Fréttir

Fréttamynd

Varað við skattalækkunum

"Með því að bæta skattalækkunum ofan á þá þenslu sem nú er í þjóðfélaginu þá teljum við að verðbólga getið farið af stað enn frekar en nú er orðið og við höfum varað mjög við þessum tímasetningum," segir Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ.

Innlent
Fréttamynd

Búist við lækkun matarskatts

Meðal þeirra tillagna sem nú eru ræddar innan stjórnarflokkanna er að neðra þrep virðisaukaskatts verði lækkað niður í allt að sjö prósent. Fyrirhugaðar breytingar á tekjuskattskerfinu þar sem tekjuskattur verður lækkaður um tvö prósent um næstu áramót eru umfram þau skattalækkunaráform sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Velti bíl fyrir utan Húsavík

Fólksbíll valt rétt fyrir utan Húsavík um sexleytið í morgun. Ökumaður var einn í bílnum og slasaðist hann lítið að sögn lögreglu. Maðurinn, sem grunaður er um ölvun, var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri þar sem nú er hlúð að honum. Ef áfengismagn reynist fyrir ofan það sem leyfilegt er verður maðurinn ákærður fyrir ölvunarakstur.

Innlent
Fréttamynd

Raggagarður opnaður á Súðavík

Kærleikur og ást er hvatinn að fyrsta fjölskyldugarði Vestfirðinga sem opnaður var í Súðavík í dag. Vilborg Arnarsdóttir átti sér draum um stað þar sem fjölskyldur gætu átt saman góðar stundir og nú hefur hún látið hann rætast með góðum stuðningi. Garðurinn, sem nefnist Raggagarður, er tileinkaður minningu sonar Vilborgar sem lést ungur að aldri í bílslysi.

Innlent
Fréttamynd

Discovery á leið heim

Geimferjan Discovery er lögð af stað aftur til jarðar eftir ferð að alþjóðlegu geimstöðinni. Ef allt gengur að óskum er búist við því að hún lendi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Fiskidagurinn mikli á Dalvík

Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur í Dalvíkurbyggð í dag. Þar bjóða fiskverkendur og fleiri aðilar í byggðarlaginu bjóða landsmönnnum og gestum landsins í margréttaða fiskveislu. Hátíðin hófst klukkan ellefu í morgun og lýkur nú klukkan fimm. Ekki fékkst gefið upp hversu margir hefðu sótt hátíðina en búist var við 30 þúsund gestum og höfðu 110 þúsund matarskammtar verið búnir til fyrir hátíðina.

Innlent
Fréttamynd

Hæstbjóðandi stjórnar hljómsveit

Sinfóníuhljómsveitin í Birmingham í Bretlandi býður nú hæstbjóðanda að stjórna hljómsveitinni á æfingu. Uppboðið fer fram á uppboðssíðunni eBay á Netinu og er hæsta boð þegar komið yfir fimm þúsund pund, um 550 þúsund krónur. Innifalin er klukkustundar kennslustund hjá stjórnandanum, Sakari Oramo.

Erlent
Fréttamynd

Mannréttindi víkja fyrir öryggi

Tony Blair tilkynnti í gær að hann væri tilbúinn til þess að breyta lögum um mannréttindi til að bregðast við breyttum aðstæðum í Bretlandi vegna hryðjuverkaógnarinnar. Hertar aðgerðir voru boðaðar til að senda fólk úr landi eða neita því um aðgang, lofsyngi það eða hvetji til hryðjuverka.

Erlent
Fréttamynd

Ferðast til Pakistans

Nemendur og starfsmenn Borgarholtsskóla munu á morgun efna til táknræns hlaups, göngu eða hjólreiða í tilefni tíu ára afmælis skólans. Ætlunin er að ferðast til Pakistans í óeiginlegri merkingu, en markmiðið er að samanlagður kílómetrafjöldi sem lagður verður að baki verði jafn vegalengdinni í loftlínu á milli Íslands og Pakistan.

