Fréttir

Fréttamynd

Japanar munu íhuga lausn Fischers

Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Sogaðist inn í kjötkvörn

Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska.

Erlent
Fréttamynd

244 kærur til Landlæknis

Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur.

Innlent
Fréttamynd

Stjórnarkreppa í Eistlandi

Flokkarnir þrír, sem myndað hafa ríkisstjórnarmeirihlutann í Eistlandi síðustu tvö árin, sátu í gær að samningaviðræðum um myndun nýrrar stjórnar eftir að forsætisráðherrann Juhan Parts baðst óvænt lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt. Það gerði hann á mánudag, í kjölfar þess að vantraustsyfirlýsing á dómsmálaráðherrann var samþykkt í þinginu.

Erlent
Fréttamynd

Fæstir ofbeldismenn greiða bætur

Fórnarlömb ofbeldismanna verða af stórum hluta þeirra miskabóta sem þeim hafa verið dæmdar. Ástæðan er að brotamennirnir eru í flestum tilfellum eignalitlir eða eignalausir og fellur þá bótagreiðslan á ríkissjóð. Þar sem miskabætur úr ríkissjóði hafa ekki hækkað síðan þær voru teknar upp fyrir áratug munar oft miklu á dæmdum bótum og bótagreiðslum

Innlent
Fréttamynd

Flugfreyja fékk höfuðhögg

Breiðþota franska flugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með slasaða flugfreyju sem hafði fengið höfuðhögg um borð í vélinni. Breiðþotan var á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna og voru 440 farþegar um borð.

Innlent
Fréttamynd

Neytendur sviknir um ágóðann

Innflytjendur og verslanir hafa nýtt sér sterka stöðu krónunnar til að hækka álagningu sína, að mati Neytendasamtakanna. Þetta geri þeir með því að halda verðinu að mestu óbreyttu þótt innkaupsverð lækki.

Innlent
Fréttamynd

Rannsókn að ljúka

Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður í Stykkishólmi, segir að verið sé að ljúka rannsókn og skýrslugerð í máli sjö lettneskra verkamanna sem teknir voru að ólöglegum störfum í Ólafsvík fyrir helgi.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn hækkar vexti um 0,25%

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti bankans um 0,25 prósentur frá og með 29. mars n.k. í 9%. Seðlabankinn hefur þá hækkað stýrivexti sína um 3,7 prósentur síðan í maí sl.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ísafjörður og Akureyri vinsæl

Ísafjörður og Akureyri eru vinsælustu áfangastaðirnir um páskana. Á báðum stöðum verður hægt að fara á skíði og skipulögð dagskrá verður í boði.

Innlent
Fréttamynd

10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik

Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið.

Innlent
Fréttamynd

Örfá atriði ófrágengin

"Það voru nokkur atriði sem talin var ástæða til að skoða betur," segir Jón Sveinsson, formaður einkavæðinganefndar, spurður um ástæður þess að söluferli Símans verður ekki kynnt fyrir páska eins og til stóð. Hann vill ekki tilgreina nánar hvaða atriði þurfi nánari skoðunar við.

Innlent
Fréttamynd

Von á frekari stríðsátökum?

Mörg mikilvæg deilumál eru óútkljáð í Miðausturlöndum og vegurinn fram á við virðist þyrnum stráður. Spurningin er hvort hægt verði að leysa þessar deilur á friðsamlegan hátt eða má búast við frekari stríðsátökum?

Erlent
Fréttamynd

Dæmdur eftir níu ár í felum

Stefán Aðalsteinn Sigmundsson var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir Skeljungsránið. Fyrrverandi eiginkona hans kom lögreglunni á sporið. Aðeins lítill hluti af sex milljóna króna ránsfeng hefur komist til skila.

Innlent
Fréttamynd

Undrandi á endurkomu Hallgríms

Íslenskir friðargæsluliðar sem störfuðu undir Hallgrími Sigurðssyni á Kabúlflugvelli í Afganistan segjast undrandi á því að hann sé aftur kominn til starfa við flugvöllinn, nú á vegum Flugmálastjórnar.

Innlent
Fréttamynd

Fischer: Bandaríkjamenn vonsviknir

Bandarísk stjórnvöld segja að það valdi þeim vonbrigðum að Bobby Fischer hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Yfirvöld í Japan íhuga að senda Fischer til Íslands, um leið og ríkisborgararéttur hans verður staðfestur.

