Fréttir

Fréttamynd

Fær flýtimeðferð í dýrlingatölu

Benedikt XVI páfi hefur tilkynnt að forveri hans, Jóhannes Páll II, fái sérstaka flýtimeðferð á því að vera tekinn í dýrlingatölu. Vanalegt er að bíða í að minnsta kosti fimm ár eftir dauða hugsanlegs dýrlings áður en ferlið hefst.

Erlent
Fréttamynd

Fljótlega í dýrlingatölu

Jóhannes Páll páfi annar fær flýtimeðferð og verður tekinn í dýrlingatölu fljótlega, að sögn eftirmanns hans, Benedikts sextánda. Hann lýsti því yfir við presta kaþólsku kirkjunnar að hann hefði vikið til hliðar reglunni um að fimm ár þurfi að líða áður en undirbúningur að því að taka menn í dýrlingatölu hefjist.

Erlent
Fréttamynd

Upplausn í Úsbekistan

Upplausnarástand ríkir nú í borgini Andijan í fyrrverandi Sóvétlýðveldinu Úsbekistan. Tíu lögreglumenn voru í morgun teknir í gíslingu og minnst níu hafa verið drepnir og nokkur hús eru alelda. Í nótt gerðu uppreisnarmenn úr röðum herskárra múslíma áhlaup á fangelsi í borginni og talið er að þeim hafi tekist að ná þúsundum fanga lausum.

Erlent
Fréttamynd

Skærur milli Ísraela og Hizbollah

Til átaka kom á milli Hizbollah-skæruliða og ísraelskra hermanna nærri landamærum Ísraels og Líbanons í dag. Að sögn talsmanna skæruliðasamtakanna var sprengikúlum skotið á bækistöð Ísraelshers nærri landamærunum til þess að hefna fyrir árásir Ísraela, eins og það er orðað, og svöruðu ísraelskir hermenn með því að skjóta á hæðir nærri líbönskum landamærabæ þar skæruliðahópurinn hefur stöðvar.

Erlent
Fréttamynd

Íslandsmetið í blindskák slegið?

Henrik Larsen, stórmeistari í skák og skólastjóri Hróksins, ætlar að reyna að slá Íslandsmetið í blindskák í dag. Hann ætlar að tefna 18 blindskákir samtímis en það er sjö skákum meira en núverandi Íslandsmet sem Helgi Áss Grétarsson setti fyrir tveimur árum.

Innlent
Fréttamynd

Hraðamet í afgreiðslu þingmála

Alþingi fór í sumarleyfi skömmu fyrir miðnætti í gærkvöld eftir að Halldór Blöndal, fráfarandi þingforseti, hafði slegið hraðamet í afgreiðslu mála.

Innlent
Fréttamynd

Olíudæla í gömlu bryggjuhúsi

Olíudreifing er með olíuafgreiðslu í einu elsta bryggjuhúsi Íslendinga sem stendur inni á minjasvæði Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði. Olíu er dælt úr slöngu sem liggur utan á húsinu, tíu metra frá fjöruborðinu, og eru varnir litlar. Olían rennur beint út í sjó ef slys verður. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Myndir af líkum á sígarettupökkum

Litmyndir af líkum, sundurrotnuðum tönnum og samankrumpuðum svörtum lungum verða innan tíðar framan á öllum sígarettupökkum sem seldir verða í Evrópusambandslöndum. 

Erlent
Fréttamynd

Abbas vill fresta kosningum

Leiðtogar Hamas-samtakanna hafa hafnað tillögu Mahmoud Abbas, forseta palestínsku heimastjórnarinnar og leiðtoga Fatah-hreyfingarinnar, um að fresta þingkosningunum í Palestínu.

Erlent
Fréttamynd

Nær öllu starfsfólkinu sagt upp

Nær öllu starfsfólki hjá fiskvinnslunni Drangi á Drangsnesi hefur verið sagt upp störfum. Þar eru ekki nægir bátar til að útvega fiskvinnslunni hráefni; þeir eru allir uppteknir á grásleppuveiðum.

Innlent
Fréttamynd

Flóttinn mikli

Forsagan að því að um 250.000 þýzkir flóttamenn, þar af um 100.000 börn, lentu í Danmörku vorið 1945 er sú, að eftir því sem sókn Rauða hersins náði lengra inn í Þýzkaland - fyrst Austur-Prússland og svo Slésíu, Pommern og Berlín - flúðu fleiri þýzkir íbúar þessara svæða í ofboði.

Erlent
Fréttamynd

Minni verslanir mega hafa opið

Á hvítasunnudag verður heimilt að hafa þær matvöruverslanir opnar sem eru að hámarki 600 fermetrar að stærð og a.m.k. tveir þriðju hlutar veltunnar er sala á matvælum, drykkjarvöru og tóbaki.

Innlent
Fréttamynd

Bitur örlög þýzkra flóttabarna

Þúsundir þýskra flóttamanna, mest börn, dóu í búðum í Danmörku eftir stríðslok. Sagnfræðirannsókn dansks læknis hefur vakið snarpa umræðu um "myrkan kafla" danskrar sögu.