Innlent
Fréttamynd

Andri hættir hjá KEA

Framkvæmdastjóri KEA, Andri Teitsson, hefur sagt starfi sínu lausu af persónulegum ástæðum. Í tilkynningu frá KEA kemur fram að hann og kona hans eigi von á tvíburum auk þess sem þau eigi fyrir fjögur börn 8 ára og yngri svo Andri hyggst taka sér langt feðraorlof. Segir í tilkynningunni að þetta hefði leitt til þess að málefni KEA hefðu verið í biðstöðu um lengri tíma og það taldi stjórnin óheppilegt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fimm létust í tilræði í strætó

Maður hóf skothríð í strætisvagni í arabíska bænum Sfaram í Ísrael í gær með þeim afleiðingum að fjórir arabar féllu. Við það æstist múgurinn svo að hann drap manninn. Talið er að maðurinn hafi viljað mótmæla fyrirhuguðum brottflutningi gyðinga frá Gasasvæðinu og hluta Vesturbakkans.

Erlent
Fréttamynd

Síminn úr eigu ríkisins

Kaupsamningur milli ríkisins og nýrra eigenda að tæplega níutíu og níu prósentum hlutafjár í Símanum var undirritaður í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fyrirtækið

Innlent
Fréttamynd

Ekki þarf að gera við hitahlíf

Áhöfn geimskutlunnar Discovery hefur fengið þau skilaboð frá stjórnstöð NASA að ekki sé þörf á að gera við rifna hitahlíf á flauginni áður en haldið verður til jarðar. Engin hætta stafi af skemmdunum sem eru rétt fyrir neðan glugga stjórnklefa skutlunnar. George Bush, Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir stuðningi við NASA vegna málsins en Discovery á að lenda í Flórída á mánudag.

Erlent
Fréttamynd

Yfir þúsund látnir í flóðum

Yfirvöld á Indlandi segja 1039 hafa farist í flóðum og aurskriðum vegna úrhellisrigninga í vesturhluta landsins undanfarið. Um 200 þúsund manns, sem neyddust til að flýja heimili sín, dvelja enn í flóttamannabúðum. Yfirvöld í Indlandi hafa verið harðlega gagnrýnd vegna ástandsins, þá sérstaklega vegna skólpkerfa sem náðu engan veginn að taka við vatnsflauminum.

Erlent
Fréttamynd

Risaflugfélag á Íslandsmarkað

"Þeir telja orðið að Ísland sé vænlegur og spennandi kostur enda sívaxandi áhugi á ferðum hingað til lands," segir Bolli Valgarðsson, talsmaður breska flugfélagsins British Airways hér á landi. Flugfélagið hyggst hefja reglulegar ferðir hingað til lands í mars á næsta ári og mun þá samkeppnin harðna til muna á þessari flugleið.

Innlent
Fréttamynd

Rannsaka tilkynningu um sprengju

Ítarleg rannsókn er nú hafin á því að fjarskiptamiðstöð Ríkislögreglustjóra barst í nótt tilkynning um sprengju í Leifsstöð og var allt viðeigandi lið kallað út til sprengjuleitar um klukkan hálffjögur. Þetta var svonefnd óljós tilkynning þannig að ekki var gripið til rýmingar heldur leitað skipulega á vissum svæðum og reynt að vekja ekki ótta fyrstu gesta morgunsins.

Innlent
Fréttamynd

Salmonellutilfellum fjölgar enn

Tilfellum vegna salmonellusýkinga fjölgar stöðugt á Spáni og eru staðfest tilfelli nú orðin yfir tólf hundruð talsins. Einn karlmaður á tíræðisaldri lést af völdum sýkingarinnar í gær en búið er að innkalla alla kjúklingana úr matvöruverslunum í landinu vegna málsins. Tilfellin eru öll rakin til kjúklinga frá matvælafyrirtækinu Sada á Spáni og hafa Spánverjar verið hvattir til að borða ekki kjúkling á næstu vikum.

