Fréttir Þrjú útköll hjá TF-LÍF Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrisvar verið kölluð út frá því í gærkvöld vegna útafaksturs, handleggsbrots á sjó og báts sem tekið hafði niður. Innlent 13.10.2005 18:50 Vopnahléið kvatt Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv í gærkvöldi. Sprengingin rauf vopnahlé sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sömdu fyrir nokkrum dögum. Erlent 13.10.2005 18:50 Powell: Of fáir hermenn í Írak Fleiri hermenn hefði þurft til að taka á ástandinu að loknum stríðinu í Írak, segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann telur að Bandaríkjastjórn verði að leggja sig fram við að bæta samskiptin við Evrópuríki. Erlent 13.10.2005 18:50 Páfi enn á sjúkrahúsinu Jóhannes Páll páfi II liggur enn á sjúkrahúsi í Róm og andar í gegnum slöngu sem þrædd var í gegnum barkann á honum. Aðstoðarmaður hans flutti hefðbundna laugardagsbæn í dag en páfi var sagður fylgjast með á sjúkrastofu sinni. Engar formlegar fréttir hafa borist af líðan hans en talsmenn Páfagarðs ætla ekkert að segja fyrr en á morgun. Erlent 13.10.2005 18:50 Íslensk lög á útlensku Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Íslensk málnefnd varar alvarlega við lagabreytingunni. Innlent 13.10.2005 18:50 Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. Erlent 13.10.2005 18:50 Fara til Japans á morgun Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. Innlent 13.10.2005 18:50 ESB setji upp viðvörunarkerfi Uppbygging í Suðaustur-Asíu og uppsetning á jarðskjálftaviðvörunarkerfi er á meðal þess sem rætt verður á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og landa í Suðaustur-Asíu sem fram á að fara í Indónesíu í næsta mánuði. Milljarðar hafa safnast um allan heim til að stuðla að uppbyggingu á hamfarasvæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni 26. desember síðastliðinn, eða fyrir réttum tveimur mánuðum. Erlent 13.10.2005 18:50 Hafna Frakkar stjórnarskránni? Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri. Erlent 13.10.2005 18:50 Haldið sofandi í öndunarvél Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 13.10.2005 18:50 Afgreiðsla ályktana að hefjast Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. Innlent 13.10.2005 18:50 Magnús fékk bjartsýnisverðlaunin Magnús Scheving var sæmdur bjartsýnisverðlaunum Framsóknarflokksins á þingi flokksins í gær. Innlent 13.10.2005 18:50 Fjöltækniskóli Íslands stofnaður Stýrimannaskólinn og Vélskólinn eru ekki lengur til. Nú heita þeir Fjöltækniskóli Íslands og eru ekki lengur ríkisskóli heldur einkaskóli. Innlent 13.10.2005 18:50 Ekki ljóst hverjum var sagt upp Rúnar Freyr Gíslason, formaður Félags íslenskra leikara og fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, segir það að sjálfsögðu erfitt fyrir formann félags að heyra að tæplega einum þriðja hluta fastráðinna starfsmanna hafi verið sagt upp samningi við Þjóðleikhúsið. Það liggur enn ekki alveg fyrir hverjum nákvæmlega hafi verið sagt upp. Innlent 13.10.2005 18:50 Vilja undirbúa aðildarviðræður Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50 Hörð átök um Evrópustefnuna Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Innlent 13.10.2005 18:50 3,6 milljarða sveifla vöruskipta 3,6 milljarða munur er á hagnaði á vöruskiptum við útlönd í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra. Í sl. mánuði voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Icelandair pantar nýjar vélar Icelandair hefur pantað tvær nýjar Boeing-787 Dreamliner þotur sem verða teknar í notkun á leiðum félagsins eftir fimm ár. Enn er verið vinna að lokahönnun þessarar flugvélagerðar sem spáð er miklum vinsældum, enda verður hærra til lofts og víðar til veggja en í nútímaþotum og þægindi því öllu meiri en farþegar hafa átt að venjast. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. Erlent 13.10.2005 18:49 Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. Innlent 13.10.2005 18:49 Hrina fíkniefnamála á Akureyri Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið. Innlent 13.10.2005 18:49 Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær. Erlent 13.10.2005 18:49 Andar án öndunarvélar Ítalska fréttastofan ANSA segir að Jóhannes Páll páfi II andi nú án aðstoðar öndunarvélar en hann var tengdur við slíka vél eftir neyðaraðgerðina í gærkvöldi. Skera varð á barka páfa til að koma slöngu að og auðvelda honum þannig andadrátt. Erlent 13.10.2005 18:49 Eimskip og Faroe Ship sameinast Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49 Miletic gefur sig fram Radivoje Miletic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu-Serba, ætlar að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í næstu viku. Miletic var einn helsti samverkamaður Ratko Mladic, yfirmenns hersins, í borgarastríðinu í Bosníu. Hann er sakaður um þjóðernishreinsanir í Srebrenica og Zepa árið 1995. Erlent 13.10.2005 18:49 Hótaði dómara í dómssal Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti. Erlent 13.10.2005 18:49 Verða að gera ráðningarsamning Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. Innlent 13.10.2005 18:49 Hundrað uppreisnarmenn handteknir Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. Erlent 13.10.2005 18:49 Verða að yfirvinna óttann Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. Erlent 13.10.2005 18:49 Ekki á flokksþingi Framsóknar Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær. Innlent 13.10.2005 18:49 « ‹ ›
Þrjú útköll hjá TF-LÍF Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrisvar verið kölluð út frá því í gærkvöld vegna útafaksturs, handleggsbrots á sjó og báts sem tekið hafði niður. Innlent 13.10.2005 18:50
Vopnahléið kvatt Ekki færri en fjórir fórust og sextíu og fimm særðust í sjálfsmorðssprengjuárás í Tel Aviv í gærkvöldi. Sprengingin rauf vopnahlé sem þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sömdu fyrir nokkrum dögum. Erlent 13.10.2005 18:50
Powell: Of fáir hermenn í Írak Fleiri hermenn hefði þurft til að taka á ástandinu að loknum stríðinu í Írak, segir Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann telur að Bandaríkjastjórn verði að leggja sig fram við að bæta samskiptin við Evrópuríki. Erlent 13.10.2005 18:50
Páfi enn á sjúkrahúsinu Jóhannes Páll páfi II liggur enn á sjúkrahúsi í Róm og andar í gegnum slöngu sem þrædd var í gegnum barkann á honum. Aðstoðarmaður hans flutti hefðbundna laugardagsbæn í dag en páfi var sagður fylgjast með á sjúkrastofu sinni. Engar formlegar fréttir hafa borist af líðan hans en talsmenn Páfagarðs ætla ekkert að segja fyrr en á morgun. Erlent 13.10.2005 18:50
Íslensk lög á útlensku Lagaskylda um að öll lög og reglugerðir sem gilda á Íslandi skuli vera á íslenskri tungu verður afnumin með frumvarpi dómsmálaráðherra sem er í lokameðferð Alþingis. Íslensk málnefnd varar alvarlega við lagabreytingunni. Innlent 13.10.2005 18:50
Áhlaup bandaríkjahers heldur áfram Áhlaup Bandaríkjahers í Anbar-héraði í Írak heldur áfram en þar hafa uppreisnarmenn komið sér upp bækisstöðvum. Hermenn hundelta uppreisnarmenn eftir ánni Efrat en þeirra hefur þó nánast ekkert orðið vart. Erlent 13.10.2005 18:50
