Fréttir Sameinast í fíkniefnabaráttunni Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman í baráttunni við fíkniefnasmygl, en samningur þessa efnis var undirritaður í dag. Í samningnum felst að löndin deili upplýsingum um fíkniefnamál, svo sem um peningaþvætti, þróun í fíkniefnaheiminum og smyglhringi. Erlent 13.10.2005 18:49 Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. Innlent 13.10.2005 18:49 Heimsminjanefnd Íslands stofnuð Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. Innlent 13.10.2005 18:49 Fá orður rússnesku kirkjunnar Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. Innlent 13.10.2005 18:49 Avion opnar nýjar höfuðstöðvar Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Rannsókn á líkamsleifum hætt Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. Erlent 13.10.2005 18:49 Námsmenn líða fyrir gengistap Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. Innlent 13.10.2005 18:49 Færri tækifæri fyrir konur Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:49 Dæmdir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi. Innlent 13.10.2005 18:49 Samþykktu nýja ríkisstjórn Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag. Erlent 13.10.2005 18:49 Kaupa þjónustu Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. Innlent 13.10.2005 18:49 Nýr stjórnarformaður Baugs Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font /> Innlent 13.10.2005 18:49 Enginn grunaður vegna íkveikju Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. Innlent 13.10.2005 18:49 Reykingabann í Hong Kong Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga. Erlent 13.10.2005 18:49 Kærður fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. Innlent 13.10.2005 18:49 Auga fyrir góð málefni Sjóðurinn Auga var stofnaður á Kjarvalsstöðum. Sjóðnum er ætlað að styðja góð málefni í samfélaginu með afli auglýsinga. Innlent 13.10.2005 18:49 Getur aftur sprangað um bryggjuna Eskfirðingurinn, sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá á dögunum að væri óhress með að geta ekki lengur sprangað óhindrað um bryggjurnar vegna girðingar gegn hryðjuverkamönnum, getur nú andað léttar. Innlent 13.10.2005 18:49 Síminn gefur Fjarskiptasafnið Síminn hefur ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt við Suðurgötu, bæði húsið sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og alla munina sem þar eru sýndir. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Símanum. Innlent 13.10.2005 18:49 Methagnaður hjá Flugleiðum Hagnaður Flugleiða á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna og ríflega þrefaldaðist frá árinu á undan. Er þetta er besta afkoma í sögu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að heildarveltan hafi verið 43 í fyrra en það er fimm milljarða króna veltuaukning frá árinu áður. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Ólík sýn á lýðræði Rússa Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:49 Hyggjast efla kjarnorkuöryggismál Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands samþykktu í dag að efla öryggi í kjarnorkumálum með það að markmiði að draga úr hættunni á að hryðjuverkahópar komist yfir gerðeyðingarvopn. Munu ríkin deila upplýsingum í þessum málaflokki. Erlent 13.10.2005 18:49 Þjónusta bætt við Leifsstöð Leigubílstjórar geta frá og með fyrsta október næstkomandi ekið með farþega bæði til og frá Leifsstöð en það hefur hingað til verið óleyfilegt þar sem um tvö aksturssvæði hefur verið um að ræða. Innlent 13.10.2005 18:49 Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd er óbreytt, að sögn formanns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldi frá árinu 1968. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49 Ekki ákærður þrátt fyrir myndband Bandarískur hermaður sem skaut óvopnaðan Íraka til bana í Fallujah í lok síðasta árs verður ekki ákærður. Atvikið náðist á myndband og vakti heimsathygli en eigi að síður segja yfirmenn herréttar í Bandaríkjunum að sönnunargögn séu ekki nægileg til þess að ákæra hermanninn. Erlent 13.10.2005 18:49 Mesta magn LSD sem fundist hefur "Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49 Knattspyrnumenn í meiri hættu Atvinnumenn í knattspyrnu eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hættulegan taugasjúkdóm sem veldur lömun og leiðir fólk til dauða. Í nýrri rannsókn þar sem heilsufar sjö þúsund ítalskra atvinnumanna var skoðað kom í ljós að taugasjúkdómurinn ALS er fimm sinnum algengari meðal þeirra en annarra. Orsök sjúkdómsins er enn ókunn en engin lækning er til við honum. Erlent 13.10.2005 18:49 Tíu stúlkubörn á leið frá Kína Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. Innlent 13.10.2005 18:49 Segir R-listann svíkja samkomulag R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. Innlent 13.10.2005 18:49 Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Innlent 13.10.2005 18:49 Bannað að greina frá leyninafni Maxine Carr, fyrrverandi kærarasta Ians Huntleys sem afplánar tvöfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða tvær 10 ára stúlkur í bænum Soham í Englandi árið 2002, fær að halda leynd sinni áfram. Dómari í Englandi úrskurðaði í dag að fjölmiðlum væri bannað að greina frá nýju nafni hennar og heimilisfangi. Erlent 13.10.2005 18:49 « ‹ ›
Sameinast í fíkniefnabaráttunni Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman í baráttunni við fíkniefnasmygl, en samningur þessa efnis var undirritaður í dag. Í samningnum felst að löndin deili upplýsingum um fíkniefnamál, svo sem um peningaþvætti, þróun í fíkniefnaheiminum og smyglhringi. Erlent 13.10.2005 18:49
Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. Innlent 13.10.2005 18:49
Heimsminjanefnd Íslands stofnuð Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. Innlent 13.10.2005 18:49
Fá orður rússnesku kirkjunnar Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. Innlent 13.10.2005 18:49
Avion opnar nýjar höfuðstöðvar Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Rannsókn á líkamsleifum hætt Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. Erlent 13.10.2005 18:49
Námsmenn líða fyrir gengistap Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. Innlent 13.10.2005 18:49
Færri tækifæri fyrir konur Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:49
Dæmdir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi. Innlent 13.10.2005 18:49
Samþykktu nýja ríkisstjórn Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag. Erlent 13.10.2005 18:49
Kaupa þjónustu Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. Innlent 13.10.2005 18:49
Nýr stjórnarformaður Baugs Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font /> Innlent 13.10.2005 18:49
Enginn grunaður vegna íkveikju Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. Innlent 13.10.2005 18:49
Reykingabann í Hong Kong Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga. Erlent 13.10.2005 18:49
Kærður fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. Innlent 13.10.2005 18:49
Auga fyrir góð málefni Sjóðurinn Auga var stofnaður á Kjarvalsstöðum. Sjóðnum er ætlað að styðja góð málefni í samfélaginu með afli auglýsinga. Innlent 13.10.2005 18:49
Getur aftur sprangað um bryggjuna Eskfirðingurinn, sem fréttastofa Bylgjunnar og Stöðvar 2 sagði frá á dögunum að væri óhress með að geta ekki lengur sprangað óhindrað um bryggjurnar vegna girðingar gegn hryðjuverkamönnum, getur nú andað léttar. Innlent 13.10.2005 18:49
Síminn gefur Fjarskiptasafnið Síminn hefur ákveðið að gefa Þjóðminjasafninu Fjarskiptasafn sitt við Suðurgötu, bæði húsið sem áður hýsti gömlu loftskeytastöðina og alla munina sem þar eru sýndir. Þetta kemur í fréttatilkynningu frá Símanum. Innlent 13.10.2005 18:49
