Innlent

41 byggðarlag fær byggðakvóta

Veiða má 198 þúsund tonn af þorski og 105 þúsund tonn af ýsu samkvæmt reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins um stjórn fiskveiða á næsta fiskveiðiári. Þá hefur einnig verið tekin ákvörðun um úthlutun 4.010 tonna af byggðarkvóta til byggðarlaga sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í sjávarútvegi eða skerðingar á heildaraflaheimildum. Þau byggðarlög sem fá mest eru Stykkishólmur, Súðavíkurhreppur og Siglufjörður, sem fá 210 tonn hver. Alls fá 41 byggðarlag í 32 sveitarfélögum kvóta. Vegna hruns í skel- og innfjarðarækjuveiðum verður 3.100 þorskígildislestum skipt milli rækju- og skelbáta, en á yfirstandandi ári fengu þeir um 500 lestum meira í bætur. Einnig hefur byggðarkvóti sem Byggðastofnun hefur til úthlutunar verið minnkaður um helming, úr 750 í 375 þorskígildislestir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×