Innlent

Selma bjartsýn á framhaldið

Selma Björnsdóttir kvaðst bjartsýn á framhaldið eftir að hafa æft í fyrsta sinn á sviðinu í Kænugarði þar sem söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram. Hún var ánægð með hvernig til tókst í gær og sagði sviðið einstaklega gott. Selma fór mikinn á blaðamannafundi eftir æfinguna og hreif viðstadda meðal annars með því að syngja hluta af laginu "All Out of Luck" sem hún söng í Jerúsalem árið 1999 og endaði þá í öðru sæti. Selma sagði margt hafa breyst síðan þá, hún væri afslappaðri á sviði og röddin hefði breyst. Íslenski hópurinn hvílist í dag en æfir á ný á morgun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×