Fréttir

Fréttamynd

Powell talar um ráðherraárin

Hann var þekktasti og einn valdamesti blökkumaður Bandaríkjanna, utanríkisráðherra sem virtist í andstöðu við eigin stjórn. Colin Powell lét af embætti fyrir mánuði og nú virðist hann reiðubúinn að tala út - en þó ekki um allt.

Erlent
Fréttamynd

Kastró skrópar á vindlahátíð

Fídel Kastró, forseti Kúbu, skrópaði þriðja árið í röð á alþjóðlegri samkomu vindlaáhugamanna sem haldin var í Havana, höfuðborg Kúbu, í gærkvöldi. Flestir viðstaddra voru mjög vonsviknir enda höfðu sumir ferðast þúsundir kílómetra til að taka þátt í hátíðahöldunum og átti Kastró að sjálfsögðu að vera aðalnúmer kvöldsins.

Erlent
Fréttamynd

Næstum því mjólkurlaust í Eyjum

Litlu munaði að mjólkurlaust yrði í Vestmannaeyjum um helgina. Þegar afferma átti gám frá Eimskipum, fullan af mjólkurvörum, í gærdag runnu 40 fullhlaðnir mjólkurvagnar af stað og enduðu á steinsteyptri götunni með þeim afleiðingum að mjólkin flaut út um allt.

Innlent
Fréttamynd

Stærsta árshátíð landsins

Ofboðslega mikið af mat og drykk er í boði í kvöld á stærstu árshátíð landsins. Hartnær 2000 starfsmenn Íslandsbanka og Sjóvár koma saman til að sletta ærlega úr klaufunum. Þegar svona hersveit kemur saman dugir ekkert minna en Egilshöllin.

Innlent
Fréttamynd

Frá leiksigri til uppsagnar

Það er óverjandi að verðlauna leiksigra með uppsögnum. Þetta segja leikarar Þjóðleikhússins sem eru í hópi þeirra tíu sem sagt verður upp 1. mars. Þjóðleikhússtjóri segir að nú sé búið að skapa fordæmi fyrir auknum hreyfanleika í yngsta kjarna leikhússins. Hún segist þó vita að hún sé að taka mikla áhættu.

Innlent
Fréttamynd

Lækka verð og boða samkeppni

Krónan hefur lækkað verð á öllum helstu neysluvörum sínum og gildir það frá og með deginum í dag. Að sögn forsvarsmanna verslunarinnar er þetta gert til að mæta kröfum viðskiptavina um hagstæðara verðlag og virkari samkeppni á matvælamarkaði.

Innlent
Fréttamynd

Norðmenn fylgjast með flokksþingi

Forsætisráðherra Noregs bíður ákvörðunar framsóknarmanna um stefnu í evrópumálum. Halldór Ásgrímsson segir að Norðmenn muni hugsanlega hefja aðildarviðræður við Evrópusambandið á næstunni og það kippi fótunum undan EES-samningnum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Páfi tekur þátt í blessuninni

Jóhannes Páll páfi II mun taka þátt í vikulegri blessun á morgun frá herbregisglugga Gemelli-sjúkrahússins þar sem hann dvelur nú, án þess þó að mæla orð frá munni. Aðstoðarmaður hans mun lesa predikunina fyrir hann því páfa er ráðlagt af læknum að hvíla raddböndin á næstunni.

Erlent
Fréttamynd

Titringur meðal leikara

Ákvörðun þjóðleikhússtjóra um að segja upp tíu fastráðnum leikurum hefur valdið miklum titringi meðal leikara Þjóðleikhússins, samkvæmt heimildum fréttastofu. Margir af þeim sem nú hefur verið sagt upp föstu starfi eru þeir leikarar sem bera uppi vinsælustu sýningar hússins.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú útköll hjá TF-LÍF

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur þrisvar verið kölluð út frá því í gærkvöld vegna útafaksturs, handleggsbrots á sjó og báts sem tekið hafði niður. 

Innlent
Fréttamynd

ESB setji upp viðvörunarkerfi

Uppbygging í Suðaustur-Asíu og uppsetning á jarðskjálftaviðvörunarkerfi er á meðal þess sem rætt verður á fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og landa í Suðaustur-Asíu sem fram á að fara í Indónesíu í næsta mánuði. Milljarðar hafa safnast um allan heim til að stuðla að uppbyggingu á hamfarasvæðunum sem urðu fyrir flóðbylgjunni 26. desember síðastliðinn, eða fyrir réttum tveimur mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri.

Erlent
Fréttamynd

Haldið sofandi í öndunarvél

Karlmaður á þrítugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa keyrt út af í Skagafirði í morgun með þeim afleiðingum að hann kastaðist út úr bifreiðinni. Maðurinn hlaut alvarlega höfuðáverka og fór strax í aðgerð. Honum er nú haldið sofandi í öndunarvél.

Innlent
Fréttamynd

Afgreiðsla ályktana að hefjast

Almennar umræður standa nú yfir á flokksþingi Framsóknarflokksins en þingfulltrúar komu á ný saman klukkan níu í morgun á Hótel Nordica í Reykjavík. Klukkan ellefu hefjast umræður um afgreiðslu ályktana. Eftir hádegi sitja ráðherrar flokksins fyrir svörum en síðdegis hefjast nefndastörf.