Erlent
Fréttamynd

Allir vilja Jökulsárlón

Aðalmeðferð fór fram fyrir Héraðsdómi Reykjaness fyrir helgi í máli fjármálaráðuneytisins á hendur Sameigendafélagi Fells og Einari Birni Einarssyni til að fá hnekkt úrskurði Óbyggðanefndar um eignarhald á Jökulsárlóni og stórum hluta jarðarinnar Fells í Suðursveit.

Innlent
Fréttamynd

Að minnsta kosti tíu látnir

Bílsprengja sprakk nálægt markaði í Bagdad í Írak í morgun með þeim afleiðingum að minnst tíu létust. Þetta er haft eftir lögreglunni í borginni en upplýsingar eru enn af skornum skammti.

Erlent
Fréttamynd

Dalsmynnisdómur stendur

Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms um að maður og kona greiði Hundaræktinni Dalsmynni samtals um 730 þúsund krónur fyrir fimm hunda sem þau keyptu í ársbyrjun árið 2002, alla af Chihuahua-smáhundategund, einn hund og fjórar tíkur.

Innlent
Fréttamynd

Lithái sendur til Þýskalands

Hæstiréttur staðfesti í vikunni úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að framselja bæri litháískan mann til Þýskalands. Hingað kom maðurinn með Norrænu í byrjun mars.

Innlent
Fréttamynd

Skjálftahrinan heldur áfram

Skjálftahrinan suður af Reykjanesi heldur áfram en frá því á miðnætti hafa fjórtán skjálftar orðið þar, sá öflugasti 3,9 á Richter. Sá síðasti varð um stundarfjórðungi yfir átta í morgun. Flestir urðu þeir í námunda við Eldeyjarboða.

Innlent
Fréttamynd

Forsætisráðherra til Noregs

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Sigurjóna Sigurðardóttir, eiginkona hans, verða í opinberri heimsókn í Noregi dagana 13. til 15. maí. Tilefni heimsóknarinnar er meðal annars að nú eru 100 ár frá því Norðmenn öðluðust sjáflstæði og norska konungdæmið var endurreist.

Innlent
Fréttamynd

Selma bjartsýn á framhaldið

Selma Björnsdóttir kvaðst bjartsýn á framhaldið eftir að hafa æft í fyrsta sinn á sviðinu í Kænugarði þar sem söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. Hún var ánægð með hvernig til tókst í gær og sagði sviðið einstaklega gott.

Innlent
Fréttamynd

Vill kæra Írana til öryggisráðsins

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, hélt sinn fyrsta hefðbundna blaðamannafund eftir kosningarnar í gær. Þar kvaðst hann vera hlynntur því að kæra Íran til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna haldi þarlend stjórnvöld áfram að auðga úran.

Erlent
Fréttamynd

Keikó vildi aldrei frelsi

Keikó vildi aldrei frelsi og elskaði þá athygli sem hann fékk hjá mannfólkinu, samkvæmt nýrri bók um háhyrninginn sem ber heitið <em>Keikó talar</em>. Höfundurinn, Bonnie Norton, segist hafa skýr skilaboð frá háhyrningnum.

Innlent
Fréttamynd

Í olíuviðskiptum við Saddam?

Bandarísk þingnefnd sakar tvo þekkta stjórnmálamenn frá Bretlandi og Frakklandi um að hafa átt í vafasömum olíuviðskiptum við Saddam Hussein, fyrrverandi forseta Íraks.

Erlent
Fréttamynd

Helmingsaukning á hatursglæpum

Réttindasamtök múslima í Bandaríkjunum, CAIR, birtu í fyrradag skýrslu um glæpi og mismunun sem þarlendir múslimar urðu fyrir á síðasta ári.

Erlent
Fréttamynd

Náðu skrúfu af hafsbotni

Áhöfn Óðins og sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar náðu upp skrúfu sem legið hafði á sjávarbotni við Viðey síðan í október 1944. Skrúfan er úr kanadíska tundurspillinum Skeena, sem strandaði við Viðey í ofsaveðri. Fimmtán manns fórust þá eftir að þeir yfirgáfu skipið í björgunarbátum og -flekum.

Innlent
Fréttamynd

Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi

Dómari í Pensacola í Flórída dæmdi í gærkvöldi Sebastian Young í tvöfalt lífstíðarfangelsi en hann myrti hina hálfíslensku Lucille Mosco á heimili hennar þann 14. mars árið 2003. Sonur hennar, Jón Atli Júlíusson, særðist alvarlega í árásinni.

Innlent
Fréttamynd

Neitað um staðfestingu

George W. Bush Bandaríkjaforseti varð fyrir áfalli þegar utanríkismálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings neitaði að staðfesta skipun John Bolton sem sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Erlent
Fréttamynd

Gunnar velkominn í flokkinn

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir að þar sem Gunnar Örn Örlygsson hafi tekið út sína refsingu sé hann velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, segist ekki vita hvort úrsögn Gunnars skaði flokkinn.  

Innlent
Fréttamynd

Atlantsolía opnar í Njarðvík

Samkeppnin í bensín- og olíusölu í Reykjanesbæ eykst í dag þegar Atlantsolía tekur í notkun nýja stöð í Njarðvík. Þetta er fjórða stöð félagsins en að sögn talsmanns Atlantsolíu verður á næstu vikum tilkynnt um fleiri stöðvar sem til stendur að opna á næstunni.

Innlent