Fréttir

Fréttamynd

Nýjar tjaldbúðir settar upp

Um tuttugu lögregluþjónar voru staddir á Kárahnjúkum um hádegisbilið í gær en þá rann út fresturinn sem mótmælendur höfðu til þess að ganga frá og taka saman föggur sínar að sögn Helga Jenssonar, fulltrúa sýslumannsins á Seyðisfirði. Síðasta tjaldið féll hins vegar ekki fyrr en síðdegis án þess að til átaka kæmi milli mótmælenda og lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Uppruni Kínaflensu óljós

Alþjóða heilbrigðisstofunin fylgist nú grannt með framvindu mála vegna hins dularfulla sjúkdóms sem herjað hefur á bændur í Kína að undanförnu. Alls hafa 24 manns látist vegna sjúkdómsins og yfir 80 veikst þar af 17 lífshættulega.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmennt lið gerði húsleit

Átta manna lögreglulið frá Hvolsvelli og Selfossi og tveir úr sérsveit Ríkislögreglustjóra, ásamt fíkniefnahundi, gerðu húsleit á bæ í Rangárþingi ytra í gærkvöldi vegna gruns um fikniefnamisferli.Tveir íbúanna voru heima og voru þeir báðir handteknir eftir að fíkniefni af ýmsum gerðum fundust, ásamt bruggtækjum og slatta af landa. Auk þess var kannabisrækt í gangi.

Innlent
Fréttamynd

2300 umsóknir um lóðir á Vatnsenda

Bæjarráð Kópavogs úthlutar lóðum á Vatnsenda á fimmtudag en rúmlega 2300 umsóknir bárust. Þeir umsækjendur sem ekki fá lóð núna fá líklega annað tækifæri fljótlega því Kópavogsbær stefnir að því að úthluta rúmlega þrjátíu lóðum til viðbótar á Vatnsenda.

Innlent
Fréttamynd

Ellefu sóttu um

Ellefu sóttu um stöðu forstjóra ÁTVR en umsóknarfrestur rann út á mánudag. Höskuldur Jónsson núverandi forstjóri lætur af störfum 1. september næstkomandi.

Innlent
Fréttamynd

Vargur lifir víða óáreittur

"Ég hef verið að fá fleiri minka í vor en dæmi eru um án þess að hafa aukið sóknina," segir Guðbrandur Sverrisson, sem eyðir dýrum fyrir þrjú sveitarfélög á Vestfjörðum. Hann segist lengst af hafa verið að fá um hundrað dýr á ári en hafi fengið 170 í fyrra og ef fram heldur sem horfir nær hann yfir tvö hundruð dýrum í ár.

Innlent
Fréttamynd

Mikill taugatitringur fyrir skotið

Mikill taugatitringur var á Canaveral-höfða á Flórída í dag þegar niðurtalning fyrir flugtak geimskutlunnar Discovery hófst. Á þriðja tímanum síðdegis átti hún að taka á loft í fyrsta sinn frá því að geimskutlan Columbia fórst 2003 en líkurnar á stórslysi nú eru taldar einn á móti hundrað.

Erlent
Fréttamynd

Morðingi van Gogh dæmdur

Dómstóll í Amsterdam dæmdi í gær Mohammed Bouyeri, sem játaði á sig morðið á kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh, í lífstíðarfangelsi - það er hámarksrefsingu. Hið hrottalega morð á van Gogh, sem var framið um hábjartan dag í byrjun nóvember, olli mikilli reiði í Hollandi og jók áhyggjur af "heimaöldum" íslömskum öfgamönnum.

Erlent
Fréttamynd

Allt á suðupunkti við Kárahnjúka

Prestsetrasjóður hefur afturkallað leyfi fyrir tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka. Þrír voru handteknir í nótt og eru þeir nú í yfirheyrslum. Útlendingastofnun getur ekki vísað fólkinu úr landi eins og sýslumannsembættið á Seyðisfirði fór fram á að yrði kannað.

