Innlent

Vinna hafin á ný

Vinna er hafin á ný á við byggingu álvers Alcoa við Reyðarfjörð. Hún var stöðvuð eftir að hópur mótmælenda fór inn á svæðið í morgun og strengdi þar meðal annars borða með áletruninni: „Alcoa græðir- Íslandi blæðir“. Lögreglumenn frá Eskifirði og Neskaupstað mættu á vettvang og hafa nú handtekið ellefu manns. Einn mótmælandi er ennþá uppi í byggingakrana og verður beðið með að ræsa kranann þar til maðurinn kemur niður. Mótmælendurnir eru allir útlendingar og koma héðan og þaðan - frá Skotlandi, Bretlandi, Austurríki og Spáni, meðal annars. Björn S. Lárusson, samskiptafulltrúi Bechtel á Íslandi segir enga ákvörðun hafa verið tekna um framhaldið, það er, hvort verði lagðar fram kærur. Það verði gert í samráði við yfirstjórn fyrirtækisins og viðskiptavininn Alcoa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×