Olíudæla í gömlu bryggjuhúsi 12. maí 2005 00:01 Olíudreifing er með olíuafgreiðslu í einu elsta bryggjuhúsi Íslendinga á minjasvæði Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði. Um er að ræða stórt og mikið bryggjuhús, Þórshamarshúsið sem er eitt af síðustu bryggjuhúsunum á Íslandi. Það er töluvert illa á sig komið en talið vel viðgerðarhæft. Húsið er í eigu Hettu, dótturfélags Kers. Þórshamarshúsið stendur á stólpum úti í sjó og er með áfasta bryggju sem er við það að falla í sjóinn. Bryggjan er vel viðgerðarhæf með nýju dekki. Inni í húsinu er olíudæla og utan á húsinu hangir slangan. Olíu er dælt á olíubíl með tengivagni að meðaltali einu sinni á dag. "Þetta er með ólíkindum. Það hangir slanga í fjöruborðinu utan á húsinu. Ef eitthvað gerist þá rennur olían beint í sjóinn," segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands. Pétur kveðst hafa reynt að fá Ker til samstarfs en það hafi gengið erfiðlega. "Þetta er ekki einhver kofi heldur menningarverðmæti. Stórfyrirtæki hefur hagnast á starfseminni á þessu svæði og það er skylda þeirra að sinna þessum menningarverðmætum og varðveita bæði sína eigin sögu og sögu þjóðarinnar. Þetta er eitt af fáum bryggjuhúsum sem eftir eru á Íslandi," segir hann. Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar, segir að samkvæmt lögum hafi félagið svigrúm út þetta ár til að færa olíudæluna og efla mengunarvarnir. Stefnt sé að því að hætta starfsemi í húsinu og byggja nýjan olíugeim nær loðnubræðslunni í september. "Við verðum réttu megin áramóta með þessar úrbætur á staðnum," segir hann. Á Seyðisfirði er flotgirðing til að bregðast við mengun í sjó og í bílunum sjálfum eru áfyllivarnir. "Við erum með efni til að bregðast við ef eitthvað stórkostlegt gerist," segir Hörður. "Það eru eins miklar varnir og hægt er miðað við að það er ekki búið að uppfæra stöðina." Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Olíudreifing er með olíuafgreiðslu í einu elsta bryggjuhúsi Íslendinga á minjasvæði Tækniminjasafns Austurlands á Seyðisfirði. Um er að ræða stórt og mikið bryggjuhús, Þórshamarshúsið sem er eitt af síðustu bryggjuhúsunum á Íslandi. Það er töluvert illa á sig komið en talið vel viðgerðarhæft. Húsið er í eigu Hettu, dótturfélags Kers. Þórshamarshúsið stendur á stólpum úti í sjó og er með áfasta bryggju sem er við það að falla í sjóinn. Bryggjan er vel viðgerðarhæf með nýju dekki. Inni í húsinu er olíudæla og utan á húsinu hangir slangan. Olíu er dælt á olíubíl með tengivagni að meðaltali einu sinni á dag. "Þetta er með ólíkindum. Það hangir slanga í fjöruborðinu utan á húsinu. Ef eitthvað gerist þá rennur olían beint í sjóinn," segir Pétur Kristjánsson, forstöðumaður Tækniminjasafns Austurlands. Pétur kveðst hafa reynt að fá Ker til samstarfs en það hafi gengið erfiðlega. "Þetta er ekki einhver kofi heldur menningarverðmæti. Stórfyrirtæki hefur hagnast á starfseminni á þessu svæði og það er skylda þeirra að sinna þessum menningarverðmætum og varðveita bæði sína eigin sögu og sögu þjóðarinnar. Þetta er eitt af fáum bryggjuhúsum sem eftir eru á Íslandi," segir hann. Hörður Gunnarsson, forstjóri Olíudreifingar, segir að samkvæmt lögum hafi félagið svigrúm út þetta ár til að færa olíudæluna og efla mengunarvarnir. Stefnt sé að því að hætta starfsemi í húsinu og byggja nýjan olíugeim nær loðnubræðslunni í september. "Við verðum réttu megin áramóta með þessar úrbætur á staðnum," segir hann. Á Seyðisfirði er flotgirðing til að bregðast við mengun í sjó og í bílunum sjálfum eru áfyllivarnir. "Við erum með efni til að bregðast við ef eitthvað stórkostlegt gerist," segir Hörður. "Það eru eins miklar varnir og hægt er miðað við að það er ekki búið að uppfæra stöðina."
Fréttir Innlent Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira