Fréttir

Fréttamynd

Fært fyrir Horn

Siglingaleiðin fyrir Horn hefur opnast á ný, segir Þór Jakobsson veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Landhelgisgæslan flaug yfir Hornstrandir og Norðurland á sunnudag og var þá meginísinn staddur 15 sjómílur norðan af Horni.

Innlent
Fréttamynd

Krytur í Kirgisistan

Forseti Kirgisistans hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á meintum svikum í þingkosningum landsins í febrúarlok. Þúsundir manna flykktust út á götur stærstu borga landsins í gær og kröfðust afsagnar forsetans.

Erlent
Fréttamynd

Aðgerðirnar gerðar hér á landi

Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta sjá nú fram á að geta farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð í útlöndum. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur samkvæmt vefsíðu ráðuneytisins ákveðið að tryggja Landspítalanum fé svo gera megi aðgerðirnar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúa kvörtun til ESA

Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að ný lög um olíugjald, sem taka gildi 1. júlí næstkomandi, feli í sér ólögmæta mismunum á skattlagningu ökutækja. Samtök Iðnaðarins muni væntanlega vísa málinu til eftirlitsstofnunar EFTA, ESA.

Innlent
Fréttamynd

Skæruliðar stráfelldir

Til átaka kom á milli bandarískra hermanna og íraskra uppreisnarmanna skammt utan við Bagdad í gær sem lyktaði með því að 26 skæruliðar voru felldir.

Erlent
Fréttamynd

Dæmdir fyrir vegabréfafölsun

Sex Jemenar voru í morgun dæmdir í tveggja ára fangelsi fyrir að falsa vegabréf og önnur ferðaskjöl í þeim tilgangi að slást í lið með skæruliðum sem berjast gegn hersetuliði Bandaríkjanna í Írak og Afganistan. Fimm menn voru sýknaðir.

Erlent
Fréttamynd

140 umsóknir á fyrsta degi

140 umsóknir bárust í dag um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli, strax á fyrsta degi. Reyna á að slá á eftirspurnina með því að úthluta fyrr en áætlað var lóðum undir 900 íbúðir í landi Úlfarsfells.

Innlent
Fréttamynd

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hallgrímur aftur til Kabúl

Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust.

Innlent
Fréttamynd

Frekari landnemabyggðir boðaðar

Stjórnvöld í Jerúsalem tilkynntu í gær að á næstunni yrðu 3.500 hús reist fyrir landnema á Vesturbakkanum. Allar líkur eru á að ákvörðunin spilli fyrir friðarumleitunum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg.

Erlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Danir á móti skattalækkun

Þrátt fyrir að skattprósentan í Danmörku sé 49,7 prósent, og þar með einhver sú hæsta í heiminum, sýna nýjar skoðanakannanir að meirihluti Dana vill frekar sætta sig við skatthlutfallið en að skattalækkanir bitni á opinberri þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Dómarar lífs og dauða

Vandamenn Terri Schiavo bíða nú milli vonar og ótta eftir að alríkisdómari skeri úr um hvort fjarlægja megi næringarslöngur sem halda lífinu í þessari 41 árs heilaskemmdu konu.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan sveimar yfir Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú komin að Hveravöllum og sveimar þar yfir svæðið í leit að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Lögreglan og landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ásókn í Lambaselslóðir

Alls bárust 136 umsóknir um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Lambaseli í Breiðholti á fyrsta umsóknardegi sem var í gær. Vagnbjörg Magnúsdóttir, deildarfulltrúi á skrifstofu framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar, segir aðsókn í lóðirnar rétt eins og um síðasta dag úthlutunar væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

2000 hafa skrifað undir

Um 2000 manns á Suðurnesjum hafa skráð sig á lista í undirskriftasöfnun vegna kröfu um sólarhringsvakt á skurðstofu Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja.

Innlent
Fréttamynd

Vonbrigði segir viðskiptaráðherra

Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir það mikil vonbrigði að kona skyldi ekki ná kjöri til setu í aðalstjórn Sparisjóðabanka Íslands. 

Innlent
Fréttamynd

1500 ný heimili á Vesturbakkanum

Ísraelsmenn ráðgera að byggja fimmtán hundruð ný heimili fyrir landnema á hernumdu landi á Vesturbakkanum. Tilgangurinn er að tengja eina af stærri landnemabyggðum gyðinga þar við Jerúsalem. Ariel Sharon mun hafa skipað fyrir um byggingu tveggja nýrra hverfa í síðustu viku og er það hluti áætlunar Sharons um „Stór-Jerúsalem“.

Erlent
Fréttamynd

Dómur í Skeljungsráninu þyngdur

Hæstiréttur þyngdi í morgun um hálft ár dóm yfir Stefáni Aðalsteini Sigmundssyni fyrir Skeljungsránið svokallaða sem framið var fyrir áratug. Stefán fékk tveggja ára dóm í héraði en ránið framdi hann ásamt tveimur öðrum við Íslandsbanka í Lækjargötu í febrúar árið 1995.

Innlent
Fréttamynd

Ósamræmi í vinnubrögðum sýslumanna

Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að yfirvöld hafi ekki haft ráðrúm til að hugsa til enda viðbrögð við að útlendingar starfi hér á landi án leyfis. Sýslumenn hafa sinn háttinn á eftir því hvort þeir starfa á Vestur- eða Austurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Sænsk lögregla skaut mann

Sænskur lögreglumaður skaut tuttugu og tveggja ára gamlan mann til bana í íbúðarhúsi í bænum Lindesberg við Örebro í Mið-Svíþjóð.

Erlent
Fréttamynd

Hollendingar efast um Wolfowitz

Fjármálaráðherra Hollands hefur hreyft mótmælum við tilnefningu Pauls Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, í stöðu bankastjóra Alþjóðabankans og segir að það færi best á því að tilnefna fleiri en einn í stöðuna. Það vakti mikla undrun og viðbrögð þegar Bush tilnefndi Wolfowitz enda er hann einna þekktastur fyrir harðlínuafstöðu sína í Íraksstríðinu en litlum sögum hefur hins vegar farið af afstöðu hans til þróunarmála.

Erlent
Fréttamynd

Bílsprengjutilræði í Katar

Yfirvöld í Katar kenndu í gær egypskum ríkisborgara um bílsprengjutilræði á leikhús í Doha um helgina sem varð einum manni að bana. Þrettándanótt Shakespeares var á fjölunum þegar bíl fylltum sprengiefni var ekið á það á laugardagskvöld, með þeim afleiðingum að einn breskur leikhúsgestur dó, auk tilræðismannsins. Tólf manns særðust.

Erlent
Fréttamynd

Búist við þúsundum lóðaumsókna

Búist er við mörg þúsund umsóknum um þrjátíu einbýlishúsalóðir í Reykjavík sem auglýstar voru í dag. Þrátt fyrir stranga skilmála er mikill slagur um lóðirnar, til dæmis auglýsir fjölskylda eftir því að fá að kaupa lóð af einhverjum sem fær úthlutað á tæplega tvöföldu verði.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri látnir í námuslysi í Kína

Fimmtíu og níu námuverkamenn eru látnir og tíu er saknað eftir að sprengja reif í sundur námu í einu aðalnámuhéraði Kína seint í gær. Sprengingin varð í námu sem yfirvöld lokuðu á síðasta ári vegna þess að öryggismálum var ábótavant en eigendur námunnar höfðu opnað hana aftur í leyfisleysi. Þeir hafa nú verið handteknir.

Erlent
Fréttamynd

Kosið í Afganistan í haust

Fyrstu þingkosningarnar sem fram fara í Afganistan frá því að talibanastjórninni þar var steypt fyrir þremur og hálfu ári verða haldnar 18. september næstkomandi. Þetta tilkynnti kjörstjórnin í gær. Kosningarnar eru mikilvægur áfangi í átt að lýðræði og stöðugleika í landinu eftir aldarfjórðungs upplausn og borgarastríð.

Erlent
Fréttamynd

Enn einn Serbinn gefur sig fram

Bosníu-Serbinn Vinko Pandurevic mun gefa sig fram við Stríðsglæpadómstólinn í Haag þar sem hann er ákærður fyrir þjóðarmorð. Frá þessu greindu yfirvöld í Belgrad í Serbíu í dag. Pandurevic flýgur til Haag á miðvikudag, en hann er áttundi Serbinn sem gefur sig fram við dómstólinn á síðustu tveimur mánuðum.

Erlent
Fréttamynd

Öflugur skjálfti við japanska eyju

Kröftugur jarðskjálfti sem mældist 7 stig á Richter reið yfir eyjuna Kyushu í Japan í morgun. Fjölmiðlar þar í landi segja eina konu, 75 ára gamla, hafa fundist látna en að að minnsta kosti 340 manns hafi slasast. Nokkur hús hafa hrunið og hundruð manna þurft að flýja heimili sín.

Erlent