Fréttir

Fréttamynd

Telja hættu á mengunaróhöppum

Heilbrigðisnefnd Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis hefur beint þeim tilmælum til bæjarstjórnar Hafnarfjarðar að láta loka nú þegar vegaslóðum sunnan og suðvestan vatnsbólanna í Kaldárbotnum vegna hættu á mengunaróhöppum.

Innlent
Fréttamynd

Allt að 4.010 þorskígildislestir

Sjávarútvegsráðuneytið gaf í dag út reglugerðir um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þar kemur meðal annars fram að byggðakvóti verður allt að 4.010 þorskígildislestir. 37 sveitarstjórnir sóttu um byggðakvóta og eiga 32 þeirra kost á byggðakvóta vegna 41 byggðarlags.

Innlent
Fréttamynd

Fordómar innan nefndarinnar

Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir fordóma ríkja innan nefndar sem fjallar nú um réttarstöðu samkynhneigðra í tengslum við frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í haust.

Innlent
Fréttamynd

Ívar skipaður forstjóri ÁTVR

Fjármálaráðherra hefur skipað Ívar J. Arndal aðstoðarforstjóra í embætti forstjóra ÁTVR frá 1. september nk. Ívar hefur gegnt starfi aðstoðarforstjóra ÁTVR frá árinu 2000 og var settur forstjóri í eitt ár 2003–2004.

Innlent
Fréttamynd

Þýskir ferðamenn drukkna

Tveir þýskir ferðamenn drukknuðu í gær, eftir að fimm meðlimir sömu fjölskyldu lentu í erfiðleikum vegna undiröldu þar sem þeir voru að synda í Norðursjónum við strendur Jótlands.

Erlent
Fréttamynd

Fordæma valdaránið í Máritaníu

Sameinuðu þjóðirnar, Afríkusambandið og Bandaríkin hafa fordæmt valdaránið í Vestur-Afríkuríkinu Máritaníu í gær. Nokkrir herforingjar hafa lýst því yfir að þeir hafi tekið völdin í sínar hendur til að binda endi á tveggja áratuga einræðisstjórn forsetans Maaouiya Ould Sid Ahmed Taya.

Erlent
Fréttamynd

Veðleyfi upp á 73,7 milljónir

Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti á fundi í gærmorgun veðleyfi að upphæð 73,7 milljónir króna frá Verðbréfastofunni hf. í Reykjavík á fjölbýlishúsið Gilsbakka 2-6 á Bíldudal. Fyrir skömmu samþykkti sveitarfélagið sölu á umræddu fjölbýlishúsi fyrir rúmar tíu milljónir króna.

Innlent
Fréttamynd

London vöktuð

Sex þúsund lögreglumenn, gráir fyrir járnum, vakta í dag öll helstu samgöngumannvirki London. Í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan meira en fimmtíu manns létust í árásum á borgina og tvær vikur síðan gerð var misheppnuð árás sem svipaði mjög til þeirrar fyrri.

Erlent
Fréttamynd

Talar fyrir punktakerfi í Kópavogi

Ólafur Þór Gunnarsson læknir, sem var efsti maður á lista Vinstri grænna í síðustu bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi, segir aðalatriðið að úthlutunarkerfi sé gagnsætt og fyrirsjáanlegt. "Það er engin sanngirni í því að þú getir fengið lóð út á það hver þú ert og hvað þú heitir."

Innlent
Fréttamynd

41 byggðarlag fær byggðakvóta

Veiða má 198 þúsund tonn af þorski og 105 þúsund tonn af ýsu samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um úthlutun 4.010 tonna af byggðarkvóta til byggðarlaga sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi eða skerðingar á heildaraflaheimildum. 

Innlent
Fréttamynd

Júlíus Vífill ætlar fram

Júlíus Vífill Ingvarsson lýsti í gær yfir framboði í eitt af efstu sætunum á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Hann segir Reykjavík hafa orðið undir í samkeppni við nágrannasveitarfélögin. "Ég vil beita mér fyrir því að Reykjavík verði fyrirmynd annarra sveitarfélaga og ávallt í forystu."

Innlent
Fréttamynd

Vinna hafin á ný

Vinna er hafin á ný á við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Hún var stöðvuð eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið í morgun og strengdi þar meðal annars borða með áletruninni: „Alcoa græðir- Íslandi blæðir“. Ellefu voru handteknir.

Innlent
Fréttamynd

Kanna hvort gera verði við

Sérfræðingar bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA, segja skemmdir hafa orðið á geimferjunni Discovery við glugga flugstjórans og er nú verið að kanna hvort að geimfarar um borð í ferjunni verða að gera við skemmdirnar.

Erlent
Fréttamynd

Hvannadalshnjúkur hefur lækkað

Hvannadalshnjúkur er aðeins 2.110 metrar eða níu metrum lægri en hann hefur verið sagður vera síðastliðin hundrað ár. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra tilkynnti þetta á tröppum Stjórnarráðsins fyrir stundu.

