Fréttir

Fréttamynd

Óheimilt að stöðva Kristal plús

Ölgerð Egils Skallagrímssonar íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur eftir að úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnarmála úrskurðaði að óheimilt hefði verið að stöðva dreifingu hins vítamínbætta drykkjar Ölgerðarinnar, Kristals plús.

Innlent
Fréttamynd

Rússnesk herþyrla hrapaði

Sex eru taldir af eftir að rússnesk herþyrla hrapaði í Tsjetsjeníu í dag. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði en tsjetsjenskir skæruliðar hafa skotið niður nokkrar þyrlur á flugi yfir sjálfsstjórnarhéraðinu í gegnum tíðina.

Erlent
Fréttamynd

Gæta jafnræðis

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi langsótt að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum Bobby Fischer kæmi til kasta Alþingis. Henni finnst þurfa að gæta jafnræðis í svona málum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk berserksgang í menntaskóla

Níu manns liggja í valnum eftir að bandarískur menntaskólanemi gekk berserksgang og skaut á hvað sem fyrir varð í menntaskólanum sínum. 

Erlent
Fréttamynd

Móta stefnu um ríkisborgararétt

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur mikilvægt að ákvarðanir Alþingis byggi á því að einstaklingar njóti jafnræðis. Hann telur að veitingu ríkisborgararéttar þurfi að skoða í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ólína verst ásökunum

Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur skorað á menntamálaráðuneytið að gera rækilega úttekt á framgöngu Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, gagnvart samstarfsfólki við skólann. Í bréfi félagsins til ráðuneytisins er talað um að "ógnarstjórn" ríki í skólanum. Ólína segir ásakanirnar staðlausar ærumeiðingar.

Innlent
Fréttamynd

Samherji semur um inniveruna

Sjómenn þriggja ísfisktogara Samherja hafa undir handleiðslu stéttarfélaga sinna samið við fyrirtækið um hafnarfrí. Meirihluti skipverjanna greiddi atkvæði með samningunum sem gildir í eitt ár um borð í Akureyrinni, Björgúlfi og Björgvini.

Innlent
Fréttamynd

Hundi bjargað af þaki

"Hvolpurinn var björguninni feginn enda skalf hann af hræðslu þegar við náðum til hans," segir Oddur Eiríksson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þeir fengu sérstætt verkefni um miðjan dag í gær þegar óskað var eftir aðstoð þeirra við að bjarga hundi af þaki íbúðarhúss við Tjarnargötu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Ný geimferð undirbúin

Í Bandaríkjunum búa menn sig undir fyrstu ferð geimskutlu síðan Columbiu-slysið varð. Fjögurra manna björgunarlið verður til taks þegar geimskutlan Discovery tekur á loft í maí og flytur birgðir til alþjóðlegu geimstöðvarinnar sem er á sporbraut um jörðu.

Erlent
Fréttamynd

Portami via síðasta Skífuskífan

Síðasta platan sem kom út á vegum hinnar fornfrægu hljómplötuútgáfu Skífunnar var Portami via með Kristjáni Jóhannssyni. Í takt við almennar nafnabreytingar á fyrirtækjum hefur Skífunafnið verið aflagt og önnur tekin upp í staðinn.

Innlent
Fréttamynd

Nýjar aðgerðir á Landspítalanum

Þeir sjúklingar sem eru með op á milli hjartagátta geta nú farið í aðgerð á Landspítalanum í stað þess að þurfa að fara í aðgerð til útlanda. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hefur tryggt Landspítalanum fé svo framkvæma megi aðgerðirnar hér á landi.

Innlent
Fréttamynd

Fischer orðinn Íslendingur

Bobby Fischer er orðinn Íslendingur eftir að umsókn hans um ríkisborgararétt fékk sérstaka flýtimeðferð í þinginu. Aukafundur var haldinn í allsherjarnefnd síðdegis vegna athugasemda sem bárust frá bandarískum stjórnvöldum.

Innlent
Fréttamynd

Dæmt fyrir lágar launagreiðslur

Danski vinnumáladómstóllinn hefur dæmt pólskt fyrirtæki, sem er í eigu Dana, í fjársektir fyrir að hafa greitt fjórum pólskum byggingaverkamönnunum sínum í Danmörku allt of lág laun. Það var fyrirtæki í danska byggingariðnaðinum sem kærði málið, m.a. á grundvelli þess að pólsku starfsmennirnir hefðu ekki heldur rétt fagréttindi.

Erlent
Fréttamynd

Sást til bílanna við Dúfunefsfell

Staðfest hefur verið að sést hefur til bílanna sem saknað er við Dúfunefsfell um klukkan 17 í gær. Þá var ætlunin að halda niður á Hveravelli. Öll áhersla er nú að kanna þetta svæði til hlítar. Lögreglan og Landsbjörg hófu leit í hádeginu að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem voru á leið frá Dalvík til Keflavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni fyrir dómi

Héraðsdómur Vesturlands komst að þeirri niðurstöðu að tvær stúlkur væru sekar um að bera mann röngum sakargiftum og dæmdi þær til samtals fimmtán mánaða fangelsisdóms. Fékk önnur þeirra níu mánaða dóm, þar af sjö mánuði skilorðsbundið, en hin sex mánaða dóm sem að öllu leyti var bundinn skilorði.

Innlent
Fréttamynd

Róttækar tillögur í smíðum

Róttækustu breytingar í sögu Sameinuðu þjóðanna standa fyrir dyrum. Kofi Annan vill stokka skipulag og starfsemi samtakanna upp til að bæta trúverðugleika og auka skilvirkni.

Erlent
Fréttamynd

Róttækustu breytingar í sögu SÞ

Róttækar á skipulagi og starfi Sameinuðu þjóðanna voru formlega kynntar á Allsherjarþingi samtakanna í gær. Meðal annars er búist við að sætum í öryggisráðinu verði fjölgað umtalsvert.

Erlent
Fréttamynd

Slippstöðin fær Pólverja í vinnu

Slippstöðin á Akureyri á von á tíu til fimmtán Pólverjum til starfa. Anton Benjamínsson, verkefnastjóri hjá Slippstöðinni, segir að auglýst hafi verið eftir mönnum til að sjá um suðu á stáli austur í Fljótsdal vegna Kárahnjúkavirkjunnar en nægilega margar umsóknir hafi ekki borist.

Innlent
Fréttamynd

Fjármálaráðherra hnýtir í VG

Það er engu líkara en að vinstri grænir hafi tekið að sér fjármálin í borginni, sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra á Alþingi í dag. Þannig lauk gagnrýni hans á þá ákvörðun R-listans að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla.

Innlent
Fréttamynd

Dræm sala á íbúðum í blokk

Sala á íbúðum í sjö hæða fjölbýlishúsi á Egilsstöðum er dræmari en búist var við. Íbúðirnar voru tilbúnar í haust og eru níu af 21 óseldar.

Innlent
Fréttamynd

Kvartað á Alþingi

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, kvartaði yfir því á Alþingi í dag að hans flokksmenn fengu ekki að koma að óundirbúnum fyrirspurnum til ráðherra. Helgi Hjörvar Samfylkingu kvaddi sér einnig hljóðs og sagði þingmenn Sjálfstæðisflokks fá greiðari aðgang að ráðherrum þegar kæmi að óundirbúnum fyrirspurnum.

Innlent
Fréttamynd

Annar jeppinn fundinn

Rétt fyrir klukkan sjö fann björgunarþyrla annan jeppann sem leitað hefur verið að á hálendinu í dag. Bíllinn var mannlaus en hann fannst vestan við Kerlingarfjöll.

Innlent
Fréttamynd

Hallgrímur aftur til Kabúl

Hallgrímur Sigurðsson, fyrrverandi yfirmaður Kabúlflugvallar í Afganistan, er aftur kominn til starfa á flugvellinum í Kabúl á vegum íslenska ríkisins. Aðeins eru fjórir mánuðir síðan utanríkisráðuneytið kallaði Hallgrím heim í kjölfar sjálfsmorðsárásar þar sem tvær konur létust og þrír íslenskir friðargæsluliðar særðust.

Innlent
Fréttamynd

Frekari landnemabyggðir boðaðar

Stjórnvöld í Jerúsalem tilkynntu í gær að á næstunni yrðu 3.500 hús reist fyrir landnema á Vesturbakkanum. Allar líkur eru á að ákvörðunin spilli fyrir friðarumleitunum á svæðinu.

Erlent
Fréttamynd

Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg.

Erlent
Fréttamynd

Báru ljúgvitni um nauðgun

Átján ára stúlka hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm fyrir að hafa borið ljúgvitni með jafnöldru sinni og vinkonu sem kærði ungan Varnarliðsmann fyrir að hafa nauðgað sér í fyrra. Sú hlaut níu mánaða fangelsisdóm og óttast sýslumaður að málið kunni að hafa áhrif á nauðgunarmál í framtíðinni.

Innlent
Fréttamynd

Danir á móti skattalækkun

Þrátt fyrir að skattprósentan í Danmörku sé 49,7 prósent, og þar með einhver sú hæsta í heiminum, sýna nýjar skoðanakannanir að meirihluti Dana vill frekar sætta sig við skatthlutfallið en að skattalækkanir bitni á opinberri þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Dómarar lífs og dauða

Vandamenn Terri Schiavo bíða nú milli vonar og ótta eftir að alríkisdómari skeri úr um hvort fjarlægja megi næringarslöngur sem halda lífinu í þessari 41 árs heilaskemmdu konu.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan sveimar yfir Hveravöllum

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú komin að Hveravöllum og sveimar þar yfir svæðið í leit að tveimur Toyota Hi-Lux jeppum sem fóru frá Dalvík um klukkan 14 í gær. Lögreglan og landssamband björgunarsveita, Landsbjörg, hófu leit í hádeginu.

Innlent