Fréttir Stofnfé í SPRON verður stóraukið Stofnfjáreigendur geta keypt tvo nýja hluti fyrir hvern sem þeir eiga fyrir. Aðalfundur heimilaði að stofnfé yrði hækkað úr 14.480 hlutum í 100 þúsund en byrjað verður á þreföldun. Sparisjóðsstjórinn vill styrkja eigið fé sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52 Fangi svipti sig lífi Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni svipti sig lífi um helgina. Hann hafði verið í haldi síðan í september og eins og lengd gæsluvarðhaldsins gefur til kynna mátti maðurinn eiga von á langri fangelsisrefsingu. Innlent 13.10.2005 18:52 Lagning nýs vegar hefst í vikunni Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær. Innlent 13.10.2005 18:52 Dyraverðir dæmdir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Innlent 13.10.2005 18:52 Fagnar húsleit á vínveitingastöðum Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52 CIA pyntar grunaða hryðjuverkamenn Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar. Erlent 13.10.2005 18:52 Fleiri Íslendingar á hótelum Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent. Innlent 13.10.2005 18:52 Sendir til pyntingastjórna Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega. Erlent 13.10.2005 18:52 Kommúnistar halda völdum í Moldóvu Kommúnistaflokkur Moldavíu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evrópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46% atkvæða. Úrslitin tryggja flokknum einfaldan þingmeirihluta en ekki endurkjör flokksleiðtogans sem forseta. Erlent 13.10.2005 18:52 Brottflutningur hefst innan skamms Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Erlent 13.10.2005 18:52 Sæmi og Fischer hittust Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið. Innlent 13.10.2005 18:52 Gefa út falsaða reikninga fyrir fé Dæmi eru um að menn taki þóknun fyrir að gefa út falsaða launareikninga í þeim tilgangi að leika á skattayfirvöld. Innlent 13.10.2005 18:52 Taka lítið mark á Sýrlandsforseta Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar taka lítið mark á loforði forseta Sýrlands um brottflutning sýrlenskra hersveita frá Líbanon og segja löngu kominn tíma á raunverulegar efndir. Erlent 13.10.2005 18:52 Nýtt merki nýs skóla Búist er við því að nemendur Háskólans í Reykjavík verði nálægt 2.500 talsins þegar hann tekur til starfa við skólasetningu 19. ágúst. Þá sameinast formlega Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands. Innlent 13.10.2005 18:52 Forval hafið vegna Háskólatorgs Háskóli Íslands hefur fengið grænt ljós á forval vegna gerðar svokallaðs Háskólatorgs, þjónustumiðstöðvar stúdenta sem tengja á byggingar háskólasvæðisins. Í forvalinu eru valdir hópar sem fá að skila inn tilboðum í verkið. Innlent 13.10.2005 18:52 Fundu leifar tvífættrar veru Leifar tvífættrar veru sem var uppi fyrir um fjórum milljónum ára hafa fundist í Eþíópíu. Ef rétt reynist er um að ræða elstu tvífættu veru sem sérfræðingar hafa greint og kann að breyta miklu um kenningar manna um uppruna mannsins. Ökklabein er talið sýna að veran gekk upprétt. Erlent 13.10.2005 18:52 Eldurinn virðist slokknaður Eldurinn í olíuflutningaskipinu Fjord Champion við suðurstrendur Noregs virðist dáinn út. Skipið verður dregið að landi þar sem olíunni verður dælt af skipinu og skemmdir kannaðar. Erlent 13.10.2005 18:52 Landbúnaðarverðlaunin afhent Garðyrkjustöðin Melar við Flúðir, ábúendur í Sveinungsvík í Þistilfirði og félagsbúendur á Helgavatni í Borgarfirði fengu í dag landbúnaðarverðlaunin árið 2005 á Búnaðarþingi sem fram fór á Hótel Sögu. Innlent 13.10.2005 18:52 Vona að eldurinn hafi dáið út Engar eldtungur sáust í morgun leika frá olíuflutningaskipinu Fjord Champion við suðurstrendur Noregs og gera menn sér vonir um að eldurinn sem þar kviknaði í fyrrakvöld hafi dáið út. Enn rýkur úr skipinu. Eftir nokkrar klukkustundir ætti að vera mögulegt að fara um borð, en tveir dráttarbátar halda skipinu kyrru. Erlent 13.10.2005 18:52 Kjötbollur af kvöldverðarborðinu Kjúklingur og kjötsósa virðast hafa tekið við af kjötbollum sem vinsælasti kvöldmaturinn í Danmörku. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem matvælastofnun Danmerkur gerði nýverið og fjallað er um í danska blaðinu <em>Politiken</em>. Erlent 13.10.2005 18:52 Aðskilnaður kristilegt baráttumál Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Magnús Axelsson voru um helgina kjörnir í stjórn SARK, samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, en þeir eru fulltrúar Fríkirkjunnar. "Okkur var boðin þátttaka," segir Hjörtur, en hann hefur ekki starfað áður á vettvangi samtakanna. Innlent 13.10.2005 18:52 Herör skorin upp gegn klámi Borgaryfirvöld í Moskvu eru búin að fá nóg af siðspillingunni sem þau telji að einkenni borgina og hafa sagt kynlífsleikfangabúðum stríð á hendur. Erlent 13.10.2005 18:52 Afleysingalöggur fundu dóp 20 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni fundust í bifreið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Tveir menn voru teknir í yfirheyrslur en sleppt að þeim loknum og telst nú málið upplýst. Mennirnir þóttu hegða sér grunsamlega þegar lögreglan hafði afskipti af þeim við hefðbundið eftirlit og var því leitað í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:52 Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. Innlent 13.10.2005 18:52 Segir árásina fyrirvaralausa Ítalska blaðakonan Giuliana Sgrena, sem særðist í skotárás bandarískra hermanna, nýfrelsuð úr höndum mannræningja, segir að hermennirnir hafi skotið fyrirvara- og viðvörunarlaust á bílinn. Árásin hefur aukið andstöðu á Ítalíu við Íraksstríðið og spennu milli Rómar og Washington. Erlent 13.10.2005 18:52 Blóð má greina löngu eftir verknað Íslenskir sérfræðingar í glæparannsóknum hafa sýnt fram á að hægt er að greina blóð utandyra í mismunandi jarðvegi löngu eftir ofbeldisverknað, jafnvel hálfu öðru ári síðar. Ómar Pálmason, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar, segir í Morgunblaðinu í dag að þessar niðurstöður hans og Þóru Steffensen réttarmeinafræðings hnekki hugmyndum færustu réttarvísindamanna heims um að þetta sé ógerlegt. Innlent 13.10.2005 18:52 Íraksþing kemur saman 16. mars Fyrsti fundur hins nýkjörna þjóðþings Íraks verður þann 16. mars næstkomandi. Standa vonir til þess að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir fundinn. Sjítar hafa tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra, en þeir fengu flest atkvæði í kosningunum. Erlent 13.10.2005 18:52 Brottflutningur hefst á morgun Sýrlendingar hefjast handa á morgun við að flytja hluta hersveita sinna frá Líbanon. Bandaríkjamenn gefa lítið fyrir loforðin og krefjast þess að allar erlendar hersveitir hverfi brott úr landinu strax. Erlent 13.10.2005 18:52 Segir kúvent í flugvallarmáli Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Innlent 13.10.2005 18:52 Tafir vegna færslu Hringbrautar Umferð verður hleypt á nýju Hringbrautina í áföngum í byrjun sumars. Búist er við töluverðum umferðartöfum á svæðinu vegna færslu brautarinnar. Innlent 13.10.2005 18:52 « ‹ ›
Stofnfé í SPRON verður stóraukið Stofnfjáreigendur geta keypt tvo nýja hluti fyrir hvern sem þeir eiga fyrir. Aðalfundur heimilaði að stofnfé yrði hækkað úr 14.480 hlutum í 100 þúsund en byrjað verður á þreföldun. Sparisjóðsstjórinn vill styrkja eigið fé sjóðsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:52
Fangi svipti sig lífi Gæsluvarðhaldsfangi á Litla-Hrauni svipti sig lífi um helgina. Hann hafði verið í haldi síðan í september og eins og lengd gæsluvarðhaldsins gefur til kynna mátti maðurinn eiga von á langri fangelsisrefsingu. Innlent 13.10.2005 18:52
Lagning nýs vegar hefst í vikunni Lagning nýs vegar um Svínahraun hefst í þessari viku. Megintilgangur framkvæmdarinnar er að losna við hin hættulegu Þrengslagatnamót en þar varð banaslys í gær. Innlent 13.10.2005 18:52
Dyraverðir dæmdir Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt tvo dyraverði á skemmtistað á Akureyri í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi. Voru mennirnir dæmdir fyrir að ráðast með höggum og spörkum að tveimur gestum staðarins sem þeir voru að vísa út vegna slagsmála. Innlent 13.10.2005 18:52
