Fréttir

Fréttamynd

Mega ráðast gegn Taívan

Kínverska þingið samþykkti í nótt lög sem kveða á um að Kínverjar megi beita Taívan hernaðaraðgerðum ef landið lýsir formlega yfir sjálfstæði. Forseti Kína staðfesti lögin nokkrum mínútum eftir samþykki þingsins. Þegar frumvarpið var lagt fram í síðustu viku heyrðust strax háværar gagnrýnisraddir frá Bandaríkjunum og eins stjórnvöldum í Taívan.

Erlent
Fréttamynd

Yfirvöld íhuga að banna mótmæli

Fjölmennustu mótmæli í sögu Líbanons fóru fram í dag þegar tæp milljón andstæðinga Sýrlendinga gekk um götur höfuðborgarinnar. Yfirvöld í Líbanon virðast hins vegar hafa fengið nóg af þessari borgarabyltingu og íhuga að setja hömlur á frekari mannsöfnuði.

Erlent
Fréttamynd

Hjó næstum höfuðið af manni

Fólskuleg morðárás var gerð í Lundúnum í morgun þegar karlmaður réðst á annan mann með öxi og hjó næstum af honum höfuðið. Lögregla var kölluð á vettvang í svokölluðu Swiss Cottage hverfi, sem er ríkmannlegt hverfi í norðvesturhluta borgarinnar en þá höfðu vegfarendur þegar skorist í leikinn. Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum en ekki er vitað hvað honum gekk til.

Erlent
Fréttamynd

Semja við ríkið

Félag starfsmanna stjórnarráðsins og Starfsmannafélag Ríkisútvarpsins skrifuðu undir kjarasamninga við ríkið um helgina. Eftir því sem segir á heimasíðu BSRB eru samningarnir á svipuðum rótun og samningur SFR við ríkið.

Innlent
Fréttamynd

Fái ekki lengur næringu í æð

Miklar deilur hafa spunnist í Flórída vegna dómsúrskurðar um að hætta beri að gefa heiladauðri konu næringu í æð. Dómurinn komst á föstudaginn að þessari niðurstöðu því að útséð væri með að hún myndi nokkru sinni ná sér. Foreldrar konunnar og trúarhópar á svæðinu berjast hins vegar fyrir því að dómnum verði hnekkt því að konan bregðist við því sem sagt sé við hana og að hún grínist meira að segja af og til.

Erlent
Fréttamynd

Múrinn vekur ugg

Stærsta landnemabyggð Vesturbakkans mun falla innan aðskilnaðarmúrs Ísraelsmanna, Palestínumönnum til mikillar armæðu. Ariel Sharon forsætisráðherra lagði í gær blessun sína yfir endanlegar áætlanir um staðsetningu múrsins.

Erlent
Fréttamynd

Bannað að afla fjár

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað Sinn Fein, stjórnmálaarmi Írska lýðveldishersins IRA, að afla fjár þar í landi. Ákvörðunin var tekin vegna grunsemda um þátttöku IRA í skipulagðri glæpastarfsemi.

Erlent
Fréttamynd

Hætta á vatnsskorti hjá milljónum

Bráðnun jökla í Himalajafjallgarðinum í Asíu á næstu áratugum gæti leitt til vatnsskorts hjá mörg hundruð milljónum manna. Í skýrslu frá nefnd sem rannsakar breytingar á loftslagi í heiminum kemur fram að gríðarleg flóð gætu orðið í Kína, Nepal og á Indlandi vegna bráðnunar stórra jökla á næstu áratugum.

Erlent
Fréttamynd

Kaupa flugfélagið Sterling

Eigendur Iceland Express hafa fest kaup á norræna lágfargjaldaflugfélaginu Sterling. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag. Pálmi Haraldsson, annar aðaleigenda Iceland Express, segir í viðtali við blaðið að kaupverðið hafi verið um 5 milljarðar króna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sádar vilja auka olíuframleiðslu

Sádi-Arabar hafa mælt með því við önnur OPEC-ríki að framleiðsla á olíu verði aukin til að lækka verð á henni, en það hefur sjaldan verið hærra en um þessar mundir. Fulltrúar olíuframleiðsluríkjanna hittast á fundi á miðvikudag en á honum hyggjast Sádar leggja til að framleiðslan verði aukin um tvö prósent, í 27,5 milljónir tunna á dag.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Gæslan sótti slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út rétt fyrir klukkan eitt í dag. Hún fór að sækja sjómann sem slasast hafði á hendi um borð í skipinu Björgvini EA, sem statt var 15 mílur suðvestur af Meðallandssandi. Þyrlan lenti svo með sjúklinginn við Borgarspítalann skömmu fyrir klukkan fjögur.