Innlent
Fréttamynd

18 drepnir í Khartoum í nótt

Átján manns voru drepnir á götum Khartoum, höfuðborgar Súdans, í nótt. Fjölmargir íbúar Suður-Súdans hafa gengið berseksgang á götum úti undanfarna þrjá daga í kjölfar þess að varaforseti landsins lést í þyrluslysi á sunnudaginn.

Erlent
Fréttamynd

Bretar seldur þungt vatn

Bretar seldu Ísraelum á sjötta áratugnum nauðsynlega parta, fyrir kjarnorkuuppbyggingu Ísraela. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem BBC hefur undir höndum.

Erlent
Fréttamynd

Leit þýskra tollayfirvalda ólögmæt

Skipverjarnir tveir af togaranum Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven í Þýskalandi í byrjun janúar með sjö kíló af kókaíni og hassi í klefum sínum eru lausir allra mála eftir að þýskur dómstóll komst að því að leit lögreglu og tollgæslu hefði verið ólögmæt.

Innlent
Fréttamynd

Danir hljóma gramir

Baugur, Straumur og fyrirtæki í eigu Birgis Þórs Bieltvedts hafa keypt stórverslunina Illum við Strikið í Kaupmannahöfn en sami hópur keypti nýverið Magasin du Nord þar í borg. Dönsk blöð greina frá þessum viðskiptum með ítarlegum hætti í morgun og er ekki laust við að úr textanum megi lesa að Dönum þyki berin súr.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Mikið um veggjalýs hér á landi

Ólafur Sigurðsson hjá Meindýraeyðingu heimilanna segir óvenju mikið hafa verið um veggjalús í húsum Íslendinga síðustu misserin og vill brýna fyrir fólki að það sé á varðbergi gagnvart henni á ferðalögum erlendis. Auðvelt er að sjá ummerki lúsarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ekki synda með hvölum

Stjórnvöld í Kosta Ríka hafa bannað fólki að synda með höfrungum og hvölum. Þetta sagði hópur umhverfisverndarsinna í gær, en sund með hvölum hefur notið vaxandi vinsælda hjá ferðamönnum í Kosta Ríka á undanförnum árum.

Erlent
Fréttamynd

Enginn ætti að skrifa undir

Enginn ætti að skrifa undir samning á borð við þann sem Eskimo models gerði við hundruð aukaleikara í mynd Clints Eastwoods sem nú er verið að taka upp á Reykjanesi, segir aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ. Verkalýðshreyfingin er tilbúin að aðstoða leikarana við að knýja á um breytingar.

Innlent
Fréttamynd

Allt með kyrrum kjörum í London

Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Lundúnum í morgun. Öryggisyfirvöld höfðu pata af því að hryðjuverkamenn hyggðu á árásir í dag en í dag eru nákvæmlega fjórar vikur síðan yfir fimmtíu manns létust í árásum á borgina.

Erlent
Fréttamynd

Bærinn gæti boðið í reksturinn

Lúðvík Bergvinsson, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjabæjar, útilokar ekki að bærinn bjóði í rekstur Vestmannaeyjaferju. Enn hafa þó engar ákvarðanir verið teknar í þeim efnum að hans sögn en málið verður skoðað.

Innlent
Fréttamynd

Kapphlaup um jarðir í Kelduhverfi

Þrír forystumenn Húsavíkurbæjar hafa keypt jörðina Eyvindarstaði í Kelduhverfi og ætla að koma þar á fót sumarhúsabyggð. Lífsval ehf. á tvær jarðir í Kelduhverfi og sóttist einnig eftir Eyvindarstöðum með veiðiréttindi í Litluá í huga.

Innlent
Fréttamynd

Skaut þrjá strætisvagnafarþega

Þrír eru látnir eftir að maður í búningi ísraelska hersins hóf skothríð um borð í strætisvagni í bænum Shfaram í Ísrael í dag. Lögregla segist hafa handtekið manninn á vettvangi.

Erlent
Fréttamynd

Þyrlan sótti slasaðan sjómann

Skipverji á togaranum Akurey fékk þungt höfuðhögg þegar hann féll við vinnu sína undir kvöld í gær þar sem togarinn var staddur djúpt norðvestur af landinu. Óskað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar sem sótti manninn og lenti með hann við Landspítalann um klukkan ellefu í gærkvöldi.

Innlent
Fréttamynd

Frekari viðgerðir ekki nauðsyn

Ákveðið hefur verið að ekki sé nauðsynlegt að fara út í enn eina geimgönguna til að gera við hitateppi, undir glugga flugstjórnanda geimferjunnar Discovery, sem rifnaði þegar flauginni var skotið frá jörðu.

Erlent
Fréttamynd

11 mótmælendur handteknir

Vinna við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð var stöðvuð í fjórar klukkustundir í dag eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið. Þeir strengdu meðal annars borða með áletruninni „Alcoa græðir - Íslandi blæðir“ og klifruðu upp í byggingakrana. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað voru kallaðir á vettvang og handtóku ellefu mótmælendur.

Innlent
Fréttamynd

Flugstjóranum að kenna?

Rannsókn flugslyssins í Toronto gæti tekið mörg ár að mati þeirra sem vinna að henni. Slysið var flugstjóranum að kenna, segir samgönguráðherra Kanada. 

Erlent