Fréttir

Fréttamynd

Skaut tveggja ára bróður sinn

Tveggja ára bandarískur drengur liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi eftir að fjögurra ára bróðir hans skaut á hann úr byssu móður þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Engin merki um stökkbreytta veiru

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segist ekki enn hafa séð nein merki þess að fuglaflensuveiran hafi stökkbreyst svo hún geti smitast á milli manna. Ríkisstjórnir margra ríkja eru samt þegar farnar að birgja sig upp af lyfjum til að reyna að verjast faraldri, brjótist hann út.

Erlent
Fréttamynd

Lenti í ís og landaði í Hafnarfirð

Hafís, ískrapi og afspyrnuslæmt veður varð til þess að áhöfn frystitogarans Víðis EA varð frá að hverfa þegar hún ætlaði að landa afla sínum á Akureyri í fyrrakvöld. Togarinn var að koma af veiðum í Barentshafi með fullfermi af þorskflökum, alls 1220 tonn.

Innlent
Fréttamynd

Tíu tíma bið á Kastrup

Tíu manns þurftu að bíða í tíu tíma á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn í gær vegna bilunar í vél Iceland Express. Um 100 manns áttu pantað flug með vélinni klukkan 12:15 að staðartíma en 90 fengu far með vél Icelandair sem fór rétt fyrir tvö, að sögn Sigurðar Karlssonar hjá Iceland Express.

Innlent
Fréttamynd

Loftslagsbreytingar valda bráðnun

Jöklar í Himalajafjallgarðinum bráðna nú á ógnarhraða sökum loftslagsbreytinga. Þessi bráðnun getur á næstu áratugum leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna.

Erlent
Fréttamynd

Ósáttir við skilmála

Það er einkennilegt að skilmálar útboða séu hafðir þannig að þeir auðveldi að verk flytjist úr landi. Þetta er mat Guðmundar Tulinius, forstjóra Slippstöðvarinnar á Akureyri en Slippstöðin er ein af þeim skipasmíðastöðvum sem buðu í endurbætur á varðskipunum Tý og Ægi.

Innlent
Fréttamynd

Hóta að beita Taívana hervaldi

Kínverska þjóðþingið samþykkti í gær lög sem heimila að hervaldi verði beitt reyni Taívanar að ganga lengra en orðið er í átt til formlegs sjálfstæðis. Kínverski forsetinn Hu Jintao skipaði Kínaher á sunnudag að vera undir átök búinn. Þessi valdbeitingarhótun kínverskra stjórnvalda í garð Taívana hefur kallað fram sterk viðbrögð víða um heim.

Erlent
Fréttamynd

Frumvarp um RÚV lagt fram í dag

Mikilla breytinga er að vænta á lögum um rekstur Ríkisútvarpsins með nýju frumvarpi sem stjórnarflokkarnir samþykktu í gær. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra greindi frá frumvarpinu í utandagskrárumræðum um málefni Ríkisútvarpsins í gær.

Innlent
Fréttamynd

Vorinu feykt á brott

Færeyingar hugðust fagna komu vorsins á laugardaginn var en þær áætlanir fóru hins vegar út um þúfur þegar versta stórhríð vetrarins gekk yfir eyjarnar.

Erlent
Fréttamynd

Herlögum mótmælt í Nepal

Hundruð mótmælenda voru handtekin í Nepal í gær í miklum óeirðum sem geisuðu um landið. Fólkið mótmælti neyðarlögunum sem Gyanendra konungur landsins setti í síðastliðnum mánuði en þau takmarka stórlega borgaraleg réttindi.

Erlent
Fréttamynd

Hafa samþykkt frumvarp um RÚV

Þingflokkar stjórnarflokkanna hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði frá þessu nú áðan í utandagskrárumræðu á Alþingi um málefni Ríkisútvarpsins. Sagðist Þorgerður Katrín vona að frumvarpið yrði tekið til fyrstu umræðu á Alþingi síðar í þessari viku.

Innlent
Fréttamynd

Domingo ánægður með tónleikana

Stórsöngvarinn Placido Domingo er ánægður með tónleikana sem fram fóru í Egilshöll í gærkvöldi. Þar tók þessi mikli söngvari lag Inga T. Lárussonar við ljóð Jónasar Hallgrímssonar, <em>Ég bið að heilsa</em>.

Innlent
Fréttamynd

Snarpur skjálfti á Vestur-Indlandi

Jarðskjálfti upp á 4,7 stig skók jörðina í bænum Koyna á Vestur-Indlandi í morgun. Skjálftans varð einnig vart í Bombay sem er 200 kílómetrum norðar. Lögregla í Bombay segir þó skjálftann ekki hafa valdið neinum skemmdum á mannvirkjum.

Erlent
Fréttamynd

Vilja ekki rífa hús við Laugaveg

Vinstri - grænir í Reykjavík hvetja til þess í ályktun sem þeir hafa sent frá sér að hugmyndir um að rífa hús við Laugaveg verði endurskoðaðar. Á félagsfundi á laugardag var samþykkt ályktun þar sem kemur m.a. fram að ýmis húsanna sem standi til að rífa hafi varðveislu- og menningarsögulegt gildi.

Innlent
Fréttamynd

Börn til sölu

Munaðarleysingjahæli í Nígeríu hefur verið lokað vegna grunsemda um að þar hafi farið fram sala á börnum.

Erlent
Fréttamynd

Hafísinn þéttist

Hafís við Norðurland mun þéttast töluvert, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur. Þetta stafar af norðaustanáttinni sem ræður ríkjum þessa dagana. Litlar líkur eru þó á því að meiri ís bætist við þann sem fyrir er heldur fari ísinn sína leið suður Grænlandssund.

Innlent
Fréttamynd

Umferðartafir vegna tónleika

Miklar umferðartafir urðu við Egilshöll í gærkvöld þegar þúsundir manna streymdu þangað til að hlýða á tónleika spænska tenórsins Placido Domingo. Þegar verst lét lá bílaröð frá höllinni og niður undir Ártúnsbrekku. Að sögn lögreglu gekk umferðin þó áfallalaust fyrir sig en seinkun varð á tónleikunum af þessum sökum.

Innlent
Fréttamynd

Vonast eftir enn meiri hræringum

"Það er spurning hvort um skammgóðan vermi eða langvarandi tryggt vöruverð sé að ræða," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, spurður um verðstríð matvælaverslana. Hann segir neytendur hagnast en það sé spurning hvernig stríðinu ljúki, hvort þetta sé einungis fyrsta lota af mörgum.

Innlent
Fréttamynd

Gert verði við varðskip hér heima

Samtök iðnaðarins lýsa miklum vonbrigðum yfir að enn skuli gengið fram hjá íslenskum skipasmíðastöðvum og samið við stöð í Póllandi vegna viðgerða á varðskipunum Landhelgisgæslunnar. Skorað er á ráðherra að taka af skarið og beita sér fyrir því að viðgerðir varðskipanna fari fram hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Haradinaj segist saklaus

Ramus Haradinaj, fyrrverandi forsætisráðherra Kosovo, lýsti sig saklausan af ákærum um morð, nauðganir og nauðungarflutninga á Serbum þegar hann kom fyrir Alþjóðastríðsglæpadómstólinn í Haag í morgun. Haradinaj er ákærður fyrir að hafa framið þessa glæpi sem leiðtogi uppreisnarmanna í Kosovo á árunum 1998 og 1999.

Erlent
Fréttamynd

Írak verður sambandsríki

Kúrdar og sjíar hafa í meginatriðum náð saman um skipan nýrrar ríkisstjórnar Íraks en stjórnlagaþing landsins kemur saman í fyrsta sinn á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Óvíst með samruna félaganna

Pálmi Haraldsson, annar tveggja aðaleigenda lágfargjaldaflugfélagsins Iceland Express, segir að viðræður um kaup á norræna flugfélaginu Sterling hafi staðið yfir síðan á síðari hluta síðasta árs. Hann vill ekki tjá sig um hvort stefnt sé að samruna félaganna og segir uppsagnir ekki á döfinni til að hagræða í rekstri þeirra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Segjast ekki vinna með Auðuni

Fréttamenn á fréttastofu útvarps hóta að vinna ekki með Auðuni Georg Ólafssyni komi hann til starfa sem fréttastjóri. Fréttamenn ítrekuðu jafnframt vantraust sitt á Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra á fundi sem þeir héldu í kvöld. Ummæli hans í Kastljósviðtali segja þeir til marks um fádæma vanvirðingu við störf fréttamanna.

Innlent
Fréttamynd

Harðvítugar deilur við Taívanssund

Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði.

Erlent
Fréttamynd

Börnum með átröskun fjölgar

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir fíla drepnar árlega

Talið er að 6.000-12.000 afrískir fílar falli á hverju ári fyrir byssum veiðþjófa. Fílabein gengur kaupum og sölum á svarta markaðnum í Súdan og eru Kínverjar stórtækir í fílabeinskaupum.

Erlent
Fréttamynd

Lyfjakostnaður gæti verið lægri

Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Líflátnir fyrir morð og rán

Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir ráðningaraðferðir úreltar

Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mál Fischers inn á Japansþing

Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð.

Erlent