Methagnaður hjá Flugleiðum Hagnaður Flugleiða á síðasta ári nam 3,4 milljörðum króna og ríflega þrefaldaðist frá árinu á undan. Er þetta er besta afkoma í sögu félagsins. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að heildarveltan hafi verið 43 í fyrra en það er fimm milljarða króna veltuaukning frá árinu áður. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Ólík sýn á lýðræði Rússa Forsetar Rússlands og Bandaríkjanna voru sammála um að koma yrði í veg fyrir að Íran og Norður-Kórea réðu yfir kjarnorkuvopnum en greindi á um lýðræðið í Rússlandi. Erlent 13.10.2005 18:49
Hyggjast efla kjarnorkuöryggismál Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands samþykktu í dag að efla öryggi í kjarnorkumálum með það að markmiði að draga úr hættunni á að hryðjuverkahópar komist yfir gerðeyðingarvopn. Munu ríkin deila upplýsingum í þessum málaflokki. Erlent 13.10.2005 18:49
Þjónusta bætt við Leifsstöð Leigubílstjórar geta frá og með fyrsta október næstkomandi ekið með farþega bæði til og frá Leifsstöð en það hefur hingað til verið óleyfilegt þar sem um tvö aksturssvæði hefur verið um að ræða. Innlent 13.10.2005 18:49
Þjóðir bregðist við hættunni Þróun fuglaflensunnar, sem herjað hefur á Asíulönd er óbreytt, að sögn formanns framkvæmdastjórnar WHO. Hann segir að þjóðir heims þurfi að gera þær ráðstafanir sem hægt sé. Mesta hætta á heimsfaraldi frá árinu 1968. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:49
Ekki ákærður þrátt fyrir myndband Bandarískur hermaður sem skaut óvopnaðan Íraka til bana í Fallujah í lok síðasta árs verður ekki ákærður. Atvikið náðist á myndband og vakti heimsathygli en eigi að síður segja yfirmenn herréttar í Bandaríkjunum að sönnunargögn séu ekki nægileg til þess að ákæra hermanninn. Erlent 13.10.2005 18:49
Mesta magn LSD sem fundist hefur "Fjögur þúsund skammtar eru ákaflega mikið magn efna og gætu verið í sölu mánuðum saman ef því er að skipta," segir Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildar hjá lögreglunni í Reykjavík. Innlent 13.10.2005 18:49
Knattspyrnumenn í meiri hættu Atvinnumenn í knattspyrnu eru í mun meiri hættu en aðrir á að fá hættulegan taugasjúkdóm sem veldur lömun og leiðir fólk til dauða. Í nýrri rannsókn þar sem heilsufar sjö þúsund ítalskra atvinnumanna var skoðað kom í ljós að taugasjúkdómurinn ALS er fimm sinnum algengari meðal þeirra en annarra. Orsök sjúkdómsins er enn ókunn en engin lækning er til við honum. Erlent 13.10.2005 18:49
Tíu stúlkubörn á leið frá Kína Tíu stúlkur á öðru aldursári eru komnar í faðm íslenskra foreldra í Kína. Hinir nýbökuðu foreldrar eru tíundi hópurinn sem ættleiðir frá Kína. Innlent 13.10.2005 18:49
Segir R-listann svíkja samkomulag R-listinn sveik samkomulag sem hann gerði við F-listann, að sögn Ólafs F. Magnússonar borgarfulltrúa. Ólafur segist hafa frestað að flytja tillögu um stofnun nýs starfshóps um deiliskipulag við Laugaveg að ósk Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra. Hún hefði á móti heitið að R-listinn myndi ekki nýta frestunina til að flytja aðrar tillögur um málið. Innlent 13.10.2005 18:49
Orkuverð hækkar vegna orkulaga Orkuverð hækkar víða um land vegna nýrra raforkulaga sem banna ýmis sérkjör sem áður buðust. Reynt er að finna lausn en helst kemur til greina að auka niðurgreiðslur á orkuverði til ýmissa hópa. Innlent 13.10.2005 18:49
Bannað að greina frá leyninafni Maxine Carr, fyrrverandi kærarasta Ians Huntleys sem afplánar tvöfaldan lífstíðardóm fyrir að myrða tvær 10 ára stúlkur í bænum Soham í Englandi árið 2002, fær að halda leynd sinni áfram. Dómari í Englandi úrskurðaði í dag að fjölmiðlum væri bannað að greina frá nýju nafni hennar og heimilisfangi. Erlent 13.10.2005 18:49