Innlent
Fréttamynd

Neita að vinna með Auðuni Georg

„Við störfum ekki með honum,“ segir formaður Félags fréttamanna um Auðun Georg Ólafsson. Fréttamenn eru mjög reiðir útvarpsstjóra og telja hann hafa vegið að starfsheiðri sínum í Kastljóssviðtali í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Harðvítugar deilur við Taívanssund

Enn og aftur er allt hlaupið í bál og brand á milli stjórnvalda í Kína og Taívan eftir að kínverska þingið samþykkti í morgun lög sem heimila innrás í Taívan, lýsi landið yfir sjálfstæði.

Erlent
Fréttamynd

Börnum með átröskun fjölgar

Barna- og unglingageðdeild Landspítalans þurfti að fást við tvöfalt til þrefalt fleiri tilfelli átröskunar í fyrra en næstu ár á undan. Nýjar beiðnir vegna sjúkdómsins hafa verið tíu til fimmtán á ári að meðaltali þar til á síðasta ári þegar þær voru þrjátíu talsins. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Þúsundir fíla drepnar árlega

Talið er að 6.000-12.000 afrískir fílar falli á hverju ári fyrir byssum veiðþjófa. Fílabein gengur kaupum og sölum á svarta markaðnum í Súdan og eru Kínverjar stórtækir í fílabeinskaupum.

Erlent
Fréttamynd

Lyfjakostnaður gæti verið lægri

Ætla má að greiðslur almannatrygginga hefðu verið ríflega þremur milljónum króna lægri dag hvern allt síðasta ár ef smásöluverð lyfja væri það sama hér á landi og í Danmörku. Samt hefur kostnaður Tryggingastofnunar vegna söluhæstu lyfjanna dregist saman á milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Líflátnir fyrir morð og rán

Fjórir Filippseyingar voru líflátnir í dag í Sádi-Arabíu fyrir að hafa myrt og rænt samlanda sinn. Mennirnir voru teknir af lífi í borginni Taif í vesturhluta landsins. Í Sádi-Arabíu eru glæpamenn líflátnir fyrir morð, nauðganir og eiturlyfjasölu og hafa 25 menn verið teknir af lífi í landinu það sem af er árinu.

Erlent
Fréttamynd

Segir ráðningaraðferðir úreltar

Aðferðir við mannaráðningar á Ríkisútvarpinu hafa gengið sér til húðar, segir menntamálaráðherra. Stjórnarflokkarnir hafa samþykkt nýtt frumvarp um Ríkisútvarpið sem verður dreift á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Mál Fischers inn á Japansþing

Stjórnarandstöðuþingmenn í Japan ætla á morgun að krefja stjórnarliða svara við því hvers vegna Bobby Fischer sé enn í haldi þrátt fyrir að hafa uppfyllt öll skilyrði fyrir því að vera sleppt úr haldi. Fischer er aftur kominn í einangrun í gæslufangelsinu eftir átök við fangavörð.

Erlent
Fréttamynd

Aðstoða Afgani í eiturlyfjabaráttu

Íranar hafa boðist til að aðstoða afgönsk stjórnvöld í baráttunni við eiturlyfjasmyglara með því að þjálfa landamæralögreglu og deila með þeim upplýsingum frá leyniþjónustunni. Þúsundir íranskra starfsmanna hafa látið lífið í átökum við eiturlyfjasmyglara á landamærum Írans og Afganistans síðustu tvo áratugina.