Fara til Japans á morgun Sæmundur Pálsson og fylgdarlið mun ekki halda utan til Japans í dag eins og stefnt hafði verið. Hópurinn ætlar utan til að freista þess að sækja Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, en þurfti að fresta för sinni til morguns vegna einhverra vandamála með farseðla, að sögn Sæmundar. Innlent 13.10.2005 18:50
ESB setji upp viðvörunarkerfi Uppbygging í Suðaustur-Asíu og uppsetning á jarðskjálftaviðvörunarkerfi er á meðal þess sem rætt verður á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og landa í Suðaustur-Asíu sem fram á að fara í Indónesíu í næsta mánuði. Milljarðar hafa safnast um allan heim til að stuðla að uppbyggingu á hamfarasvæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni 26. desember síðastliðinn, eða fyrir réttum tveimur mánuðum. Erlent 13.10.2005 18:50
Hafna Frakkar stjórnarskránni? Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri. Erlent 13.10.2005 18:50
Haldið sofandi í öndunarvél Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél. Innlent 13.10.2005 18:50
Afgreiðsla ályktana að hefjast Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf. Innlent 13.10.2005 18:50
Magnús fékk bjartsýnisverðlaunin Magnús Scheving var sæmdur bjartsýnisverðlaunum Framsóknarflokksins á þingi flokksins í gær. Innlent 13.10.2005 18:50
Fjöltækniskóli Íslands stofnaður Stýrimannaskólinn og Vélskólinn eru ekki lengur til. Nú heita þeir Fjöltækniskóli Íslands og eru ekki lengur ríkisskóli heldur einkaskóli. Innlent 13.10.2005 18:50
Ekki ljóst hverjum var sagt upp Rúnar Freyr Gíslason, formaður Félags íslenskra leikara og fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið, segir það að sjálfsögðu erfitt fyrir formann félags að heyra að tæplega einum þriðja hluta fastráðinna starfsmanna hafi verið sagt upp samningi við Þjóðleikhúsið. Það liggur enn ekki alveg fyrir hverjum nákvæmlega hafi verið sagt upp. Innlent 13.10.2005 18:50
Vilja undirbúa aðildarviðræður Framsóknarmenn munu að öllum líkindum samþykkja ályktun á flokksþingi sínu í dag um að undirbúningur aðildarviðræðna við Evrópusambandið fari af stað innan flokksins. Formaður og varaformaður eru á öndverðum meiði. </font /></b /> Innlent 13.10.2005 18:50
Hörð átök um Evrópustefnuna Hörð átök eru um Evrópustefnuna á flokksþingi framsóknarmanna. Skoðanamunur formanns og varaformanns kristallaðist í ræðum þeirra í dag. Þar upplýsti Halldór Ásgrímsson að forsætisráðherra Noregs hefði hringt í sig í morgun til að kanna hvort Ísland ætlaði að fara að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Innlent 13.10.2005 18:50
3,6 milljarða sveifla vöruskipta 3,6 milljarða munur er á hagnaði á vöruskiptum við útlönd í janúar í ár og í sama mánuði í fyrra. Í sl. mánuði voru fluttar út vörur fyrir 14 milljarða króna og inn fyrir 17,3 milljarða króna. Vöruskiptin í janúar voru því óhagstæð um 3,3 milljarða en í janúar 2004 voru þau hagstæð um 0,3 milljarða á föstu gengi. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Icelandair pantar nýjar vélar Icelandair hefur pantað tvær nýjar Boeing-787 Dreamliner þotur sem verða teknar í notkun á leiðum félagsins eftir fimm ár. Enn er verið vinna að lokahönnun þessarar flugvélagerðar sem spáð er miklum vinsældum, enda verður hærra til lofts og víðar til veggja en í nútímaþotum og þægindi því öllu meiri en farþegar hafa átt að venjast. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Framtíð kaþólsku kirkjunnar í húfi Sögusagnir og getgátur tröllríða umræðunni um líðan Jóhannesar Páls páfa sem fluttur var á sjúkrahús í gær, rétt um hálfum mánuði eftir að hann kom þaðan. Framtíð kaþólsku kirkjunnar er sögð í húfi. Erlent 13.10.2005 18:49
Nýstárleg nálgun við byggðamál Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, nálgaðist hin viðkvæmu byggðamál með nýstárlegum hætti í setningarræðu sinni á flokksþingi Framsóknarflokksins eftir hádegi þegar hann sagði að alls staðar á landinu væru áherslur svipaðar: stytting leiða og betri samgöngur við höfuðborgina. Innlent 13.10.2005 18:49
Hrina fíkniefnamála á Akureyri Tveir menn voru handteknir á Akureyri í gærkvöldi eftir að kannabisefni og tól til neyslu þeirra fundust í fórum þeirra. Mikil hrina hefur verið af fíkniefnamálum á Akureyri upp á síðkastið. Innlent 13.10.2005 18:49
Al-Jaafari fær stuðning al-Sistani Sjía-klerkurinn Ali al-Sistani, einn áhrifamesti maður Íraks, hefur lýst yfir stuðningi við Ibrahim al-Jaafari, forsætisráðherraefni Sameinaða íraska bandalagsins. Þessu lýsti al-Jaafari yfir eftir fund sinn með al-Sistani í gær. Erlent 13.10.2005 18:49
Andar án öndunarvélar Ítalska fréttastofan ANSA segir að Jóhannes Páll páfi II andi nú án aðstoðar öndunarvélar en hann var tengdur við slíka vél eftir neyðaraðgerðina í gærkvöldi. Skera varð á barka páfa til að koma slöngu að og auðvelda honum þannig andadrátt. Erlent 13.10.2005 18:49
Eimskip og Faroe Ship sameinast Eimskip og Faroe Ship í Danmörku hafa ákveðið að sameina félögin Eimskip Denmark A/S og Faroe Ship A/S undir nafninu Eimskip - Faroe Ship Denmark A/S. Breytingin er liður í þeirri þróun og stefnumótum hjá Eimskip á Norðurlöndunum að auka hagkvæmni í rekstri ásamt því að veita viðskiptavinum skilvirkari og betri þjónustu. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:49
Miletic gefur sig fram Radivoje Miletic, fyrrverandi hershöfðingi í her Bosníu-Serba, ætlar að gefa sig fram við stríðsglæpadómstólinn í Haag í næstu viku. Miletic var einn helsti samverkamaður Ratko Mladic, yfirmenns hersins, í borgarastríðinu í Bosníu. Hann er sakaður um þjóðernishreinsanir í Srebrenica og Zepa árið 1995. Erlent 13.10.2005 18:49
Hótaði dómara í dómssal Baskneskur aðskilnaðarsinni, meðlimur herskáu samtakanna ETA, var rekinn úr dómssal eftir að hann ógnaði dómaranum með því að beina hendi sinni að honum og líkja eftir því að hann væri að skjóta hann með skammbyssu. Þetta gerði hann þegar tekin var fyrir ákæra á hendur honum fyrir að ógna öðrum dómara með sama hætti. Erlent 13.10.2005 18:49
Verða að gera ráðningarsamning Starfsmenn Vinnumálastofnunar hafa í 99 prósentum tilfella veitt þá umsögn síðustu daga að fyrirtæki verði að sækja um hefðbundið atvinnuleyfi og gera íslenskan ráðningarsamning. Innlent 13.10.2005 18:49
Hundrað uppreisnarmenn handteknir Bandaríkjaher hefur nú handtekið meira en hundrað uppreisnarmenn í Anbar-héraðinu í vesturhluta Íraks undanfarna daga. Aðgerðir hersins í Anbar hafa staðið í fimm daga og hefur verið lagt hald á mikið magn vopna. Erlent 13.10.2005 18:49
Verða að yfirvinna óttann Neyðin veldur því að fiskimenn á Srí Lanka yfirvinna óttann við hafið sem þeir finna fyrir í kjölfar flóðbylgjunnar annan dag jóla. Enn eru víða rústir og drulla og hjálpin berst hægt. Erlent 13.10.2005 18:49
Ekki á flokksþingi Framsóknar Guðmundur Daðason, elsti framsóknarmaður í heimi, er ekki á flokksþingi Framsóknarflokksins sem hófst á Nordica hótelinu í gær og lýkur á morgun. Hann fylgdist þó með útsendingum frá þinginu á Sýn í gær. Innlent 13.10.2005 18:49