Fréttir Þrír meirihlutar á kjörtímabili Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. Innlent 13.10.2005 18:56 Íraksstríð upphaf lýðræðisbylgju? Stríðið í Írak var frá upphafi umdeilt og alþjóðlegar deilur um réttmæti þess hafa staðið undanfarin tvö ár eða svo. En nú er svo komið að jafnvel hörðustu gagnrýnendur stríðsrekstursins hugsa sitt mál og velta því óhugsanlega fyrir sér hvort stríði hafi verið besta mál. Ástæða þessara vangaveltna eru atburðir undanfarinna vikna, frá kosningunum í Írak í lok janúar. Erlent 13.10.2005 18:56 Misjafnlega tekið á verkamönnum Mismunandi er á milli landshluta hvernig tekið er á málum erlendra verkamanna sem ráðnir eru með þjónustusamningi í gegnum starfsmannaleigur og hafa ekki atvinnuleyfi. Á Snæfellsnesi er vinna þeirra stöðvuð en ekki á Austurlandi. Innlent 13.10.2005 18:56 Óttast mikil flóð í Austur-Evrópu Stjórnvöld í Tékklandi, Póllandi og austurhluta Þýskalands óttast að nokkur fljót flæði yfir bakka sína á næstu dögum vegna mikilla rigninga og bráðnandi snjóalaga. Flutningur fólks af hættusvæðum er þegar hafinn og óttast er að tveir unglingspiltar í Póllandi hafi þegar látið lífið vegna vatnavaxta. Erlent 13.10.2005 18:56 Nýr meirihluti á Blönduósi "Viðræður okkar gengu eins í sögu og engin snurða hljóp á þráðinn," segir Ágúst Þór Bragason, nýráðinn formaður bæjarráðs Blönduóss, en myndaður hefur verið nýr meirihluti í bænum. Er þar um að ræða samstarf D-lista Sjálfsstæðismanna og H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:56 Tímasprengja sprakk í Pakistan Tímasprengja sprakk seint í gær við helgidóm múslíma í suðvesturhluta Pakistans og að minnsta kosti 29 manns eru látnir og margir slasaðir. Yfirvöld telja ekki að hryðjuverkasamtök hafi verið þar að verki heldur sé um hatrammar fjölskyldudeilur að ræða. Erlent 13.10.2005 18:56 Rice varar við vopnasölu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær í skyn að evrópskar ríkisstjórnir sýndu óábyrga háttsemi færi svo að þær seldu hátæknivopnabúnað til Kína, þar sem þeim búnaði yrði hugsanlega einn góðan veðurdag beitt gegn bandaríska Kyrrahafsheraflanum. Erlent 13.10.2005 18:56 Notuðu lík í árekstrartilraunum Tækniháskólinn í Graz í Austurríki notaði mannslík í staðinn fyrir hefðbundnar dúkkur í árekstrartilraunum sem hann gerði fyrir Evrópusambandið í tæplega áratug. Fjölmiðlar í Austurríki hafa flett ofan af þessu og hefur þetta valdið miklu fjaðrafoki í landinu. Erlent 13.10.2005 18:56 Hart deilt á lóðaúthlutun Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:56 Hætta við myndatökur "Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Innlent 13.10.2005 18:56 Afpláni skemmri dóma heima hjá sér Dómsmálaráðherra Danmerkur, Lene Espersen, ætlar að leggja fram tillögu á hausti komanda um að ungir menn sem lenda í slagsmálum og öðrum vandræðagangi í ölæði fái að afplána refsingu vegna afglapa sinna heima hjá sér í stað þess að þurfa að sitja í fangelsi. Munu þeir þurfa að ganga með rafrænan hlekk um ökklann sem fer í gang ef þeir fara lengra frá heimili sínu en nokkra tugi metra. Erlent 13.10.2005 18:56 Íslensku sumrin nógu köld Íslensku sumrin eru mátulega köld til að vetrarblóm nái að blómstra. Innlent 13.10.2005 18:56 Náttúrufræðingar semja við ríkið Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði í fyrradag nýjan kjarasamning við ríkið. Hann gildir frá 1. mars í ár til 30. apríl 2008 og var undirritaður með fyrivara um samþykki félagsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir að áfangahækkanir samningsins séu á svipuðum nótum og samið hefur verið um hjá öðrum félögum BHM. Innlent 13.10.2005 18:56 Bush styttir frí vegna deilna George Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að stytta frí sem hann er í og snúa aftur til Washington til þess að vera tilbúinn að undirrita lög sem kveða á um að halda eigi lífi í heiladauðri konu í Flórída. Miklar deilur hafa verið um málið í Bandaríkjunum en þar er tekist á um hvort hinni fjörutíu og eins ár Terri Schiavo skuli leyft að deyja eða hvort halda eigi henni á lífi. Erlent 13.10.2005 18:56 Tíu ár frá sarínárás í Tókýó Japanar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá einhverri stærstu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu þegar meðlimir ofsatrúarreglu dreifðu taugagasi í lestarvögnum í Tókýóborg. Trúarreglan starfar enn. Erlent 13.10.2005 18:56 Handtökur í Madríd-tilræðismáli Breska lögreglan greindi frá því á laugardag að hún hefði handtekið mann sem var eftirlýstur á Spáni vegna gruns um að hafa verið viðriðinn lestarsprengjutilræðið í Madríd fyrir ári, sem kostaði 191 mann lífið. Spænska lögreglan handtók bróður hans á föstudag. Bræðurnir kváðu vera frá Sýrlandi. Erlent 13.10.2005 18:56 Dýrahræjum hent á almannafæri "Það er eins og einhver sé að færa fórnir hérna að næturlagi," segir Einar Pálmi Árnason. Hann hefur ítrekað komið að dýrahræjum og innyflum á opnu svæði nærri Réttarholtsskóla að undanförnu. Nú síðast fann hann rolluhræ sem skilið hafði verið eftir á svæðinu. Lögreglan fékk starfsmenn borgarinnar til að fjarlægja hræið. Innlent 13.10.2005 18:56 Stofna hagsmunasamtök Starfsmenn á fasteignasölum telja að starfsheiðri sínum vegið og lítið gert úr þekkingu sinni, starfsreynslu og menntun með þeirri stefnu löggiltra fasteignasala að þeir einir sem hafi löggildingu fái að sinna fasteignasölu og ráðgjöf. Innlent 13.10.2005 18:56 Um 21.000 fallnir í Írak Nítján þúsund óbreyttir borgarar fallnir. Á annað þúsund hermanna liggur í valnum. Eftir tveggja ára stríð og átök hafa engin gereyðingarvopn fundist í Írak en George Bush segir Bandaríkin samt öruggari fyrir vikið og bendir á kosningarnar sem nýja byrjun í Miðausturlöndum. Erlent 13.10.2005 18:56 Einn fékk lottóvinninginn Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu og fær fjórfaldan pott, tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 3 - 5 - 20 - 24 - 33. Bónustalan var 23. Innlent 13.10.2005 18:56 Palestínumenn taka við Tulkarm Palestínumenn taka við öryggisgæslu af Ísraelum í borginni Tulkarm á Vesturbakkanum á morgun. Þetta sagði varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, í dag. Palestínstínskar öryggsisveitir tóku við gæslu í borginni Jeríkó á miðvikudaginn var en alls munu þær taka við fimm borgum á Vesturbakkanum af ísraelskum hersveitum samkvæmt samkomulagi sem þjóðirnar gerðu í Egyptalandi í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56 Páfi messaði ekki á pálmasunnudag Í fyrsta sinn í 26 ár á páfastóli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á pálmasunnudegi, en hann er enn að jafna sig eftir erfið veikindi sem herjuðu á hann í þessum og síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56 Ekki til skoðunar á Íslandi "Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 13.10.2005 18:56 Bensínið hækkar Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56 Náðu að lama krabbameinsfrumur Vísindamenn hafa fundið aðferð til að lama krabbameinsfrumur og fá þær einfaldlega til að fremja sjálfsmorð. Þessar niðurstöður eru kynntar í hinu virta tímariti <em>Genes and Development</em>. Það voru vísindamenn við dönsku krabbameinsvarnamiðstöðina sem gerðu þessa uppgötvun. Erlent 13.10.2005 18:56 Kosningar fara fram 18. september Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað til 18. september og fara fram um leið og héraðskosningar í landinu. Frá þessu greindi formaður yfirkjörstjórnar fyrr í dag. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en var frestað þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Erlent 13.10.2005 18:56 Bosníu-Serbi til Haag Vinko Pandurevic, sem var háttsettur hershöfðingi í her Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992-1995, verður framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag í vikunni, að því er yfirvöld í Serbíu greindu frá í gær. Erlent 13.10.2005 18:56 Ál er ekki nóg Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað. Innlent 13.10.2005 18:56 Sænsk lögregla skaut mann Sænskur lögreglumaður skaut tuttugu og tveggja ára gamlan mann til bana í íbúðarhúsi í bænum Lindesberg við Örebro í Mið-Svíþjóð. Erlent 13.10.2005 18:56 Hollendingar efast um Wolfowitz Fjármálaráðherra Hollands hefur hreyft mótmælum við tilnefningu Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í stöðu bankastjóra Alþjóðabankans og segir að það færi best á því að tilnefna fleiri en einn í stöðuna. Það vakti mikla undrun og viðbrögð þegar Bush tilnefndi Wolfowitz enda er hann einna þekktastur fyrir harðlínuafstöðu sína í Íraksstríðinu en litlum sögum hefur hins vegar farið af afstöðu hans til þróunarmála. Erlent 13.10.2005 18:56 « ‹ ›
Þrír meirihlutar á kjörtímabili Nýr meirihluti hefur verið myndaður í bæjarstjórn Blönduóss, sá þriðji á kjörtímabilinu. Sjálfstæðismenn og H-listi vinstri manna og óháðra tilkynntu í gærkvöldi að þeir hefðu myndað nýjan meirihluta en fyrri meirihluti H-lista og Á-lista bæjarmálafélagsins Hnjúka sprakk í vikunni. Innlent 13.10.2005 18:56
Íraksstríð upphaf lýðræðisbylgju? Stríðið í Írak var frá upphafi umdeilt og alþjóðlegar deilur um réttmæti þess hafa staðið undanfarin tvö ár eða svo. En nú er svo komið að jafnvel hörðustu gagnrýnendur stríðsrekstursins hugsa sitt mál og velta því óhugsanlega fyrir sér hvort stríði hafi verið besta mál. Ástæða þessara vangaveltna eru atburðir undanfarinna vikna, frá kosningunum í Írak í lok janúar. Erlent 13.10.2005 18:56
Misjafnlega tekið á verkamönnum Mismunandi er á milli landshluta hvernig tekið er á málum erlendra verkamanna sem ráðnir eru með þjónustusamningi í gegnum starfsmannaleigur og hafa ekki atvinnuleyfi. Á Snæfellsnesi er vinna þeirra stöðvuð en ekki á Austurlandi. Innlent 13.10.2005 18:56
Óttast mikil flóð í Austur-Evrópu Stjórnvöld í Tékklandi, Póllandi og austurhluta Þýskalands óttast að nokkur fljót flæði yfir bakka sína á næstu dögum vegna mikilla rigninga og bráðnandi snjóalaga. Flutningur fólks af hættusvæðum er þegar hafinn og óttast er að tveir unglingspiltar í Póllandi hafi þegar látið lífið vegna vatnavaxta. Erlent 13.10.2005 18:56
Nýr meirihluti á Blönduósi "Viðræður okkar gengu eins í sögu og engin snurða hljóp á þráðinn," segir Ágúst Þór Bragason, nýráðinn formaður bæjarráðs Blönduóss, en myndaður hefur verið nýr meirihluti í bænum. Er þar um að ræða samstarf D-lista Sjálfsstæðismanna og H-lista vinstri manna og óháðra. Innlent 13.10.2005 18:56
Tímasprengja sprakk í Pakistan Tímasprengja sprakk seint í gær við helgidóm múslíma í suðvesturhluta Pakistans og að minnsta kosti 29 manns eru látnir og margir slasaðir. Yfirvöld telja ekki að hryðjuverkasamtök hafi verið þar að verki heldur sé um hatrammar fjölskyldudeilur að ræða. Erlent 13.10.2005 18:56
Rice varar við vopnasölu Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gaf í gær í skyn að evrópskar ríkisstjórnir sýndu óábyrga háttsemi færi svo að þær seldu hátæknivopnabúnað til Kína, þar sem þeim búnaði yrði hugsanlega einn góðan veðurdag beitt gegn bandaríska Kyrrahafsheraflanum. Erlent 13.10.2005 18:56