Fagnar húsleit á vínveitingastöðum Garðar Kjartansson, eigandi skemmtistaðarins Nasa í Reykjavík, fagnar húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá hátt í tuttugu vínveitingastöðum. Garðar segir að svört starfsemi sé þekkt í geiranum og erfitt sé fyrir þá sem vilji vera heiðarlegir að keppa við þá sem svindla. Innlent 13.10.2005 18:52
CIA pyntar grunaða hryðjuverkamenn Bandaríska leyniþjónustan CIA stundar pyntingar á föngum sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi. Hún fer í kringum lög sem banna pyntingar í Bandaríkjunum með því að flytja grunaða menn með flugvélum leyniþjónustunnar til landa þar sem pyntingar eru umbornar. Erlent 13.10.2005 18:52
Fleiri Íslendingar á hótelum Íslendingum sem gista á hótelum víða um land í nýliðnum janúar fjölgaði um rétt tæp nítján prósent frá sama tíma í fyrra. Það er umtalsvert meiri fjölgun en meðal erlendra ferðamanna sem fjölgaði um ellefu prósent. Innlent 13.10.2005 18:52
Sendir til pyntingastjórna Bandaríska leyniþjónustan CIA hefur á síðustu árum flutt fjölda grunaðra hryðjuverkamanna til landa þar sem pyntingar viðgangast. Mannréttindasamtök hafa mótmælt þessum flutningum harðlega. Erlent 13.10.2005 18:52
Kommúnistar halda völdum í Moldóvu Kommúnistaflokkur Moldavíu, sem farið hefur með völd í þessu fátækasta landi Evrópu, fór með sigur úr býtum í þingkosningum sem fram fóru þar á sunnudag. Samkvæmt opinberum úrslitum kosninganna, sem birt voru í gær, fékk flokkurinn 46% atkvæða. Úrslitin tryggja flokknum einfaldan þingmeirihluta en ekki endurkjör flokksleiðtogans sem forseta. Erlent 13.10.2005 18:52
Brottflutningur hefst innan skamms Stjórnvöld Sýrlands og Líbanons náðu samkomulagi í dag um að Sýrlendingar hefji brottflutning hersveita sinna frá Líbanon þegar í þessum mánuði. Forsetar ríkjanna, Bashar al-Assad og Emil Lahoud, hittust á fundi í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Erlent 13.10.2005 18:52
Sæmi og Fischer hittust Sæmundur Pálsson og Bobby Fischer felldu báðir tár þegar þeir hittust loks aftur eftir rúmlega þrjátíu ár á staðnum þar sem Fischer er í haldi í innflytjendabúðum yfirvalda í Japan. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar endurfundir þeirra urðu loks að veruleika eftir langa bið. Innlent 13.10.2005 18:52
Gefa út falsaða reikninga fyrir fé Dæmi eru um að menn taki þóknun fyrir að gefa út falsaða launareikninga í þeim tilgangi að leika á skattayfirvöld. Innlent 13.10.2005 18:52
Taka lítið mark á Sýrlandsforseta Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar taka lítið mark á loforði forseta Sýrlands um brottflutning sýrlenskra hersveita frá Líbanon og segja löngu kominn tíma á raunverulegar efndir. Erlent 13.10.2005 18:52
Nýtt merki nýs skóla Búist er við því að nemendur Háskólans í Reykjavík verði nálægt 2.500 talsins þegar hann tekur til starfa við skólasetningu 19. ágúst. Þá sameinast formlega Háskólinn í Reykjavík og Tækniháskóli Íslands. Innlent 13.10.2005 18:52
Forval hafið vegna Háskólatorgs Háskóli Íslands hefur fengið grænt ljós á forval vegna gerðar svokallaðs Háskólatorgs, þjónustumiðstöðvar stúdenta sem tengja á byggingar háskólasvæðisins. Í forvalinu eru valdir hópar sem fá að skila inn tilboðum í verkið. Innlent 13.10.2005 18:52
Fundu leifar tvífættrar veru Leifar tvífættrar veru sem var uppi fyrir um fjórum milljónum ára hafa fundist í Eþíópíu. Ef rétt reynist er um að ræða elstu tvífættu veru sem sérfræðingar hafa greint og kann að breyta miklu um kenningar manna um uppruna mannsins. Ökklabein er talið sýna að veran gekk upprétt. Erlent 13.10.2005 18:52
Eldurinn virðist slokknaður Eldurinn í olíuflutningaskipinu Fjord Champion við suðurstrendur Noregs virðist dáinn út. Skipið verður dregið að landi þar sem olíunni verður dælt af skipinu og skemmdir kannaðar. Erlent 13.10.2005 18:52
Landbúnaðarverðlaunin afhent Garðyrkjustöðin Melar við Flúðir, ábúendur í Sveinungsvík í Þistilfirði og félagsbúendur á Helgavatni í Borgarfirði fengu í dag landbúnaðarverðlaunin árið 2005 á Búnaðarþingi sem fram fór á Hótel Sögu. Innlent 13.10.2005 18:52