Innlent
Fréttamynd

Nóatún þakkar slökkviliðinu

Nóatún þakkaði slökkviliðsmönnum fyrir störf sín að Hringbraut 121 í dag þegar endurgerð Nóatúnsverslun var opnuð þar á ný eftir stórbruna sem varð í versluninni í desember sl. Sem þakklætisvott fyrir vel unnin störf færði Nóatún Líknarsjóði brunavarðafélags Reykjavíkur peningagjöf að upphæð 500.000 krónur.

Innlent
Fréttamynd

Óheimilt að stöðva Kristal plús

Ölgerð Egils Skallagrímssonar íhugar að krefja Reykjavíkurborg um skaðabætur eftir að úrskurðarnefnd hollustuhátta og mengunarvarnarmála úrskurðaði að óheimilt hefði verið að stöðva dreifingu hins vítamínbætta drykkjar Ölgerðarinnar, Kristals plús.

Innlent
Fréttamynd

Rússnesk herþyrla hrapaði

Sex eru taldir af eftir að rússnesk herþyrla hrapaði í Tsjetsjeníu í dag. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði en tsjetsjenskir skæruliðar hafa skotið niður nokkrar þyrlur á flugi yfir sjálfsstjórnarhéraðinu í gegnum tíðina.

Erlent
Fréttamynd

Gæta jafnræðis

Dagný Jónsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, taldi langsótt að ríkisborgararéttur til handa skákmeistaranum Bobby Fischer kæmi til kasta Alþingis. Henni finnst þurfa að gæta jafnræðis í svona málum.

Innlent
Fréttamynd

Gekk berserksgang í menntaskóla

Níu manns liggja í valnum eftir að bandarískur menntaskólanemi gekk berserksgang og skaut á hvað sem fyrir varð í menntaskólanum sínum. 

Erlent
Fréttamynd

Móta stefnu um ríkisborgararétt

Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokks, telur mikilvægt að ákvarðanir Alþingis byggi á því að einstaklingar njóti jafnræðis. Hann telur að veitingu ríkisborgararéttar þurfi að skoða í heild sinni.

Innlent
Fréttamynd

Ólína verst ásökunum

Stjórn Félags framhaldsskólakennara hefur skorað á menntamálaráðuneytið að gera rækilega úttekt á framgöngu Ólínu Þorvarðardóttur, skólameistara Menntaskólans á Ísafirði, gagnvart samstarfsfólki við skólann. Í bréfi félagsins til ráðuneytisins er talað um að "ógnarstjórn" ríki í skólanum. Ólína segir ásakanirnar staðlausar ærumeiðingar.

Innlent
Fréttamynd

Samherji semur um inniveruna

Sjómenn þriggja ísfisktogara Samherja hafa undir handleiðslu stéttarfélaga sinna samið við fyrirtækið um hafnarfrí. Meirihluti skipverjanna greiddi atkvæði með samningunum sem gildir í eitt ár um borð í Akureyrinni, Björgúlfi og Björgvini.

Innlent
Fréttamynd

Hundi bjargað af þaki

"Hvolpurinn var björguninni feginn enda skalf hann af hræðslu þegar við náðum til hans," segir Oddur Eiríksson, hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, en þeir fengu sérstætt verkefni um miðjan dag í gær þegar óskað var eftir aðstoð þeirra við að bjarga hundi af þaki íbúðarhúss við Tjarnargötu í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Enn óvissa um sölu Símans

Þeir sem áttu von á að ríkisstjórnin ákveddi fyrir páska hvernig staðið verður að sölu Símans mega bíða enn. Á fjármálamarkaði er mikið rætt um það hverjir munu bjóða í Símann. Því er haldið fram ítrekað að Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, segi kaupin í höfn svo lengi sem nægilega breiður hópur fjárfesta sameinist um tilboð.

Innlent
Fréttamynd

Gagnagrunnur um bíóaðsókn

Samtök myndrétthafa á Íslandi, SMÁÍS, hafa tekið í notkun nýja veflausn sem heldur utan um aðsókn í kvikmyndahús og gerir kvikmyndahúsunum kleift að vinna með hagkvæmum hætti tölfræði um aðsókn að kvikmyndum.

Innlent
Fréttamynd

Ísraelar skila Vesturbakkabæ

Ísraelar luku í gær við að skila yfirráðum yfir bænum Tulkarem á Vesturbakkanum í hendur palestínskra yfirvalda. Yfirmenn í öryggissveitum Ísraela og Palestínumanna innsigluðu afhendinguna með handabandi í hliði á aðalveginum að bænum, sem Ísraelar höfðu haldið lokuðu.

Erlent