Fréttir

Fréttamynd

Framleiða friðsamlega kjarnorku

Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag.

Erlent
Fréttamynd

Slökkviliðsmönnum þakkað fyrir

Verslun Nóatúns í JL húsinu við Hringbraut var opnuð í gær eftir brunann sem varð um miðjan desember. Þá eyðilagðist allt sem í búðinni var og ekki annað að gera en að byggja nýja verslun frá grunni. Er hún því ein sú glæsilegasta á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Lóan er komin

Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú tundurdufl á Langanesi

Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær

Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört.

Innlent
Fréttamynd

Hóta árásum á kirkjur

Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu.

Erlent
Fréttamynd

Undirbúa málsókn gegn ríkinu

Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Vopnasölubann í brennidepli

Þrýst var á leiðtoga Evrópusambandsins á fundi þeirra í Brussel í gær að fresta ákvörðun um að aflétta í áföngum vopnasölubanni á Kína. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að áframhaldandi mannréttindabrot í Kína og ný lög um Taívan hefðu skapað "mjög erfitt pólitískt andrúmsloft" fyrir tilburði til að aflétta banninu.

Erlent
Fréttamynd

Samningar um Arnarnesháls

Samningar við verktaka um uppbyggingu á Arnarneshálsi voru undirritaðir á bæjarskrifstofum Garðabæjar í dag. Landið hefur gengið kaupum og sölum og verið í fréttum þess vegna.

Innlent
Fréttamynd

Hryðjuverkaárás í undirbúningi?

Miklar líkur eru á að írskur hryðjuverkahópur hyggi á stórfellda hryðjuverkaárás á meginlandi Bretlands, samkvæmt <em>Observer</em>. Klofningshópar úr írska lýðveldishernum eru sagðir á kreiki og sendi breska rannsóknarlögreglan frá sér viðvörun til a.m.k. þrjátíu fyrirtækja fyrir helgi.

Erlent
Fréttamynd

Krefjast alþjóðlegs karladags

Karlmenn í Mexíkó og stuðningskonur þeirra flykktust út á götur borga og bæja í gær til að krefjast þess að tuttugasti mars verði framvegis alþjóðlegi karladagurinn. Fólkið segir tilgang kröfugangna sinna í gær vera þann að svara femínistum fullum hálsi en þær láti eins og allt illt sé frá körlum sprottið.

Erlent
Fréttamynd

90 manns leita fólksins

Um níutíu manna björgunarlið í 23 hópum leitar nú tveggja Toyota Hi-Lux jeppa sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær en lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu. Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur leitað á svæðinu frá því um hádegi og mun halda því áfram fram eftir degi.

Innlent
Fréttamynd

Hvalaskoðunarsamtök mótmæla

Hvalaskoðunarsamtök Íslands mótmæla harðlega þeirri fullyrðingu að hvalveiðar Íslendinga árið 2003 hafi ekki haft áhrif á ímynd Íslands á helstu markaðssvæðum ferðaþjónustunnar, en því er haldið fram í niðurstöðu skýrslu samgönguráðherra um áhrif hvalveiða á ímynd Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Essó og Olís hækka einnig

Olíufélögin Essó og Olís hafa fylgt í kjölfar Skeljungs og hækkað bensínlítrann um 2,70 og kostar bensínlítrinn í sjálfsafgreiðslu nú víða um hundrað krónur. Hann er enn nokkrum krónum ódýrari hjá dótturfélögum stóru olíufélaganna og Atlantsolíu.

Innlent
Fréttamynd

Á veiðum vestur af Skotlandi

Nokkur íslensk fiskiskip sem voru á loðnuveiðum þar til vertíðinni lauk í síðustu viku eru nú komin á kolmunnaveiðar á Hatton Rockall svæðinu vestur af Skotlandi. Þar hafa meðal annars norsk skip verið að fá all góðann afla upp á síðkastið og hafa nokkur þeirra landað hér á landi þar sem talsvert styttra er hingað af miðunum en til Noregs.

Innlent
Fréttamynd

Bankastjóramálin rædd í vikunni

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að ræða bankastjóramál Alþjóðabankans á fundi sínum í Brüssel í þessari viku. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Paul Wolfowitz aðstoðarvarnarmálaráðherra sem bankastjóraefni.

Erlent
Fréttamynd

Héraðsdómur óhaggaður

Dómur Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakfelldur var fyrir kynferðisbrot gegn tveimur ungum stúlkum skal standa óhaggaður samkvæmt dómi Hæstaréttar. Maðurinn var dæmdur til átján mánaða fangelsis auk greiðslu skaðabóta til handa báðum stúlkunum.

Innlent
Fréttamynd

Truflun á togararalli

Togararall Hafrannsóknarstofnunar hefur orðið fyrir truflandi áhrifum af hafísnum sem legið hefur við norðanvert landið að undanförnu, að sögn Jóns Sólmundssonar fiskifræðings hjá stofnuninni.

Innlent
Fréttamynd

Fá verkið aldrei á sínum forsendum

"Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda.

Innlent
Fréttamynd

Íslendingar aflahæstir í Evrópu

Íslenskir og hollenskir sjómenn skipta með sér fyrsta sætinu þegar skoðað er aflaverðmæti á hvern sjómann í Evrópu. Samkvæmt samantekt <em>Sjávarfrétta</em> yfir aflaverðmæti í hitteðfyrra nam verðmæti á hvern sjómann frá þessum þjóðum röskum fjórtán milljónum íslenskra króna. Næst komu svo færeyskir, belgískir og norskir sjómenn.

Innlent
Fréttamynd

Sex mánaða fangelsisdómur

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær mann til sex mánaða fangelsisvistar, tímabundna sviptingu ökuleyfis og greiðslu skaðabóta vegna margvíslegra brota. Voru ákærur á hendur manninum einar sextán talsins en hann á að baki umtalsverðan brotaferil og hefur fimm sinnum áður verið dæmdur til fangelsisvistar.

Innlent
Fréttamynd

Dómur mildaður fyrir kynferðisbrot

Hæstiréttur mildaði í gær um fjóra mánuði dóm Héraðsdóms Suðurlands frá júlí síðastliðnum yfir kynferðisbrotamanni sem dæmdur hafði verið til þriggja ára fangelsis.

Innlent
Fréttamynd

Stígamót óttast afleiðingarnar

Talskona Stígamóta segist óttast að dómur yfir tveimur stúlkum, sem lugu nauðgun upp á varnarliðsmann, ýti undir ranghugmyndir um að vitni segi almennt ósatt í nauðgunarmálum.

Innlent
Fréttamynd

Tveggja jeppa leitað

Lögreglan og Landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, eru nú í hádeginu að hefja leit á tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Í bílunum eru tveir karlmenn og ein kona. Fólkið ætlaði suður til Keflavíkur um Kaldadal en hefur ekki skilað sér.

Innlent
Fréttamynd

Hvað veldur hræringunum?

Hvað er það sem veldur hræringunum fyrir botni Miðjarðarhafs, ef ekki stríðið í Írak eins og sumir halda fram, og hvað er á seyði þar? 

Erlent
Fréttamynd

Bondevik að mýkjast

Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra Noregs, virðist vera að mildast í afstöðu sinni til Evrópusambandsins en hann hefur hingað til þvertekið fyrir að Noregur sæki um aðild fái hann einhverju ráðið.

Erlent
Fréttamynd

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hallgrímur aftur til Kabúl

Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust.

Innlent
Fréttamynd

Frekari landnemabyggðir boðaðar

Stjórnvöld í Jerúsalem tilkynntu í gær að á næstunni yrðu 3.500 hús reist fyrir landnema á Vesturbakkanum. Allar líkur eru á að ákvörðunin spilli fyrir friðarumleitunum á svæðinu.

Erlent