Fréttir

Fréttamynd

Flogið með þorskinn til Bretlands

Þorskur er alveg hættur að velkjast dögum saman í togurum til að komast á markað í Hull eða Grimsby heldur fer hann nú þangað með sérstöku þorskáætlunarflugi á nokkrum klukkustundum, fjórum sinnum í viku. 

Innlent
Fréttamynd

Fögur múmía fannst í Egyptalandi

2.300 ára gömul múmía var afhjúpuð á Saqqara pýramídasafninu suður af Kaíró í gær. Múmían sem er frá tímum 30. faróaveldisins fannst fyrir skemmstu í trékassa sem grafinn var í sand á sex metra dýpi.

Erlent
Fréttamynd

Hjólar frá Seltjarnarnesi

Keppnin „Hjólað í vinnuna“ hófst í dag og er henni ætlað að vera hvatning til að fá fólk til að nota eigin orku til að ferðast til og frá vinnu. Ekki þurfa þó allir hvatningu en einn starfsmaður Stöðvar 2 hefur hjólað í vinnuna frá Seltjarnarnesi í nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Sorp til rafmagnsframleiðslu

Í lok maí hefjast byggingarframkvæmdir við sorpbrennslustöð skammt sunnan við Húsavík sem getur tekið á móti 8000 tonnum af úrgangi á ári. Sú varmaorka sem myndast við brennsluna verður notuð til raforkuframleiðslu hjá Orkuveitu Húsavíkur og jafngildir 10 til 15 prósentum af allri raforkuþörf Húsvíkinga.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur fer vaxandi

Nýjustu skoðanakannanir benda til þess að vel gangi hjá þeim sem berjast fyrir því að Frakkar samþykki nýja stjórnarskrá Evrópusambandsins í kosningum í lok mánaðarins. Samkvæmt þessum könnunum ætla á bilinu 48-52% að segja já í kosningunum og er það í fyrsta skipti sem já-hliðin hefur meirihluta síðan um miðjan mars. Franska ríkisstjórnin hefur kostað miklu til í kynningarherferð sinni og ljóst er að baráttan mun enn harðna á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Enn þarf að bæta skattaumhverfið

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagði í ræðu sinni á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins í dag að halda bæri áfram að laga skattaumhverfið til að styrkja samkeppnisstöðu atvinnulífsins og bæta lífskjörin.

Innlent
Fréttamynd

Fá ekki að fara í framboð né kjósa

Konur munu ekki fá að taka þátt í sveitarstjórnarkosningum sem fyrirhugaðar eru í Kúveit síðar á árinu eins og búist hafði verið við. Það er, þær fá hvorki að vera í framboði né kjósa.

Erlent
Fréttamynd

Strangar reglur um innflytjendur

Enn hafa Tony Blair og Verkamannaflokkurinn forskot á keppinauta sína samkvæmt könnunum en harkan eykst núna á lokasprettinum.Breski Íhaldsflokkurinn hefur sett strangari reglur um innflytjendur á oddinn í sinni kosningabaráttu. Þetta er sérstakt hitamál í Bradford þar sem Brynhildur Ólafsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar, var á ferð í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rofar til hjá stuðningsmönnum ESB

Það rofar til hjá stuðningsmönnum Evrópusambandsins í Frakklandi. Þrjár af síðustu fimm skoðanakönnunum benda til þess að naumur meirihluti kjósenda ætli að samþykkja stjórnarskrá sambandsins.

Erlent
Fréttamynd

Samningur um þyrluvakt lækna

Dóms- og kirkjumálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ásamt forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar og Landspítala-háskólasjúkrahúss, skrifuðu undir nýjan samning um þyrluvakt lækna á spítalanum í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Innlent
Fréttamynd

Löggan fékk stuðtæki

Akranesdeild Rauða krossins afhenti á þriðjudag lögreglunni á Akranesi fullkomið hjartastuðtæki að gjöf. Er það von bæði gefenda og þiggjenda að með því að lögreglan hafi hjartastuðtæki í eftirlitsbifreiðum sem eru á ferðinni allan sólarhringinn megi bjarga mannslífum.

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjöldin hortittur

Sama dag og fulltrúar ríkisstjórnarflokkanna höfnuðu því að afgreiða þingmál um afnám stimpilgjalda af endurfjármögnun lána, kallaði forsætisráðherra þau hortitt í íslensku skattakerfi. Það sagði hann í ræðu á aðalfundi Samtaka atvinnulífsins sem fram fór í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vilja banna reykingar við akstur

Nokkrir þingmenn á þýska þinginu hyggjast leggja fram frumvarp sem bannar fólki að reykja um leið og það ekur bíl. Ekki er langt síðan frumvarp var samþykkt á þinginu sem bannar ökumönnum að tala í farsíma og segja þingmennirnir að reykingar við stýrið séu engu hættuminni en símablaður.

Erlent
Fréttamynd

Hiti yfir meðallagi

Hiti var vel yfir meðallagi síðari hluta apríl, að tveimur síðustu dögunum undanskildum, samkvæmt samantekt Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Innlent
Fréttamynd

Stimpilgjöld ekki afnumin í vor

Ekki er vilji hjá stjórnarflokkunum til að afgreiða frumvarp um afnám stimpilgjalda og endurfjármögnum lána á þessu þingi. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar hafði þó lýst stuðningi við málið. Þingmaður Samfylkingarinnar segir sárt að þetta stóra hagsmunamál fjölskyldna náist ekki.

Innlent
Fréttamynd

Kínverjar gefa Taívönum risapöndur

Kínverjar hafa ákveðið að bjóða Taívönum tvær risapöndur að gjöf. Sérfræðingar segja vart hægt að fá merkilegri gjöf frá Kínverjum, pöndurnar séu tákn um mikinn sátta- og samstarfsvilja.

Erlent
Fréttamynd

Brunaæfing við Rauðarárstíg

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Sparisjóðirnir æfðu í gær rýmingu húss Sparisjóðanna við Rauðarárstíg. Æfingin var til að prófa rýmingaráætlun hússins ef upp kæmi bruni. Tveimur var bjargað út um glugga á efstu hæð hússins jafnframt því sem að reykkafarar fóru inn í húsið og leiddu þaðan út einn mann.

Innlent
Fréttamynd

Greiða ber fyrir sálfræðiþjónustu

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þingmaður Samfylkingarinnar kveðst fagna því að heilbrigðsráðherra ætli að láta athuga nánar hvort mikil notkun Ritalins og skyldra lyfja við ofvirkni og athyglisbresti barna tengist á einhvern hátt oflækningum.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamennska æ hættulegri

Fimmtíu og þrír fjölmiðlamenn týndu lífi við störf í fyrra, þar af rúmur þriðjungur í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Fréttamenn án landamæra en þau telja blaðamennskustarfið verða æ hættulegra.

Erlent
Fréttamynd

Ríkisstjórnin sór embættiseið

Fyrsta lýðræðislega kjörna ríkisstjórnin í Írak í hálfa öld sór embættiseið í dag. Þrjá mánuði tók að mynda stjórnina eftir kosningarnar sem fram fóru í janúar.

Innlent
Fréttamynd

Ungur maður í yfirheyrslu

Ungur maður, 17 ára gamall, var í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna tilraunar til að fremja vopnað rán í söluturninum Ísgrilli við Bústaðaveg í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Mafían með innflutning vinnuafls?

Grunur leikur á að mafían í Eystrasaltslöndunum standi að innflutningi á erlendu vinnuafli hingað til lands. Alþýðusamband Íslands kynnti í dag átak til að sporna gegn ólöglegri atvinnustarfsemi og íhugar að birta nöfn fyrirtækja sem brjóta gegn erlendu verkafólki opinberlega.

Innlent
Fréttamynd

Bilið í Bretlandi virðist minnka

Kosningabaráttan í Bretlandi er komin á síðustu metrana og bilið milli flokkanna virðist minnka.Samkvæmt meðaltali kannana dagsins skilja átta prósentustig Verkamannaflokkinn og Íhaldsflokkinn að en sumar kannanir benda til þess að bilið sé einungis tvö til þrjú prósent, sem þýddi að Tony Blair sæti uppi með nánast óstarfhæft þing.

Erlent
Fréttamynd

30 látnir og 70 slasaðir

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust þegar ólögleg vopnageymsla sprakk í loft upp í Afganistan í nótt. Sjö hús í nágrenninu eyðilöggðust í sprengingunni. Sjötíu manns slösuðust í sprengingunni en óttast er að fleiri muni finnast látnir þegar búið verður að grafa betur undan braki byggingarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Andstaða við RÚV-frumvarpið

Stjórn BSRB lýsir eindreginni andstöðu við frumvarp ríkisstjórnarinnar um Ríkisútvarpið. BSRB telur að verði frumvarpið að lögum komi það til með að skerða kjör og réttindi starfsmanna og einboðið sé að upp komi mál sem nauðsynlegt verði að útkljá fyrir dómstólum.

Innlent
Fréttamynd

Olli sonum sínum andlegum skaða

Dómstóll í Huddinge í Svíþjóð hefur dæmt mann í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa valdið þremur sonum sínum andlegum skaða með því að hafa látið þá verða vitni að því er hann beitti móður þeirra líkamlegu ofbeldi.

Erlent
Fréttamynd

Óttast árekstur herþotna

Flak bandarískrar herþotu sem ekkert hafði spurst til síðan í gærkvöldi fannst í Írak í morgun. Lík flugmannsins fannst einnig á slysstað en hann var einn í vélinni. Þotan lagði af stað ásamt annarri þotu í venjubundið eftirlit í Írak í gærkvöldi. Ekki er enn vitað um afdrif hinnar þotunnar en óttast er að vélarnar hafi skollið hver á aðra í slæmu veðri.

Erlent
Fréttamynd

Hús hrundi í sprengingu

Að minnsta kosti 25 létust og 20 særðust í gassprengingu sem varð í austurhluta Pakistan í gærmorgun. Sprengingin varð í þriggja hæða húsi sem hýsti rjómaísverksmiðju og ódýrar verkamannaíbúðir. Húsið hrundi til grunna við sprenginguna.

Erlent
Fréttamynd

Fíkniefnadómar fyrir norðan

Sex voru dæmdir í fésektir og fangelsi fyrir fíkniefnabrot í fjórum dómum Héraðsdóms Norðurlands eystra í gær. Lægsta sektin var 30 þúsund krónur og sú hæsta 150 þúsund. Þyngsti dómurinn hljóðaði upp á tveggja mánaða fangelsi og eins árs ökuleyfissviptingu.

Innlent