Innlent
Fréttamynd

Mótmæla stefnu lögreglu

Hópur mótmælenda gekk um Lundúnaborg í gær og hrópaði að lögreglunni að sú stefna hennar, að skjóta til að drepa, væri röng. Stefna lögreglunnar varð Brasilíumanninum Jean Charles de Menezes að bana en hann hljóp á brott þegar lögreglan kallaði á eftir honum að stoppa á Stockwell-lestarstöðinni í London á föstudag.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur reknir úr tjaldbúðum

Mótmælendum við Kárahnjúka hefur verið gert að yfirgefa tjaldbúðir sínar fyrir hádegi í kjölfar harðra átaka við lögreglu í fyrrinótt. Mótmælendur eru mjög ósáttir við framgöngu lögreglu í átökunum þegar þrír Bretar voru handteknir. Ekki eru lagaheimildir fyrir því að vísa mönnunum þremur úr landi.

Innlent
Fréttamynd

Ný flugstöð á Bakka

Ný flugstöð var í gær vígð við flugvöllinn á Bakka að viðstöddum samgönguráðherra og flugmálastjóra. Nýja flugstöðin er 250 fermetrar og leysir af hólmi fimm sinnum minni flugstöð sem byggð var árið 1997.

Innlent
Fréttamynd

Leyndi því að stjórnin væri fallin

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri, virðist hafa ætlað að leyna því að meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna í bæjarstjórn Akureyrar er fallinn, samkvæmt skoðanakönnum Gallups fyrir Akureyrarbæ í vor.

Innlent
Fréttamynd

Blair segir Breta hvergi hvika

Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að bresk stjórnvöld myndu ekki "hvika svo mikið sem þumlung" fyrir hryðjuverkamönnum. Lögregla upplýstu að tveir mannanna sem eftirlýstir eru fyrir misheppnuðu tilræðin í síðustu viku séu löglegir innflytjendur sem fluttu á barnsaldri til Bretlands frá Sómalíu og Erítreu.

Erlent
Fréttamynd

Meirihlutinn tapar fylgi

Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn á Akureyri tapa umtalsverðu fylgi samkvæmt könnun IMG Gallup en halda þó meirihlutanum í bæjarstjórn. Listi fólksins á Akureyri missir báða bæjarfulltrúa sína en Samfylkingin og Vinstri grænir sækja verulega á.

Innlent
Fréttamynd

Morðingi Gogh í lífstíðarfangelsi

Lífstíðardómur var í morgun kveðinn upp yfir Mohammed Bouyeri sem játaði að hafa drepið hollenska kvikmyndagerðarmanninn Theo van Gogh. Hann kvaðst myndu gera slíkt hið sama á ný, hefði hann til þess tækifæri

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur verða kærðir

Þrír Bretar voru handteknir við Kárahnjúka eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögregluþjóna í fyrrinótt. Mótmælendurnir hlekkjuðu sig við vinnuvélar, unnu spjöll á bifreiðum og veittust að lögreglu að sögn sýslufulltrúa á Egilsstöðum.

Innlent
Fréttamynd

Álagningarseðlar sendir út

Skattstjórar landsins leggja fram álagningarskrár á föstudag og sama dag verða 230 þúsund álagningarseðlar vegna síðasta árs sendir út. Mikill meirihluti framteljenda töldu fram rafrænt og geta þeir frá og með morgundeginum leitað upplýsinga um sína álagningu með rafrænum hætti.

Innlent
Fréttamynd

Hæfustu lifa af í Surtsey

Fjölmargar lífverur hafa numið land eða skotið upp kolli í Surtsey frá því eyjan reis úr hafi fyrir fjörutíu og einu ári. Sumar dafna vel meðan aðrar verða að hörfa og enn aðrar deyja drottni sínum.</font />

Innlent
Fréttamynd

Hinir raunverulegu hryðjuverkamenn

Hundruð ættingja og vina mannsins sem lögreglan í Lundúnum skaut gengu um götur heimabæjar hans í Brasilíu í gær og mótmæltu afsökunarbeiðni Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands, sem þeir sögðu ekki vera nógu góða. Á spjöldum sem fólkið hélt á lofti stóð að breska lögreglan væru hinir raunverulegu hryðjuverkamenn.

