Fréttir Allawi reynir að halda embætti Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, ætlar að gera tilraun til þess að mynda bandalag með öðrum flokkum í því augnamiði að halda embætti sínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga í landinu. Erlent 13.10.2005 18:49 Þrjú ár fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær hinn 33 ára Árna Geir Norðdahl Þórðarson í þriggja ára fangelsi fyrir vörslu á um hálfu kílói á fíkniefnum og fyrir brot á skotvopnalögum. Innlent 13.10.2005 18:49 Íslendingar vilja fljóðbylgjubörn Skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar hafa borist margar fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna möguleika á ættleiðingum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Erlent 13.10.2005 18:49 Ekki ákærður fyrir að skjóta Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan írakskan uppreisnarmann til bana í nóvember á síðasta ári verður ekki ákærður þar sem sönnunargögn skortir. Atvikið náðist á myndband en það reyndist ekki nóg. Erlent 13.10.2005 18:49 Mannskæð árás í Tíkrít Að minnsta kosti tíu hafa fallið í valinn og tuttugu og fimm eru slasaðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Tíkrít í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sem var í lögreglubúningi reyndi að aka bílnum inn á lóð lögreglustöðvar en þegar hann sá að hann myndi ekki komast lengra sprengdi hann sjálfan sig og bílinn í loft upp. Erlent 13.10.2005 18:49 Ályktunardrög fara víða Drög fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um að hefja beri aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili hafa farið víða. Erlendar fréttastofur hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og spurst fyrir um þessi sinnaskipti íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum. Innlent 13.10.2005 18:49 Mikil ánægja með íslenskt Ríflega sextíu prósent neytenda gefa íslenskri mat- og drykkjarvöru hæstu einkunn í viðhorfskönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Innlent 13.10.2005 18:49 Bush og Pútín funda í Slóvakíu Búist er við hressilegum orðaskiptum á milli George Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, sem eru í þann mund að setjast niður til fundar í Slóvakíu. Erlent 13.10.2005 18:49 Játar aðild að lyfjaráni Ungur maður hefur játað aðild að ráninu í Árbæjarapóteki á laugardag þar sem tveir grímuklæddir menn rændu lyfjum. Lögreglan í Reykjavík handtók í gær mann grunaðan um aðild að ráninu og játaði hann við yfirheyrslur í gærkvöldi. Hinn maðurinn er ófundinn en lögregla veit hver hann er. Hins vegar eru sjoppuræningjarnir sem frömdu rán í Kópavogi og Reykjavík í fyrrakvöld enn ófundnir. Innlent 13.10.2005 18:49 Fjöltækniskóli Íslands Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 18:49 Vænta orðaskaks um lýðræði Búist er við hressilegum orðaskiptum á milli George Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, þegar þeir hittast á fundi í Slóvakíu í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka hafa miklar áhyggjur af vaxandi einræðistilburðum Pútíns sem hefur aukið völd sín og múlbundið fjölmiðla í landinu. Erlent 13.10.2005 18:49 Álagningin vegna prentkostnaðar Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samkomulag við lyfjainnflytjendur um að þeir megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja eins og það er í Noregi og Svíþjóð vegna prentkostnaðar við leiðbeiningar á íslensku ef lyfin eru seld hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:49 Stærði sig af ráni í útvarpi Það getur borgað sig að vera hógvær. Það fékk hinn 24 ára gamli bankaræningi Randy Washington að reyna í vikunni. Hann rændi banka í Chicago síðastliðið vor og komst undan. Lögreglunni hafði lítið orðið ágengt í málinu þar til Randy fékk þá flugu í höfuðið að hringja í morgunþátt á útvarpsstöð til þess að stæra sig af ráninu og auðveldum flótta í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 