Erlent
Fréttamynd

Tveir létust í flugslysi í Seattle

Tvær litlar flugvélar, önnur Cessna en hin sjóflugvél, rákust saman nálægt flugvelli í Seattle í Bandaríkjunum í morgun með þeim afleiðingum að sú fyrrnefnda hrapaði til jarðar. Báðir sem um borð voru létust en vélin lenti á skólabyggingu sem stóð auð vegna sumarleyfa. Sjóflugvélin lenti á flugvellinum og sakaði engan af þeim fimm sem um borð voru. Málið er í rannsókn.

Erlent
Fréttamynd

Skemmtiferðaskip í gleðigöngu

Gleðigangan eða Gay Pride heldur niður Laugaveg á morgun og var víða unnið að undirbúningi hennar í dag en nú standa yfir hinsegin dagar. Ýmis farartæki verða í göngunni og má þar nefna skemmtiferðaskip.

Innlent
Fréttamynd

Íranar skoða nýjar tillögur ESB

Evrópusambandið hefur lagt fram nýjar tilllögur til þess að reyna að fá Írana til þess að leggja kjarnorkuáætlun sína á hilluna. Í tillögunum, sem hafa ekki verið gerðar opinberar, er réttur Írana til framleiðslu kjarnorku viðurkenndur og auknu samstarfi ESB og Írans á sviði efnahagsmála heitið ásamt því sem Rússar og ESB bjóðast til að útvega Írönum orku.

Erlent
Fréttamynd

4000 tonna byggðakvóta úthlutað

Rúmlega fjögur þúsund tonna byggðakvóta verður úthlutað á næsta fiskveiðiári sem hefst þann fyrsta september. Rúmlega þrjú þúsund þorskígildistonnum verður úthlutað vegna hruns í skel- og innfjarðarrækjuveiðum. Sjávarútvegsráðherra kynnti reglugerðir vegna stjórnar fiskveiða á Akureyri í dag.

Innlent
Fréttamynd

Lánshæfismat ríkissjóðs óbreytt

Alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur tilkynnt að mat þess á lánshæfi ríkssjóðs sé óbreytt. Lánshæfieinkunn ríkissjóðs gagnvart erlendum skuldum er því enn AA- og AAA gagnvart skuldum í innlendri mynt.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérferð eftir umhverfisráðherra

Enginn aukakostnaður hlaust af því fyrir Landhelgisgæsluna að sækja Sigríði Önnu Þórðardóttur, umhverfisráðherra, upp á Holtavörðuheiði til að hún gæti fengið að fylgjast með uppsetningu á mælitækjum þeim er notuð voru til að mæla hæð Hvannadalshnjúks.

Innlent
Fréttamynd

British Airways flýgur til Íslands

Samkeppni í flugi á milli Keflavíkur og London mun aukast verulega í mars þegar breski flugrisinn British Airways ætlar að taka upp áætlunarflug á milli Gatwick í London og Keflavíkur fimm daga í viku. Vélarnar fara frá Gatwick snemma á morgnana og héðan klukkan hálfellefu fyrir hádegi.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast súrefnisskort í kafbáti

Óttast er að áhöfn rússnesks kafbáts, sem situr fastur á hafsbotni 70 kílómetra úti fyrir Kyrrahafsströnd Rússlands, hafi einungis súrefni sem endist þeim í sólarhring. Björgunarskip eru á leið á slysstað.

Erlent
Fréttamynd

Kaupfélagsstjórinn í Holtinu

Óhætt er að segja að verslun og þjónusta séu á frumstigi í Norðlingaholti enn sem komið er. Þar er aðeins ein sjoppa sem heitir Grillkofinn en nafnið gefur vel til kynna stærð hennar og umsvif. Þó hefur reksturinn tekið nokkrum breytingum síðustu mánuði.

Innlent