Notuðu lík í árekstrartilraunum Tækniháskólinn í Graz í Austurríki notaði mannslík í staðinn fyrir hefðbundnar dúkkur í árekstrartilraunum sem hann gerði fyrir Evrópusambandið í tæplega áratug. Fjölmiðlar í Austurríki hafa flett ofan af þessu og hefur þetta valdið miklu fjaðrafoki í landinu. Erlent 13.10.2005 18:56
Hart deilt á lóðaúthlutun Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Innlent 13.10.2005 18:56
Hætta við myndatökur "Okkar mat er að betur má ef duga skal og tillögurnar eru fyrstu skref í þá átt," segir Jónmundur Guðmarsson, bæjarstjóri Seltjarnarness, en bæjarstjórnin hefur lagt línurnar með hvernig sé best að efla innbrotavarnir og öryggi íbúa bæjarfélagsins en tíðni innbrota á Nesinu hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Innlent 13.10.2005 18:56
Afpláni skemmri dóma heima hjá sér Dómsmálaráðherra Danmerkur, Lene Espersen, ætlar að leggja fram tillögu á hausti komanda um að ungir menn sem lenda í slagsmálum og öðrum vandræðagangi í ölæði fái að afplána refsingu vegna afglapa sinna heima hjá sér í stað þess að þurfa að sitja í fangelsi. Munu þeir þurfa að ganga með rafrænan hlekk um ökklann sem fer í gang ef þeir fara lengra frá heimili sínu en nokkra tugi metra. Erlent 13.10.2005 18:56
Íslensku sumrin nógu köld Íslensku sumrin eru mátulega köld til að vetrarblóm nái að blómstra. Innlent 13.10.2005 18:56
Náttúrufræðingar semja við ríkið Félag íslenskra náttúrufræðinga undirritaði í fyrradag nýjan kjarasamning við ríkið. Hann gildir frá 1. mars í ár til 30. apríl 2008 og var undirritaður með fyrivara um samþykki félagsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir að áfangahækkanir samningsins séu á svipuðum nótum og samið hefur verið um hjá öðrum félögum BHM. Innlent 13.10.2005 18:56
Bush styttir frí vegna deilna George Bush Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að stytta frí sem hann er í og snúa aftur til Washington til þess að vera tilbúinn að undirrita lög sem kveða á um að halda eigi lífi í heiladauðri konu í Flórída. Miklar deilur hafa verið um málið í Bandaríkjunum en þar er tekist á um hvort hinni fjörutíu og eins ár Terri Schiavo skuli leyft að deyja eða hvort halda eigi henni á lífi. Erlent 13.10.2005 18:56
Tíu ár frá sarínárás í Tókýó Japanar minnast þess í dag að tíu ár eru liðin frá einhverri stærstu hryðjuverkaárás sem gerð hefur verið í landinu þegar meðlimir ofsatrúarreglu dreifðu taugagasi í lestarvögnum í Tókýóborg. Trúarreglan starfar enn. Erlent 13.10.2005 18:56
Handtökur í Madríd-tilræðismáli Breska lögreglan greindi frá því á laugardag að hún hefði handtekið mann sem var eftirlýstur á Spáni vegna gruns um að hafa verið viðriðinn lestarsprengjutilræðið í Madríd fyrir ári, sem kostaði 191 mann lífið. Spænska lögreglan handtók bróður hans á föstudag. Bræðurnir kváðu vera frá Sýrlandi. Erlent 13.10.2005 18:56
Dýrahræjum hent á almannafæri "Það er eins og einhver sé að færa fórnir hérna að næturlagi," segir Einar Pálmi Árnason. Hann hefur ítrekað komið að dýrahræjum og innyflum á opnu svæði nærri Réttarholtsskóla að undanförnu. Nú síðast fann hann rolluhræ sem skilið hafði verið eftir á svæðinu. Lögreglan fékk starfsmenn borgarinnar til að fjarlægja hræið. Innlent 13.10.2005 18:56
Stofna hagsmunasamtök Starfsmenn á fasteignasölum telja að starfsheiðri sínum vegið og lítið gert úr þekkingu sinni, starfsreynslu og menntun með þeirri stefnu löggiltra fasteignasala að þeir einir sem hafi löggildingu fái að sinna fasteignasölu og ráðgjöf. Innlent 13.10.2005 18:56
Um 21.000 fallnir í Írak Nítján þúsund óbreyttir borgarar fallnir. Á annað þúsund hermanna liggur í valnum. Eftir tveggja ára stríð og átök hafa engin gereyðingarvopn fundist í Írak en George Bush segir Bandaríkin samt öruggari fyrir vikið og bendir á kosningarnar sem nýja byrjun í Miðausturlöndum. Erlent 13.10.2005 18:56
Einn fékk lottóvinninginn Einn var með allar tölur réttar í laugardagslottóinu og fær fjórfaldan pott, tæpar 17 milljónir króna í sinn hlut. Vinningstölur kvöldsins voru 3 - 5 - 20 - 24 - 33. Bónustalan var 23. Innlent 13.10.2005 18:56
Palestínumenn taka við Tulkarm Palestínumenn taka við öryggisgæslu af Ísraelum í borginni Tulkarm á Vesturbakkanum á morgun. Þetta sagði varnarmálaráðherra Ísraels, Shaul Mofaz, í dag. Palestínstínskar öryggsisveitir tóku við gæslu í borginni Jeríkó á miðvikudaginn var en alls munu þær taka við fimm borgum á Vesturbakkanum af ísraelskum hersveitum samkvæmt samkomulagi sem þjóðirnar gerðu í Egyptalandi í síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56
Páfi messaði ekki á pálmasunnudag Í fyrsta sinn í 26 ár á páfastóli messaði Jóhannes Páll páfi ekki á pálmasunnudegi, en hann er enn að jafna sig eftir erfið veikindi sem herjuðu á hann í þessum og síðasta mánuði. Erlent 13.10.2005 18:56
Ekki til skoðunar á Íslandi "Það er himinn og haf milli réttarkerfisins vestanhafs og svo aftur í Evrópu og ég kannast ekki við slíkar umræður hérlendis vegna gjaldþrotamála," segir Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka banka og verðbréfafyrirtækja. Innlent 13.10.2005 18:56
Bensínið hækkar Lítrinn af 95 oktana bensíni hefur hækkað um um það bil tvær krónur og 70 aura hjá stóru olíufélögunum og er ástæðan sögð þróun heimsmarkaðsverðs. Lítrinn kostar nú um 100 krónur og 30 aura í sjálfsafgreiðslutönkum en er sjö til tíu krónum dýrari með þjónustu. Lítrinn af dísilolíu hefur einnig hækkað um svipaða upphæð. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:56
Náðu að lama krabbameinsfrumur Vísindamenn hafa fundið aðferð til að lama krabbameinsfrumur og fá þær einfaldlega til að fremja sjálfsmorð. Þessar niðurstöður eru kynntar í hinu virta tímariti <em>Genes and Development</em>. Það voru vísindamenn við dönsku krabbameinsvarnamiðstöðina sem gerðu þessa uppgötvun. Erlent 13.10.2005 18:56
Kosningar fara fram 18. september Þingkosningum í Afganistan hefur verið frestað til 18. september og fara fram um leið og héraðskosningar í landinu. Frá þessu greindi formaður yfirkjörstjórnar fyrr í dag. Kosningarnar áttu upphaflega að fara fram í október síðastliðnum, um leið og forsetakosningarnar, en var frestað þar sem ekki var hægt að tryggja öryggi kjósenda. Erlent 13.10.2005 18:56
Bosníu-Serbi til Haag Vinko Pandurevic, sem var háttsettur hershöfðingi í her Bosníu-Serba í Bosníustríðinu 1992-1995, verður framseldur til stríðsglæpadómstólsins í Haag í vikunni, að því er yfirvöld í Serbíu greindu frá í gær. Erlent 13.10.2005 18:56
Ál er ekki nóg Iðnaðarráðherra segir að ekki gangi til lengdar að reisa fleiri álver. Nú verði að byggja upp hátækniiðnað. Innlent 13.10.2005 18:56
Sænsk lögregla skaut mann Sænskur lögreglumaður skaut tuttugu og tveggja ára gamlan mann til bana í íbúðarhúsi í bænum Lindesberg við Örebro í Mið-Svíþjóð. Erlent 13.10.2005 18:56
Hollendingar efast um Wolfowitz Fjármálaráðherra Hollands hefur hreyft mótmælum við tilnefningu Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í stöðu bankastjóra Alþjóðabankans og segir að það færi best á því að tilnefna fleiri en einn í stöðuna. Það vakti mikla undrun og viðbrögð þegar Bush tilnefndi Wolfowitz enda er hann einna þekktastur fyrir harðlínuafstöðu sína í Íraksstríðinu en litlum sögum hefur hins vegar farið af afstöðu hans til þróunarmála. Erlent 13.10.2005 18:56