafa rétt til slysa- eða dánarbóta. Hæstiréttur tók af öll tvímæli um þetta þegar Tryggingamiðstöðin var dæmd til að greiða sjö milljónir í dánarbætur vegna konu sem lést þegar henni var ýtt fram af svölum á Kanaríeyjum. Innlent 13.10.2005 18:49
Páfi aftur á sjúkrahús Jóhannes Páll páfi annar hefur aftur verið lagður inn á sjúkrahús vegna flensu, en svo virðist sem afturkippur hafi komið í bata hans. Páfi var lagður inn á Gemelli-sjúkrahúsið í Róm snemma í þessum mánuði vegna öndunarerfiðleika í kjölfar flensu og dvaldist þar í tíu daga. Talið var að hann væri á góðum batavegi en svo virðist ekki vera því í morgun var aftur farið með hann á sjúkrahúsið að því er segir í tilkynningu frá Vatíkaninu. Erlent 13.10.2005 18:49
Ríkisstjórnarmyndun gengur illa Brösulega gengur að koma saman starfhæfri ríkisstjórn í Írak eftir kosningarnar í síðasta mánuði. Andstæðar pólitískar fylkingar berjast um bitana. Erlent 13.10.2005 18:49
Má leggja 20% ofan á meðalverð Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samning við lyfjafyrirtækið Actavis um að það megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja í Noregi og Svíþjóð ef lyfin eru seld hér. Reyndar á Danmörk að vera með í meðaltalinu en vegna harðrar samkeppni á danska lyfjamarkaðnum, sem leitt hefur til verðlækkunar þar, hefur nefndin heimilað Actavis að sleppa Danmörku úr meðaltalsreikningunum þannig að fyrirtækið getur selt lyfin dýrarara verði hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:49
Þjónusta bætt við Leifsstöð Leigubílstjórar geta frá og með fyrsta október næstkomandi ekið með farþega bæði til og frá Leifsstöð en það hefur hingað til verið óleyfilegt þar sem um tvö aksturssvæði hefur verið um að ræða. Innlent 13.10.2005 18:49
Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd er óbreytt, að sögn formanns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldi frá árinu 1968. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Ekki ákærður þrátt fyrir myndband Bandarískur hermaður sem skaut óvopnaðan Íraka til bana í Fallujah í lok síðasta árs verður ekki ákærður. Atvikið náðist á myndband og vakti heimsathygli en eigi að síður segja yfirmenn herréttar í Bandaríkjunum að sönnunargögn séu ekki nægileg til þess að ákæra hermanninn. Erlent 13.10.2005 18:49
Mesta magn LSD sem fundist hefur "Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49
Knattspyrnumenn í meiri hættu Atvinnumenn í knattspyrnu eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hættulegan taugasjúkdóm sem veldur lömun og leiðir fólk til dauða. Í nýrri rannsókn þar sem heilsufar sjö þúsund ítalskra atvinnumanna var skoðað kom í ljós að taugasjúkdómurinn ALS er fimm sinnum algengari meðal þeirra en annarra. Orsök sjúkdómsins er enn ókunn en engin lækning er til við honum. Erlent 13.10.2005 18:49
Tíu stúlkubörn á leið frá Kína Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. Innlent 13.10.2005 18:49
Segir R-listann svíkja samkomulag R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. Innlent 13.10.2005 18:49
Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Innlent 13.10.2005 18:49
Bannað að greina frá leyninafni Maxine Carr, fyrrverandi kærarasta Ians Huntleys sem afplánar tvöfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða tvær 10 ára stúlkur í bænum Soham í Englandi árið 2002, fær að halda leynd sinni áfram. Dómari í Englandi úrskurðaði í dag að fjölmiðlum væri bannað að greina frá nýju nafni hennar og heimilisfangi. Erlent 13.10.2005 18:49
Alvarleg undirboð á vinnumarkaði Alvarleg undirboð eru stunduð á íslenskum vinnumarkaði í skjóli þjónustusamninga og erlendra starfsmannaleigna. Af 750 erlendum iðnaðarmönnum á höfuðborgarsvæðinu er aðeins tíundi hluti á launaskrá íslenskra fyrirtækja. 250-300 starfsmenn eru á svörtum markaði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Neysla einstæðra milljón umfram te Neysluútgjöld einstæðra foreldra eru að meðaltali milljón hærri en meðaltekjur þeirra. Útgjöld hjóna og sambúðarfólks hafa aukist meira en útgjöld einstæðra og voru fjórðungi hærri 2002 en átta árum áður. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Vill aðildarviðræður við ESB Aðildarviðræður að Evrópusambandinu eiga að hefjast á kjörtímabilinu, samkvæmt drögum að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins sem hefst á morgun. Þá er gert ráð fyrir að málið verði borið undir þjóðaratkvæði í næstu alþingiskosningum. Innlent 13.10.2005 18:49
Fundaði með Nóbelsverðlaunahafa Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra átti í gær fund með dr. Wangari Maathai, aðstoðarráðherra umhverfis- og auðlindamála í Kenýa, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2004 fyrir störf sín að friðar- og umhverfismálum. Innlent 13.10.2005 18:49
Vilja kanna varðveislugildi húsa Húsafriðunarnefnd og þjóðminjavörður mælast til þess að varðveislugildi þeirra húsa, sem jafnvel stendur til að rífa við Laugaveginn, verði kannað. Jafnframt að kannaðir verði nánar möguleikar á framtíðarnýtingu þeirra í tengslum við nýja uppbyggingu á sömu reitum. Innlent 13.10.2005 18:49
Sýrenski herinn frá Líbanon Yfirvöld í Sýrlandi lýstu því yfir í dag að þau væru reiðubúin til að fylgja eftir ályktun Sameinuðu þjóðanna um sýrlenskar hersveitir fari frá Líbanon. Þrýstingur á sýrlensk stjórnvöld að kalla heim fjórtán þúsund hermenn sem eru í Líbanon hefur aukist í kjölfar þess að Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var ráðinn af dögum í síðustu viku. Erlent 13.10.2005 18:49
Páfi gekkst undir skurðaðgerð Læknar skáru gat á barka Jóhannesar Páls II páfa í gærkvöldi og komu fyrir pípu til að auðvelda honum að anda. Barkaskurðurinn tók hálftíma og heppnaðist vel að sögn talsmanna Vatíkansins. Erlent 13.10.2005 18:49
Deilumálin hrannast upp Þeir eru enn þá vinir en deilumálin hrannast upp og það verður æ grynnra á því góða með þeim. Íran, Tsjetsjenía, Kyoto-bókunin, lýðræði og frelsi fjölmiðla eru meðal ágreiningsefna Bush og Pútíns sem hittust á fundi í dag. Erlent 13.10.2005 18:49
Allawi reynir að halda embætti Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, ætlar að gera tilraun til þess að mynda bandalag með öðrum flokkum í því augnamiði að halda embætti sínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga í landinu. Erlent 13.10.2005 18:49
Þrjú ár fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær hinn 33 ára Árna Geir Norðdahl Þórðarson í þriggja ára fangelsi fyrir vörslu á um hálfu kílói á fíkniefnum og fyrir brot á skotvopnalögum. Innlent 13.10.2005 18:49