18:49 Menningarverðlaun DV afhent Gamlir sykurmolar voru áberandi við afhendingu menningarverðlauna DV undir kvöld. Björk hlaut þar verðlaun fyrir tónlist. Kvikmyndaverðlaunin féllu Berki Gunnarssyni í skaut og Íslenski dansflokkurinn skaraði fram úr í leiklistarflokki. Bragi Ólafsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaunin í ár. Innlent 13.10.2005 18:49 Hafi samband við lögregluna Árni Magnússon félagsmálaráðherra heitir á alla sem geta bent á dæmi um ráðningar fyrirtækja á ólöglegum erlendum starfsmönnum að setja sig í samband við lögregluna. Innlent 13.10.2005 18:49 Sameinast í fíkniefnabaráttunni Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman í baráttunni við fíkniefnasmygl, en samningur þessa efnis var undirritaður í dag. Í samningnum felst að löndin deili upplýsingum um fíkniefnamál, svo sem um peningaþvætti, þróun í fíkniefnaheiminum og smyglhringi. Erlent 13.10.2005 18:49 Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. Innlent 13.10.2005 18:49 Heimsminjanefnd Íslands stofnuð Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. Innlent 13.10.2005 18:49 Fá orður rússnesku kirkjunnar Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. Innlent 13.10.2005 18:49 Avion opnar nýjar höfuðstöðvar Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Rannsókn á líkamsleifum hætt Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. Erlent 13.10.2005 18:49 Námsmenn líða fyrir gengistap Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. Innlent 13.10.2005 18:49 Færri tækifæri fyrir konur Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:49 Dæmdir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi. Innlent 13.10.2005 18:49 Samþykktu nýja ríkisstjórn Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag. Erlent 13.10.2005 18:49 Kaupa þjónustu Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. Innlent 13.10.2005 18:49 Nýr stjórnarformaður Baugs Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font /> Innlent 13.10.2005 18:49 Enginn grunaður vegna íkveikju Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. Innlent 13.10.2005 18:49 Reykingabann í Hong Kong Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga. Erlent 13.10.2005 18:49 Kærður fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. Innlent 13.10.2005 18:49 « ‹ ›
Allawi reynir að halda embætti Iyad Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðarstjórnarinnar í Írak, ætlar að gera tilraun til þess að mynda bandalag með öðrum flokkum í því augnamiði að halda embætti sínu í kjölfar nýafstaðinna kosninga í landinu. Erlent 13.10.2005 18:49
Þrjú ár fyrir fíkniefnainnflutning Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær hinn 33 ára Árna Geir Norðdahl Þórðarson í þriggja ára fangelsi fyrir vörslu á um hálfu kílói á fíkniefnum og fyrir brot á skotvopnalögum. Innlent 13.10.2005 18:49
Íslendingar vilja fljóðbylgjubörn Skrifstofu Íslenskrar ættleiðingar hafa borist margar fyrirspurnir frá fólki sem vill kanna möguleika á ættleiðingum frá hamfarasvæðunum í Asíu. Erlent 13.10.2005 18:49
Ekki ákærður fyrir að skjóta Íraka Bandarískur hermaður sem skaut særðan og óvopnaðan írakskan uppreisnarmann til bana í nóvember á síðasta ári verður ekki ákærður þar sem sönnunargögn skortir. Atvikið náðist á myndband en það reyndist ekki nóg. Erlent 13.10.2005 18:49
Mannskæð árás í Tíkrít Að minnsta kosti tíu hafa fallið í valinn og tuttugu og fimm eru slasaðir eftir að bílsprengja sprakk í borginni Tíkrít í Írak í morgun. Árásarmaðurinn sem var í lögreglubúningi reyndi að aka bílnum inn á lóð lögreglustöðvar en þegar hann sá að hann myndi ekki komast lengra sprengdi hann sjálfan sig og bílinn í loft upp. Erlent 13.10.2005 18:49