Erlent
Fréttamynd

Klikkaður í rúminu eða nauðgari?

Ertu klikkaður í rúminu eða bara ósköp venjulegur nauðgari? Farin er af stað herferð gegn nauðgunum vegna verslunarmannahelgarinnar sem óðum nálgast en aldrei er of varlega farið.

Innlent
Fréttamynd

Líkur á stórslysi 1/100

Eftir um tvo tíma tekur geimskutlan Discovery á loft, að öllu óbreyttu. Það verður fyrsta ferð geimskutlu frá því að skutlan Columbia splundraðist í aðflugi fyrir tveimur árum. Líkurnar á stórslysi af því tagi í þetta sinn eru einn á móti hundrað.

Erlent
Fréttamynd

Surtsey ferðamannaperla

Deilt hefur verið um það hvort hleypa eigi ferðamönnum til Surtseyjar en Steingrímur Hermannsson, formaður Surtseyjarfélagsins, er því andvígur. Hjálmar Árnason þingmaður hefur látið þetta mál til sín taka.

Innlent
Fréttamynd

Skorið úr um hæð Hvannadalshnjúks

Í dag verður byrjað að mæla hæð Hvannadalshnjúks með afgerandi hætti en síðasta opinbera mæling er meira en hundrað ára gömul. Tafir urðu á að flytja búnaðinn upp á jökul í morgun þar sem þyrla Landhelgisgæslunnar var að sinna sjúkraflugi í nótt og svo var skýjaslæða lögst á jökulinn undir hádegi.

Innlent
Fréttamynd

Herferð gegn nauðgunum

Herferð V-samtakanna gegn nauðgunum fyrir verslunarmannahelgina hefst í dag en þetta er í fjórða sinn sem samtökin eru með sérstaka herferð gegn nauðgunum á þessum tíma árs. Tölulegar staðreyndir varðandi kynferðisbrot um verslunarmannahelgina eru sláandi.

Innlent
Fréttamynd

Veitingasala ekki niðurgreidd

"Reykjavíkurborg hefur aldrei niðurgreitt veitingahúsarekstur í Viðey," segir Steinar Davíðsson, sem rak veitingasölu í Viðeyjarstofu frá 1997 þar til í vor. "Við borguðum árlega þrjár til fimm milljónir í húsaleigu til Reykjavíkurborgar og fengum ekki krónu þaðan inn í reksturinn, hvorki með beinum né óbeinum hætti."

Innlent
Fréttamynd

2 handteknir vegna Madrídarárása

Franska lögreglan handtók í morgun tvo menn sem grunaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í Madríd fyrir rúmu ári. Innanríkisleyniþjónustan handtók feðga í Norður-Frakklandi, skammt frá landamærunum að Belgíu, og voru þeir fluttir til Belgíu til yfirheyrslu.

Erlent
Fréttamynd

Bretum hugsanlega vísað úr landi

Sýslumannsembættið á Seyðisfirði og Útlendingastofnun eru að kanna grundvöll þess að vísa þremur Bretum úr landi eftir að þeir tóku þátt í átökum við lögreglu inni á bannsvæði við Kárahnjúkavirkjun í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Tæki og tól til fíkniefnaneyslu

Tæki og tól til fíkniefnaneyslu fundust í einu tjaldi í tjaldbúðum mótmælenda við Kárahnjúka í nótt, en engin fíkniefni. Nokkrir lögreglumenn fóru í búðirnar að loknum átökunum á vinnusvæðinu, sem áttu sér stað upp úr miðnætti, og var fíkniefnahundur með í för.

Innlent
Fréttamynd

Skarst illa á hálsi

Til átaka kom um borð í skemmtiferðaskipinu Saga Rose í gærkvöld þar sem skipið var á siglingu djúpt norður af landinu og óskaði skipstjóri eftir aðstoð þyrlu til að sækja slasaðan mann um borð. Hafði sá skorist illa á hálsi og misst tvo lítra af blóði.

Innlent