Erlent
Fréttamynd

Múslímar á lista hægriöfgaflokks

Stærsti hægriöfgaflokkur Belgíu hyggst stilla upp múslímum á framboðslistum sínum í stærstu borgum landsins í sveitastjórnarkosningum sem haldnar verða á næsta ári. Talsmaður flokksins segir að margir hófsamir múslímar styðji stefnu flokksins þar sem þeim ofbjóði öfgastefna bókstafstrúarmanna á meðal múslíma.

Erlent
Fréttamynd

Jörð skelfur í Tyrklandi

Jarðskjálfti sem mældist 5,9 á Richter reið yfir austur Tyrkland í nótt. Fréttir hafa borist af skemmdum á mannvirkjum en engar fregnir eru af mannskaða. Skjálftinn reið yfir klukkan tvö að íslenskum tíma og nú þegar eru hjálparstofnanir komnar á svæðið að dreifa tjöldum og öðrum hjálpargögnum. Kveikt hafa verið bál víða til að ylja heimilislausum þar sem frost er á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Sjálfkjörið í stjórn SÍF

Sjálfkjörið er í stjórn Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda á aðalfundi félagsins á föstudag, en til stendur að fækka stjórnarmönnum úr sjö í fimm. Í tilkynningu frá SÍF kemur fram að Ólafur Ólafsson, núverandi stjórnarformaður, og stjórnarmennirnir Aðalsteinn Ingólfsson og Guðmundur Hjaltason bjóði sig áfram fram, en Hartmut M. Krämer, stjórnarmaður Kingfisher plc, Toupargel SA og Herlitz AG, og Nadine Deswasiere, framkvæmdastjóri hjá Nestlé í Frakklandi, koma væntanlega ný inn í stjórnina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hagvöxtur eykst milli ára

Hagvöxtur var 5,2 prósent í fyrra samkvæmt áætlun Hagstofunnar. Þetta er einu prósentustigi meiri hagvöxtur en árið 2003. Einkaneysla jókst hins vegar um 7,5 prósent og fjárfestingar um tæp 13 prósent sem leiddi til 70 milljarða króna viðskiptahalla.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Domingo í skýjunum með tónleika

Á fimmta þúsund manna hlýddu á stórsöngvarana Placido Domingo og Önu Mariu Martinez á tónleikum þeirra í Egilshöll í gærkvöld. Skipuleggjandi tónleikanna segir Domingo hafa verið í skýjunum yfir móttökum Íslendinga.

Innlent
Fréttamynd

Ræðir við Markús um ráðningu

Fundur hófst klukkan tíu hjá þeim Jóni Gunnari Grjetarssyni, formanni Félags fréttamanna, og Markúsi Erni Antonssyni útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Jón Gunnar sagði í samtali við fréttastofu Bylgjunnar rétt fyrir klukkan tíu að á fundinum yrði hnykkt á þeim kröfum sem fram koma í ályktunum fréttamanna í kjölfar ráðningar Auðuns Georgs.

Innlent
Fréttamynd

Viðgerðir fari fram hér á landi

Félag járniðnaðarmanna krefst þess að stjórnvöld beiti sér fyrir því að viðgerðir á varðskipunum Tý og Ægi fari fram hér á landi. Ríkiskaup hafa ákveðið að ganga til samninga við pólska skipasmíðastöð um viðgerðirnar, en hún átti lægsta tilboðið í útboði sem haldið var á Evrópska efnahagssvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Engin umboðslaun vegna varðskipa

Atlas Ísaga hf., sem hefur einkaumboð fyrir pólsku skipasmíðastöðina Morska hér á landi, aðstoðaði fyrirtækið ekki við útboðsgögn. en í þetta skiptið fóru útboðsgögn ekki utan með milligöngu umboðsins og fær íslenska fyrirtækið því ekki umboðslaun. Grímur Gíslason framkvæmdastjóri Atlas segir það mjög óvanalegt. 

Innlent
Fréttamynd

Hafa ekki enn myndað ríkisstjórn

Ekki hefur enn náðst samkomulag um myndun nýrrar ríkisstjórnar í Írak. Nýkjörið þing í landinu kemur í fyrsta skipti saman á miðvikudaginn en Kúrdar og sjítar, sem hlutu yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í nýafstöðnum kosningum, eiga enn eftir að ná saman.

Erlent