Innlent
Fréttamynd

Aukin áhætta tekin í flugi

Breskri júmbóþotu var flogið á þremur hreyflum átta þúsund kílómetra leið frá Los Angeles í Bandaríkjunum til Bretlands eftir að fjórði hreyfillinn bilaði í flugtaki. Flugvélin átti að lenda í London en þegar til Bretlands var komið var eldsneytið á þrotum og því lenti vélin í Manchester.

Erlent
Fréttamynd

Gengið fram af hörku

Verkalýðshreyfingin vill að gengið verði fram af fullri hörku gagnvart fyrirtækjum sem stunda svarta atvinnustarfsemi, hafa erlenda starfsmenn án leyfa og brjóta lög og kjarasamninga á þessum starfsmönnum.</font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Hörð gagnrýni frá kennurum

Vegna mistaka í launavinnslu Reykjavíkurborgar í desember hyggst launadeild borgarinnar draga ofgreidd laun af kennurum um næstu mánaðarmót. Hefur þetta komið flatt upp á þá kennara sem um ræðir enda getur upphæðin numið allt að 70 prósentum af mánaðarlaunum viðkomandi.

Innlent
Fréttamynd

80% launa dregin af kennurum

Launadeild Reykjavíkurborgar ætlar að draga allt að 80 prósent af launum þeirra starfsmanna Grunnskóla Reykjavíkur sem ekki var dregið nægilega af vegna verkfallsins í fyrra. Kennarar segja eðlilegt að þeir endurgreiði það sem þeir fengu ofgreitt, en telja að hægt hefði verið að leysa þetta mál með öðrum og mannlegri hætti.

Innlent
Fréttamynd

Stúlkan fundin

Stúlkan sem lýst hefur verið eftir að undanförnu, hin fjórtán ára gamla Jóna Thuy Phuong Jakobsdóttir, er fundin og komin til síns heima að sögn lögreglu en hennar hefur verið leitað um nokkurra daga skeið.

Innlent
Fréttamynd

Lífið heldur áfram

Tveir mánuðir eru síðan flóðbylgjan mikla skall á ströndum Indlandshafs og eyddi því sem fyrir varð. Nærri tvö hundruð þúsund manns týndu lífi í hamförunum og ennþá fleiri misstu allt sitt. Í kjölfarið hófst umfangsmesta neyðaraðstoð sögunnar og hún stendur enn.

Erlent
Fréttamynd

Öryrkjar heyri undir félagsmál

Verið er að kanna hvort flytja skuli lífeyristryggingar og örorkutryggingar frá heilbrigðisráðuneytinu til félagsmálaráðuneytis. Félagsmálaráðherra segir að allar félagslegar bætur væru þá á einum stað. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Páfi talar ekki næsta mánuðinn

Líðan Jóhannesar Páls páfa II er eftir atvikum góð að sögn lækna á Gemelli-sjúkrahúsinu í Rómarborg. Það er þó ljóst að hann muni ekki geta talað í að minnsta kosti mánuð eftir aðgerðina.

Erlent
Fréttamynd

Sþ leita morðingja Hariris

Hver drap Rafik Hariri? Sérstök rannsóknarnefnd Sameinuðu þjóðanna á að komast að því en ekki er með öllu ljóst hvort að alls staðar sé áhugi fyrir því að svara spurningunni.

Erlent
Fréttamynd

Klára skuldir vegna Tímans

Framsóknarflokkurinn greiðir á þessu ári síðustu afborganir af lánum sem tekin voru til að fjármagna skuldir vegna útgáfu dagblaðsins <em>Tímans </em>sem flokkurinn hætti að gefa út fyrir tólf árum. Þetta kom fram í ræðu framkvæmdastjóra Framsóknarflokksins á flokksþingi sem hófst í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Stýrir stærsta fiskiskipi í heimi

Helgi Ágústsson, fyrrverandi skipstjóri á Stíganda VE, hefur verið ráðinn stýrimaður á írska ofurtogarann Atlantic Dawn sem er stærsta fiskiskip í heimi. Til samanburðar við íslenska ofurtogarann Baldvin Þorsteinsson, sem er 85 metra langur, er Atlantic Dawn 144 metrar að lengd.

Innlent
Fréttamynd

Myndröð af flóðbylgjunni

Tekist hefur að framkalla myndir sem teknar voru rétt áður en flóðbylgjan í Asíu skall á ströndum Taílands á annan í jólum. Myndirnar eru úr myndavél kanadískra hjóna sem voru á ströndinni í Khao Lak þegar hamfarirnar dundu yfir. Þau létust í flóðunum og myndavélin eyðilagðist en hins vegar tókst að framkalla myndir úr vélinni.

Erlent
Fréttamynd

BÍ styður íþróttafréttamenn

Stjórn Blaðamannafélags Íslands lýsir fullum stuðningi við baráttu Samtaka íþróttafréttamanna vegna útsendinga á íþróttaviðburðum á erlendum tungumálum. Í tilkynningu frá félaginu segir að það sé sjálfsögð krafa að útsendingum erlendra atburða fylgi íslenskt tal þar sem því verður viðkomið.

Innlent
Fréttamynd

Vill fækka ráðuneytum

Framsóknarmenn ræða stórfellda fækkun ráðuneyta. Árni Magnússon félagsmálaráðherra kynnti á flokksþingi þeirra í dag hugmynd um að fækka þeim úr þrettán niður í sex til átta.

Innlent