Vona að eldurinn hafi dáið út Engar eldtungur sáust í morgun leika frá olíuflutningaskipinu Fjord Champion við suðurstrendur Noregs og gera menn sér vonir um að eldurinn sem þar kviknaði í fyrrakvöld hafi dáið út. Enn rýkur úr skipinu. Eftir nokkrar klukkustundir ætti að vera mögulegt að fara um borð, en tveir dráttarbátar halda skipinu kyrru. Erlent 13.10.2005 18:52
Kjötbollur af kvöldverðarborðinu Kjúklingur og kjötsósa virðast hafa tekið við af kjötbollum sem vinsælasti kvöldmaturinn í Danmörku. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem matvælastofnun Danmerkur gerði nýverið og fjallað er um í danska blaðinu <em>Politiken</em>. Erlent 13.10.2005 18:52
Aðskilnaður kristilegt baráttumál Séra Hjörtur Magni Jóhannsson og Magnús Axelsson voru um helgina kjörnir í stjórn SARK, samtaka um aðskilnað ríkis og kirkju, en þeir eru fulltrúar Fríkirkjunnar. "Okkur var boðin þátttaka," segir Hjörtur, en hann hefur ekki starfað áður á vettvangi samtakanna. Innlent 13.10.2005 18:52
Herör skorin upp gegn klámi Borgaryfirvöld í Moskvu eru búin að fá nóg af siðspillingunni sem þau telji að einkenni borgina og hafa sagt kynlífsleikfangabúðum stríð á hendur. Erlent 13.10.2005 18:52
Afleysingalöggur fundu dóp 20 grömm af hassi, 10 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni fundust í bifreið í Hafnarfirði í fyrrinótt. Tveir menn voru teknir í yfirheyrslur en sleppt að þeim loknum og telst nú málið upplýst. Mennirnir þóttu hegða sér grunsamlega þegar lögreglan hafði afskipti af þeim við hefðbundið eftirlit og var því leitað í bílnum. Innlent 13.10.2005 18:52
Tugmilljarða munur á vaxtagreiðslu Íslenskar fjölskyldur greiða vikulega milljarði meira en norskar vegna verðtryggingar lána, segir Gunnar Örn Örlygsson, þingmaður Frjálslynda flokksins. Á landsþingi flokksins um helgina var samþykkt ályktun sem kvað á afnám verðtryggingar lána. Samskonar ályktun var samþykkt á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir skömmu. Innlent 13.10.2005 18:52
Segir árásina fyrirvaralausa Ítalska blaðakonan Giuliana Sgrena, sem særðist í skotárás bandarískra hermanna, nýfrelsuð úr höndum mannræningja, segir að hermennirnir hafi skotið fyrirvara- og viðvörunarlaust á bílinn. Árásin hefur aukið andstöðu á Ítalíu við Íraksstríðið og spennu milli Rómar og Washington. Erlent 13.10.2005 18:52
Blóð má greina löngu eftir verknað Íslenskir sérfræðingar í glæparannsóknum hafa sýnt fram á að hægt er að greina blóð utandyra í mismunandi jarðvegi löngu eftir ofbeldisverknað, jafnvel hálfu öðru ári síðar. Ómar Pálmason, rannsóknarlögreglumaður hjá tæknideild lögreglunnar, segir í Morgunblaðinu í dag að þessar niðurstöður hans og Þóru Steffensen réttarmeinafræðings hnekki hugmyndum færustu réttarvísindamanna heims um að þetta sé ógerlegt. Innlent 13.10.2005 18:52
Íraksþing kemur saman 16. mars Fyrsti fundur hins nýkjörna þjóðþings Íraks verður þann 16. mars næstkomandi. Standa vonir til þess að búið verði að mynda nýja ríkisstjórn fyrir fundinn. Sjítar hafa tilnefnt Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra, en þeir fengu flest atkvæði í kosningunum. Erlent 13.10.2005 18:52
Brottflutningur hefst á morgun Sýrlendingar hefjast handa á morgun við að flytja hluta hersveita sinna frá Líbanon. Bandaríkjamenn gefa lítið fyrir loforðin og krefjast þess að allar erlendar hersveitir hverfi brott úr landinu strax. Erlent 13.10.2005 18:52
Segir kúvent í flugvallarmáli Oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segir samkomulag við samgönguráðherra sýna að borgarstjóri hafi kúvent í flugvallarmálinu. Borgarstjóri segir að aðeins sé um minnisblað að ræða sem skuldbindi ekki borgina. Innlent 13.10.2005 18:52
Tafir vegna færslu Hringbrautar Umferð verður hleypt á nýju Hringbrautina í áföngum í byrjun sumars. Búist er við töluverðum umferðartöfum á svæðinu vegna færslu brautarinnar. Innlent 13.10.2005 18:52
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti