Fréttir Vilja upplýsingar um starfslok Fjármálaeftirlitið hefur krafið stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins um upplýsingar um starfslokasamning sem fyrruverandi stjórn sjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, þáverandi framkvæmdastjóra. Einnig er óskað upplýsinga um starfslok hans í síðasta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:57 Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar. Erlent 13.10.2005 18:57 Schiavo-deilan tæplega risið hér Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo. Innlent 13.10.2005 18:57 Framleiða friðsamlega kjarnorku Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. Erlent 13.10.2005 18:57 Slökkviliðsmönnum þakkað fyrir Verslun Nóatúns í JL húsinu við Hringbraut var opnuð í gær eftir brunann sem varð um miðjan desember. Þá eyðilagðist allt sem í búðinni var og ekki annað að gera en að byggja nýja verslun frá grunni. Er hún því ein sú glæsilegasta á landinu. Innlent 13.10.2005 18:57 Lóan er komin Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega. Innlent 13.10.2005 18:57 Þrjú tundurdufl á Langanesi Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld. Innlent 13.10.2005 18:57 Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört. Innlent 13.10.2005 18:57 Hóta árásum á kirkjur Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu. Erlent 13.10.2005 18:57 Undirbúa málsókn gegn ríkinu Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum. Innlent 13.10.2005 18:57 Vopnasölubann í brennidepli Þrýst var á leiðtoga Evrópusambandsins á fundi þeirra í Brussel í gær að fresta ákvörðun um að aflétta í áföngum vopnasölubanni á Kína. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að áframhaldandi mannréttindabrot í Kína og ný lög um Taívan hefðu skapað "mjög erfitt pólitískt andrúmsloft" fyrir tilburði til að aflétta banninu. Erlent 13.10.2005 18:57 Samningar um Arnarnesháls Samningar við verktaka um uppbyggingu á Arnarneshálsi voru undirritaðir á bæjarskrifstofum Garðabæjar í dag. Landið hefur gengið kaupum og sölum og verið í fréttum þess vegna. Innlent 13.10.2005 18:57 Brugðist við verðbólguógn Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 18:57 Íslenskættuð kona tæplega 110 ára Guðrún Björg Björnsdóttir Johnson átti einungis eftir tvo mánuði í að ná 110 ára aldri þegar hún dó 1998. Guðrún Björg fæddist á Vopnafirði en flutti fjögurra ára gömul til Kanada. Tengdadóttir Guðrúnar segir lykilinn að löngum aldri að líkindum fólginn í því hve mjög hún elskaði börnin sín og þau hana. Innlent 13.10.2005 18:57 Flugfreyjan útskrifuð Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York. Innlent 13.10.2005 18:57 Ákvörðun Íslendinga vonbrigði Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobby Fischers, stefnir að því að sækja Fischer til Japans fyrir helgi og vonast til að koma með hann hingað til lands á morgun eða um helgina. Fischer hefur áhyggjur af því að Bandaríkjamenn reyni að hefta ferð hans. Innlent 13.10.2005 18:57 Fyrstu samningar sinnar tegundar Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag skipstjórnarmanna hafa samið við áhafnir þriggja ísfisktogara Samherja á Akureyri um hafnarfrí. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Innlent 13.10.2005 18:57 Schiavo fær að deyja Nú sér fyrir endann á deilum vandamanna Terri Schiavo um hvort þessi heilaskaddaða kona fái að lifa eða deyja. Alríkisdómari hefur úrskurðað að ekki skuli hefja næringjargjöf á nýjan leik. Erlent 13.10.2005 18:57 Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:57 18 mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd. Innlent 13.10.2005 18:57 Áframhaldandi slagur í Keri Slagur Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, við sameigendur sína í félaginu heldur áfram. Stjórn Festingar sem á og rekur meðal annars fasteignir félaga í eigu Kers ákvað á fundi sínum að auka hlutafé og var nýja hlutaféð selt einkahlutafélagi í eigu framkvæmdastjóra félagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:57 Yfir 260 umsóknir hafa borist Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin. Innlent 13.10.2005 18:57 Breytingar á höfundalögum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. Byggir frumvarpið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins og samþættingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu. Innlent 13.10.2005 18:57 Jepparnir komnir niður á láglendi Björgunarsveitarmenn eru búnir að koma tveimur jeppum, sem þrjú ungmenni festu uppi á hálendi í gær og leit var gerð að, niður á láglendi en ungmennin fundust heil á húfi í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 18:57 Halldór gagnrýnir Seðlabankann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:57 Heimdallur vill afnema fyrningu Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Innlent 13.10.2005 18:57 Dómarinn gefur ekkert upp Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan. Erlent 13.10.2005 18:57 Undrandi á endurkomu Hallgríms Íslenskir friðargæsluliðar sem störfuðu undir Hallgrími Sigurðssyni á Kabúlflugvelli í Afganistan segjast undrandi á því að hann sé aftur kominn til starfa við flugvöllinn, nú á vegum Flugmálastjórnar. Innlent 13.10.2005 18:57 Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Innlent 13.10.2005 18:57 Nóatún þakkar slökkviliðinu Nóatún þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir störf sín að Hringbraut 121 í dag þegar endurgerð Nóatúnsverslun var opnuð þar á ný eftir stórbruna sem varð í versluninni í desember sl. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf færði Nóatún Líknarsjóði brunavarðafélags Reykjavíkur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur. Innlent 17.10.2005 23:41 « ‹ ›
Vilja upplýsingar um starfslok Fjármálaeftirlitið hefur krafið stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins um upplýsingar um starfslokasamning sem fyrruverandi stjórn sjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, þáverandi framkvæmdastjóra. Einnig er óskað upplýsinga um starfslok hans í síðasta mánuði. Innlent 13.10.2005 18:57
Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar. Erlent 13.10.2005 18:57
Schiavo-deilan tæplega risið hér Schiavo-deilan hefði tæplega risið hér á landi eins og í Bandaríkjunum þar sem er rifist um hvort heilasködduð kona skuli lifa eða deyja. Samkvæmt reglum hér er leitað fyrst til maka sjúklings um slíka ákvörðun. Seinna á árinu mun væntanlega verða komin skrá yfir vilja fólks, lendi það í slíkri eða svipaðri aðstöðu og Terri Schiavo. Innlent 13.10.2005 18:57
Framleiða friðsamlega kjarnorku Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. Erlent 13.10.2005 18:57
Slökkviliðsmönnum þakkað fyrir Verslun Nóatúns í JL húsinu við Hringbraut var opnuð í gær eftir brunann sem varð um miðjan desember. Þá eyðilagðist allt sem í búðinni var og ekki annað að gera en að byggja nýja verslun frá grunni. Er hún því ein sú glæsilegasta á landinu. Innlent 13.10.2005 18:57
Lóan er komin Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega. Innlent 13.10.2005 18:57
Þrjú tundurdufl á Langanesi Landhelgisgæslunni barst í gær tilkynning frá lögreglunni á Þórshöfn um að tundurdufl hefðu fundist á Langanesi. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar fóru norður í morgun og sprengdu tundurduflið til að eyða því. Er sprengjusérfræðingarnir höfðu verið á staðnum um tíma fundu þeir tvö tundurdufl til viðbótar og voru að undirbúa eyðingu þeirra undir kvöld. Innlent 13.10.2005 18:57
Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört. Innlent 13.10.2005 18:57
Hóta árásum á kirkjur Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu. Erlent 13.10.2005 18:57
Undirbúa málsókn gegn ríkinu Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum. Innlent 13.10.2005 18:57
Vopnasölubann í brennidepli Þrýst var á leiðtoga Evrópusambandsins á fundi þeirra í Brussel í gær að fresta ákvörðun um að aflétta í áföngum vopnasölubanni á Kína. Breski utanríkisráðherrann Jack Straw sagði að áframhaldandi mannréttindabrot í Kína og ný lög um Taívan hefðu skapað "mjög erfitt pólitískt andrúmsloft" fyrir tilburði til að aflétta banninu. Erlent 13.10.2005 18:57
Samningar um Arnarnesháls Samningar við verktaka um uppbyggingu á Arnarneshálsi voru undirritaðir á bæjarskrifstofum Garðabæjar í dag. Landið hefur gengið kaupum og sölum og verið í fréttum þess vegna. Innlent 13.10.2005 18:57
Brugðist við verðbólguógn Seðlabankinn ætlar að hækka stýrivexti sína um 0,25 prósentustig á þriðjudaginn eftir páska. Þá verða vextirnir komnir í níu prósent en í maí í fyrra voru þeir 5,3 prósent. Innlent 13.10.2005 18:57
Íslenskættuð kona tæplega 110 ára Guðrún Björg Björnsdóttir Johnson átti einungis eftir tvo mánuði í að ná 110 ára aldri þegar hún dó 1998. Guðrún Björg fæddist á Vopnafirði en flutti fjögurra ára gömul til Kanada. Tengdadóttir Guðrúnar segir lykilinn að löngum aldri að líkindum fólginn í því hve mjög hún elskaði börnin sín og þau hana. Innlent 13.10.2005 18:57
Flugfreyjan útskrifuð Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York. Innlent 13.10.2005 18:57
Ákvörðun Íslendinga vonbrigði Sæmundur Pálsson, vinur skákmeistarans Bobby Fischers, stefnir að því að sækja Fischer til Japans fyrir helgi og vonast til að koma með hann hingað til lands á morgun eða um helgina. Fischer hefur áhyggjur af því að Bandaríkjamenn reyni að hefta ferð hans. Innlent 13.10.2005 18:57
Fyrstu samningar sinnar tegundar Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag skipstjórnarmanna hafa samið við áhafnir þriggja ísfisktogara Samherja á Akureyri um hafnarfrí. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. Innlent 13.10.2005 18:57
Schiavo fær að deyja Nú sér fyrir endann á deilum vandamanna Terri Schiavo um hvort þessi heilaskaddaða kona fái að lifa eða deyja. Alríkisdómari hefur úrskurðað að ekki skuli hefja næringjargjöf á nýjan leik. Erlent 13.10.2005 18:57
Fjármálaeftirlitið vill upplýsingar um starfslokasamning sjóðsstjóra Fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir upplýsingum um samninga sem fyrrverandi stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins gerði við Jóhannes Siggeirsson, framkvæmdastjóra sjóðsins í maí 2000 og um starfslok hans í febrúar síðastliðnum. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:57
18 mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd. Innlent 13.10.2005 18:57
Áframhaldandi slagur í Keri Slagur Ólafs Ólafssonar, aðaleiganda Kers, við sameigendur sína í félaginu heldur áfram. Stjórn Festingar sem á og rekur meðal annars fasteignir félaga í eigu Kers ákvað á fundi sínum að auka hlutafé og var nýja hlutaféð selt einkahlutafélagi í eigu framkvæmdastjóra félagsins. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:57
Yfir 260 umsóknir hafa borist Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin. Innlent 13.10.2005 18:57
Breytingar á höfundalögum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra lagði fyrir ríkisstjórn í gær frumvarp til laga um breytingu á höfundalögum. Byggir frumvarpið á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins og samþættingu tiltekinna þátta höfundarréttar og skyldra réttinda í upplýsingasamfélaginu. Innlent 13.10.2005 18:57
Jepparnir komnir niður á láglendi Björgunarsveitarmenn eru búnir að koma tveimur jeppum, sem þrjú ungmenni festu uppi á hálendi í gær og leit var gerð að, niður á láglendi en ungmennin fundust heil á húfi í gærkvöldi. Innlent 13.10.2005 18:57
Halldór gagnrýnir Seðlabankann Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gagnrýnir Seðlabankann harðlega fyrir að hækka stýrivexti og segist óttast að krónan styrkist enn frekar á kostnað útflutnings- og samkeppnisgreina. Halldór vill draga úr vægi húsnæðisverðs í vísitölunni en því er seðlabankastjóri ósammála. Viðskipti innlent 13.10.2005 18:57
Heimdallur vill afnema fyrningu Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. Innlent 13.10.2005 18:57
Dómarinn gefur ekkert upp Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan. Erlent 13.10.2005 18:57
Undrandi á endurkomu Hallgríms Íslenskir friðargæsluliðar sem störfuðu undir Hallgrími Sigurðssyni á Kabúlflugvelli í Afganistan segjast undrandi á því að hann sé aftur kominn til starfa við flugvöllinn, nú á vegum Flugmálastjórnar. Innlent 13.10.2005 18:57
Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur. Innlent 13.10.2005 18:57
Nóatún þakkar slökkviliðinu Nóatún þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir störf sín að Hringbraut 121 í dag þegar endurgerð Nóatúnsverslun var opnuð þar á ný eftir stórbruna sem varð í versluninni í desember sl. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf færði Nóatún Líknarsjóði brunavarðafélags Reykjavíkur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur. Innlent 17.10.2005 23:41