Innlent

Samningur um þyrluvakt lækna

Dóms- og kirkjumálaráðherra og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, ásamt forsvarsmönnum Landhelgisgæslunnar og Landspítala-háskólasjúkrahúss, skrifuðu undir nýjan samning um þyrluvakt lækna á spítalanum í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli í dag. Samkvæmt samningnum hefur Landspítali-Háskólasjúkrahús með höndum umsjón og stjórn þyrluvaktar lækna og tryggir sólarhringsvakt sérþjálfaðra lækna fyrir sjúkra- og björgunarflug með þyrlum og flugvél á vegum Landhelgisgæslunnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×