Innlent

Ungur maður í yfirheyrslu

Ungur maður var í yfirheyrslu hjá lögreglu í gær vegna tilraunar til að fremja vopnað rán í söluturninum Ísgrilli við Bústaðaveg í Reykjavík. Tvær afgreiðslustúlkur voru við störf í söluturninum og ógnaði ungi maðurinn annarri þeirra með hnífi. Maðurinn komst undan en var skömmu síðar handtekinn. Verið var að kanna hvort fíkniefnaneysla tengdist málinu en maðurinn hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður. Eigandi söluturnsins vildi ekkert segja um málið í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×