Erlent

Fögur múmía fannst í Egyptalandi

2.300 ára gömul múmía var afhjúpuð á Saqqara pýramídasafninu suður af Kaíró í gær. Múmían sem er frá tímum 30. faróaveldisins fannst fyrir skemmstu í trékassa sem grafinn var í sand á sex metra dýpi. Zahi Hawass yfirmaður fornleifastofnunnar Egyptalands segir múmíuna eina þá allra fallegustu sem nokkru sinni hefur fundist. Á næstu dögum verður múmían sneiðmynduð og þannig reynt að svara spurningum um uppruna og tilurð þessa merkisfundar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×