Fréttir

Fréttamynd

Góð umferðarhelgi

Umferðin var nokkuð þétt upp við Rauðavatn á sjöunda tímanum en svo virðist sem að úr henni sé að greiðast.

Innlent
Fréttamynd

Engin nauðgun tilkynnt

Engin nauðgun hefur verið tilkynnt yfir verslunarmannahelgina. Þeir sem vinna að forvörnum segja þetta vissulega gleðiefni en taka þessu þó með nokkrum fyrirvara þar sem kynferðisbrot eru oft ekki tilkynnt fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Innlent
Fréttamynd

Jafnar fylkingar í borginni

R-listinn fengi 47 prósenta fylgi en listi Sjálfstæðisflokksins 48 prósent ef kosið yrði til borgarstjórnar nú. Þetta er niðurstaða nýrrar fylgiskönnunar sem Gallup hefur gert. Miðað við könnun síðastliðið haust tapar R-listinn um sex prósentustigum en Sjálfstæðisflokkurinn bætir öðru eins við sig.

Innlent
Fréttamynd

120 teknir af Blönduóslögreglunni

Um það bil 120 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Blönduósi um verslunarmannahelgina, en ekki var búið að taka saman nákvæma tölu í gær.

Innlent
Fréttamynd

Bjóðast til að ná í geimfarana

Rússneskir geimvísindamenn hafa lúmskt gaman af vandræðum bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA. Einn þeirra segist reiðubúinn að senda geimflaugar á loft til að ná áhöfn geimferjunnar Discovery niður.

Erlent
Fréttamynd

Mun stærra hlaup en síðast

Vatnsrennsli í Skaftá var komið í 620 rúmmetra á sekúndu í gær og er orðið mun stærra en hlaupið 2003. Oddsteinn Kristjánsson, bóndi í Hvammi, lét sér ekki bregða þó að farið væri að flæða að túnfætinum og sagði þetta í lagi svo fremi að Katla léti ekki á sér kræla.

Innlent
Fréttamynd

Lausir renningar á Discovery

Tveir trefjarenningar sem standa nokkra sentimetra út úr botni geimferjunnar Discovery gætu stefnt henni í hættu. Sérfræðingar NASA kanna nú hvort renningarnir, sem notaðir eru sem þéttiefni milli hitaflísa, geti valdið því að svæðið í kring hitni um fjórðungi meira en venjulega þegar ferjan kemur inn í gufuhvolfið á ný.

Erlent
Fréttamynd

Breyting á aksturstíðni hjá Strætó

Breyting verður á þjónustu Strætó á stofnleiðum í þessari viku. Á álagstímum á virkum dögum mun verða ekið á 20 mínútna fresti í stað 10 mínútna og á laugardag verður ekið á 30 mínútna fresti í stað 20 mínútna. Leiðabókin gildir annars að öllu leyti.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk en ekki flokkspólitísk

Aldarfjórðungur er síðan Vigdís Finnbogadóttir tók við forsetaembætti, fyrsta kona heims sem var þjóðkjörin til slíks embættis. Hún var pólitískur forseti en þó ekki á flokkspólitískum línum segir Svanur Kristjánsson stjórnmálafræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Talin hafa myrt níu börn sín

39 ára þýsk kona var handtekin í gær grunuð um að hafa orðið níu börnum sínum að bana. Lík níu barna fundust í garði húss í þýsku þorpi nærri landamærunum að Póllandi á sunnudag. Líkin eru talin vera af börnum sem hafi fæðst á árunum 1998 til 2004 og látist skömmu eftir fæðingu. Konan er talin vera móðir barnanna og grunuð um að hafa banað þeim.

Erlent
Fréttamynd

Níu barnslík finnast í Þýskalandi

Lík níu kornabarna fundust í smábæ í Brandenburg í Þýskalandi í gær. Talið er að móðir barnanna hafi drepið þau skömmu eftir fæðingu. Konu um fertugt er leitað en talið er að hún hafi framið barnamorðin á árunum 1988 til 2004.

Erlent
Fréttamynd

Óttast fleiri sprengjuárásir

Viðbúnaður lögreglunnar í Lundúnum er í hámarki vegna ótta um að þriðja hrina árása ríði yfir borgina á næstunni. Þúsundir lögreglumanna gæta lestarstöðva og strætisvagna en úthald lögregluþjóna fer þverrandi. </font /></b />

Erlent
Fréttamynd

Gjöfin hálfgerður bjarnargreiði

"Þetta er orðinn hálfgerður bjarnargreiði," segir Hafþór Hafsteinsson, forstjóri Avion Group, en hann er einn þeirra sem gaf Arngrími Jóhannssyni flugstjóra hlut í DC-3 flugvél í afmælisgjöf.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamaður tekinn á 171

Erlendur ríkisborgari var sviptur ökuréttindum á staðnum eftir að hafa mælst á 171 kílómetra hraða í Hörgárdal á laugardagskvöldið. Þetta var nálægt miðnætti og farið á skyggja á vegi þar sem geta verið skepnur. Fjórir farþegar, sem einnig eru ferðamenn, voru í bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríkjastjórn fækkar í herliðum

Bandaríkjamenn hyggjast fækka stórlega í herliði sínu í Írak á næstunni. Fyrir mitt ár 2006 á að fækka hermönnum þar niður í áttatíu þúsund og fyrir lok ársins vonast varnarmálaráðuneytið í Washington til þess að aðeins verði á milli fjörutíu og sextíu þúsund bandarískir hermenn eftir í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Mótmælendur handteknir

Sjö manna hópur mótmælenda fór inn á vinnusvæðið að Kárahnjúkum síðdegis í dag og hengdi upp borða með slagorðum á stífluna. Verðir á svæðinu urðu fólksins varir og hljóp það þá á brott og skildi bílinn sem það kom á eftir.