Ályktunardrög fara víða Drög fyrir flokksþing Framsóknarflokksins um að hefja beri aðildarviðræður að Evrópusambandinu á þessu kjörtímabili hafa farið víða. Erlendar fréttastofur hafa haft samband við fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar og spurst fyrir um þessi sinnaskipti íslenskra stjórnvalda í Evrópumálum. Innlent 13.10.2005 18:49
Mikil ánægja með íslenskt Ríflega sextíu prósent neytenda gefa íslenskri mat- og drykkjarvöru hæstu einkunn í viðhorfskönnun sem IMG Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins. Innlent 13.10.2005 18:49
Bush og Pútín funda í Slóvakíu Búist er við hressilegum orðaskiptum á milli George Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, sem eru í þann mund að setjast niður til fundar í Slóvakíu. Erlent 13.10.2005 18:49
Játar aðild að lyfjaráni Ungur maður hefur játað aðild að ráninu í Árbæjarapóteki á laugardag þar sem tveir grímuklæddir menn rændu lyfjum. Lögreglan í Reykjavík handtók í gær mann grunaðan um aðild að ráninu og játaði hann við yfirheyrslur í gærkvöldi. Hinn maðurinn er ófundinn en lögregla veit hver hann er. Hins vegar eru sjoppuræningjarnir sem frömdu rán í Kópavogi og Reykjavík í fyrrakvöld enn ófundnir. Innlent 13.10.2005 18:49
Fjöltækniskóli Íslands Fjöltækniskóli Íslands er nýtt nafn sameinaðs Stýrimannaskóla og Vélskóla Íslands. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðhera svipti hulunni af nýja nafninu í gærmorgun. Innlent 13.10.2005 18:49
Vænta orðaskaks um lýðræði Búist er við hressilegum orðaskiptum á milli George Bush Bandaríkjaforseta og Vladímírs Pútíns, forseta Rússlands, þegar þeir hittast á fundi í Slóvakíu í dag. Yfirvöld í Bandaríkjunum og reyndar víða í Evrópu líka hafa miklar áhyggjur af vaxandi einræðistilburðum Pútíns sem hefur aukið völd sín og múlbundið fjölmiðla í landinu. Erlent 13.10.2005 18:49
Álagningin vegna prentkostnaðar Lyfjagreiðslunefnd hefur gert samkomulag við lyfjainnflytjendur um að þeir megi leggja tuttugu prósent ofan á meðalverð samheitalyfja eins og það er í Noregi og Svíþjóð vegna prentkostnaðar við leiðbeiningar á íslensku ef lyfin eru seld hér á landi. Innlent 13.10.2005 18:49
Stærði sig af ráni í útvarpi Það getur borgað sig að vera hógvær. Það fékk hinn 24 ára gamli bankaræningi Randy Washington að reyna í vikunni. Hann rændi banka í Chicago síðastliðið vor og komst undan. Lögreglunni hafði lítið orðið ágengt í málinu þar til Randy fékk þá flugu í höfuðið að hringja í morgunþátt á útvarpsstöð til þess að stæra sig af ráninu og auðveldum flótta í kjölfarið. Erlent 13.10.2005 18:49
Menningarverðlaun DV afhent Gamlir sykurmolar voru áberandi við afhendingu menningarverðlauna DV undir kvöld. Björk hlaut þar verðlaun fyrir tónlist. Kvikmyndaverðlaunin féllu Berki Gunnarssyni í skaut og Íslenski dansflokkurinn skaraði fram úr í leiklistarflokki. Bragi Ólafsson rithöfundur hlaut bókmenntaverðlaunin í ár. Innlent 13.10.2005 18:49
Hafi samband við lögregluna Árni Magnússon félagsmálaráðherra heitir á alla sem geta bent á dæmi um ráðningar fyrirtækja á ólöglegum erlendum starfsmönnum að setja sig í samband við lögregluna. Innlent 13.10.2005 18:49
Sameinast í fíkniefnabaráttunni Kínverjar og Bandaríkjamenn hafa tekið höndum saman í baráttunni við fíkniefnasmygl, en samningur þessa efnis var undirritaður í dag. Í samningnum felst að löndin deili upplýsingum um fíkniefnamál, svo sem um peningaþvætti, þróun í fíkniefnaheiminum og smyglhringi. Erlent 13.10.2005 18:49
Hæstiréttur staðfestir lögbann Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands vestra um lögbann við því að stofnfé í Sparisjóði Skagafjarðar verði aukið. Innlent 13.10.2005 18:49
Heimsminjanefnd Íslands stofnuð Menntamálaráðherra hefur sett á laggirnar svokallaða heimsminjanefnd Íslands sem er hugsuð sem samráðsvettvangur til að fylgja eftir samningi UNESCO frá 1972 um menningar- og náttúrarfleifð heimsins. Þetta kemur fram í vefriti menntamálaráðuneytisins. Er nefndinni meðal annars falið það hlutverk að undirbúa tilnefningu íslenskra staða á heimsminjaskrá UNESCO, en nýverið urðu Þingvellir fyrsti staðurinn á Íslandi til þess að komast á skrána. Innlent 13.10.2005 18:49
Fá orður rússnesku kirkjunnar Rússneska rétttrúnaðarkirkjan ætlar að sæma Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands og Þórólf Árnason, fyrrverandi borgarstjóra, orðum. Ólafur Ragnar fær orðu heilags Vladímírs konungs 2. stigs og verður hún afhent á mánudag og daginn eftir verður orða Sergís á Radoness 3. stigs afhent borgarstjóranum fyrrverandi. Innlent 13.10.2005 18:49
Avion opnar nýjar höfuðstöðvar Íslenska fyrirtækið Avion Group er orðið stærst í rekstrarleigu flugvéla á heimsvísu en grunnur fyrirtækisins var lagður með sölu þjóðarþotunnar árið 1989. Nýjar höfuðstöðvar fyrirtækisins voru opnaðar í Bretlandi í dag. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Rannsókn á líkamsleifum hætt Rannsókn á líkamsleifum þeirra sem fórust í hryðjuverkaárásunum á tvíburaturnana í New York 11. september 2001 hefur verið formlega hætt. Ekki tókst að bera kennsl á meira en ellefu hundruð fórnarlömb árásanna en heilbrigðisyfirvöld segja að lengra verði ekki komist með nútímatækni. Afar erfitt reynist að greina líkamsleifar frá rusli og spýtnabraki. Erlent 13.10.2005 18:49
Námsmenn líða fyrir gengistap Dæmi eru um að hjón, sem bæði eru í námi í útlöndum og lifa af námslánum, sem greidd eru eftir á, hafi tapað 200 til 300 þúsund krónum vegna gengisþróunar krónunnar. Margir fengu eftir á greidd lán afgreidd um áramótin þegar krónan var mjög sterk gagnvart öðrum gjaldmiðlum þannig að námsmennirnir fengu mun minni gjaldeyri en þeir höfðu reiknað með. Innlent 13.10.2005 18:49
Færri tækifæri fyrir konur Verkefnaval íslensku friðargæslunnar hefur verið með þeim hætti að mjög hallar á hlut kvenna að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, en samþætting jafnréttissjónarmiða í friðargæslu Íslendinga var rætt utandagskrár á þingi í gær. Innlent 13.10.2005 18:49
Dæmdir fyrir fjölda brota Héraðsdómur Reykjaness dæmdi fyrir stundu tvo karlmenn um þrítugt í 9 og 6 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þeir voru dæmdir fyrir margvísleg umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnaði þar sem meðal annars var stolið tölvubúnaði úr bíl sem var að verðmæti um 10 milljónir króna með því sem í henni var. Bótakrafa vegna þess taldist vanreifuð og var því vísað frá dómi. Innlent 13.10.2005 18:49
Samþykktu nýja ríkisstjórn Þingmenn Fatah-hreyfingarinnar í Palestínu samþykktu í gær tillögu Ahmeds Qureia forsætisráðherra um nýja ríkisstjórn í landinu. Fatah er langstærsti flokkurinn á palestínska þinginu og því er nánast formsatriði að fá málið samþykkt þar og er búist við að það gerist síðar í dag. Erlent 13.10.2005 18:49
Kaupa þjónustu Marteinn Magnússon lögmaður segir að GT verktakar séu að kaupa þjónustu af erlendu fyrirtæki og um slíka þjónustusölu gildi lög frá árinu 2001 þannig að hið erlenda fyrirtæki geti sent starfsmenn sína hingað til að sinna þeirri þjónustu. Innlent 13.10.2005 18:49
Nýr stjórnarformaður Baugs Sigrún Þorláksdóttir var kjörin formaður kvenfélagsins Baugs í Grímsey á aðalfundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi. </font /> Innlent 13.10.2005 18:49
Enginn grunaður vegna íkveikju Ekki er enn vitað hver kveikti í atvinnuhúsnæðinu Votmúla á Blönduósi að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar, yfirlögregluþjóns á staðnum. Innlent 13.10.2005 18:49
Reykingabann í Hong Kong Stjórnvöld í Hong Kong hyggjast banna reykingar á opinberum stöðum þar sem ný rannsókn þar í borg sýnir að þjóðarbúið verði af sem nemur 41 milljarði íslenskra króna á hverju ári vegna reykinga. Erlent 13.10.2005 18:49
Kærður fyrir fjárdrátt Héraðsdómur Reykjavíkur þingfesti í gær ákæru á hendur lögregluþjóni úr Dalasýslu. Lögregluþjóninum er gefið að sök að hafa dregið að sér fé og nota lögreglubifreið í eigin þágu, sem er brot í opinberu starfi. Meint brot voru framin í fyrra. Innlent 13.10.2005 18:49