Innlent
Fréttamynd

Hvalveiðar gagnrýndar

Ástralir hafa fordæmt áætlun Íslendinga um að veiða 39 hrefnur í vísindaskyni á þessu ári. Ian Campell umhverfisráðherra Ástralíu segir að sér ofbjóði fyrirætlanir Íslendinga enda séu þær rangar og í andstöðu við meirihluta Alþjóðahvalveiðiráðsins.

Innlent
Fréttamynd

Jarðskjálftahrina við Grímsey

Mikil jarðskjálftahrina hófst í gærkvöldi um sextán kílómetra austan við Grímsey. Um fimmtíu skjálftar hafa mælst en flestir hafa þeir verið litlir, á bilinu núll komma þrír til rúmlega tveir á Richter. Þó mældist skjálfti upp á fjóra komma tvo klukkan rúmlega sex í morgun. Mest var virknin á milli klukkan fimm og sjö en síðan hefur nokkuð dregið úr henni.

Innlent
Fréttamynd

Helgin öll

52 fíkniefnamál komu upp á stæstu hátíðum helgarinnar, í Vestmannaeyjum og á Akureyri. skemmtanahald fór yfirleitt vel fram þessa verslunarmannahelgi. Útlit er fyrir að um 500 manns sem eiga pantað flug frá Eyjum, til Bakka komist ekki heim í dag.

Innlent
Fréttamynd

Íbúar Lundúna hræddir

Anna Hildur Hildibrandsdóttir, sem býr í Lundúnum segir að panikástand ríki í borginni vegna hryðjuverkanna sem dunið hafa yfir.

Erlent
Fréttamynd

Blair í trúmálin

Trúmál eru efst á listanum yfir það sem Tony Blair ætlar að snúa sér að eftir að hann hættir sem forsætisráðherra fyrir næstu kosningar. Sögusagnir voru um að Blair væri að endurskoða ákvörðun sína um að segja ekki af sér forsætisráðherraembætti og leyfa Gordon Brown að taka við, eða þá að hann hyggðist sitja áfram á þingi og gera Brown lífið leitt sem óbreyttur þingmaður.

Erlent
Fréttamynd

Efla nágrannavörslu

Borgarstjórn hefur óskað eftir samstarfi við lögregluna í Reykjavík í því skyni að efla innbrotsvarnir og koma á fót skipulagðri nágrannavörslu í öllum hverfum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Bush sniðgekk öldungadeildina

George Bush, forseti Bandaríkjanna, sniðgekk ödungadeildina, sem nú er í leyfi, þegar hann tilnefndi John Bolton sem næsta sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Bolton er umdeildur og hefur m.a. verið gagnrýndur af demókrötum fyrir að vera afar íhaldssamur.

Erlent
Fréttamynd

Lundúnalögreglan í viðbragðsstöðu

Skyttur og sérsveitarmenn í bresku lögreglunni eru á húsþökum og götum í Lundúnum í dag, tilbúnir að bregðast við nýrri hrinu hryðjuverkaárása. Breska lögreglan telur sig nú vita að þriðji hópur hryðjuverkamanna undirbýr sjálfsmorðsárásir á almenningsfarartæki í Lundúnum.

Erlent
Fréttamynd

Nóttin gekk vel á Akureyri

Nóttin gekk vel á Akureyri að sögn lögreglu þar, þótt hún hafi haft í nægu að snúast. Fjögur fíkniefnamál í smærri kantinum komu upp og nokkrir pústrar. Þá voru nokkrir teknir fyrir hraðakstur í nótt og voru þrír teknir ölvaðir undir stýri í gær. Fjölmenni var á knattspyrnuvellinum þar sem flugeldasýning var haldin í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Barnamorðin í Þýskalandi

Verið var að laga til í bakgarði í þorpinu Brieskow-Finkenheerd í Brandenburg í gær þegar þar fundust bein, sem virtust smá mannabein. Sjónarvottur greindi yfirvöldum frá því að svo virtist sem dóttir lóðareigendanna hafi geymt muni af ýmsu tagi á lóðinni og þar faldi hún lík í það minnsta níu kornabarna.

Erlent
Fréttamynd

Skelfur við Grímsey

Skjálftahrina hófst við Grímsey í fyrrakvöld. Upptök skjálftanna voru um 16 kílómetra austur af eynni og mældist snarpasti skjálftinn yfir fjórum stigum laust upp úr klukkan sex í gærmorgun.

Innlent
Fréttamynd

Fúskarar að verki í London

Fúskarar voru að verki þegar misheppnaðar hryðjuverkaárásir voru gerðar í Lundúnum fyrir rúmri viku. Ítalska lögreglan segir engar vísbendingar um að maður í haldi hennar hafi nein tengsl við hryðjuverkasamtök af nokkru tagi.

Erlent
Fréttamynd

Friður og ró í Fljótshlíð

Tæplega 4000 manns hafa verið á fjölskylduhátíðinn í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð um helgina. Mótið er skipulagt af Hvítasunnummönnum og er þetta í 55. sinn í röð sem þeir standa fyrir slíkri hátíð um verslunarmannahelgi.

Innlent
Fréttamynd

Zimbabwe: Skila ekki jörðunum

Yfirvöld í Zimbabwe segja ekki koma til greina að afhenda hvítum bændum jarðir þeirra sem ríkisstjórn forseta landsins, Robert Mugabe, hefur tekið af þeim. Forstjóri eins stærsta banka Zimbabwe hefur undanfarið hvatt til þess að þetta verði gert því landbúnaður landsins, og þar með efnahagurinn, er í miklum lamasessi.

Erlent