Fréttir Vilja efla umhverfisvæna tækni Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Innlent 13.10.2005 19:42 Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. Erlent 13.10.2005 19:41 Samlag utan greiðslumatskerfis Fetaostur frá mjólkursamlaginu Mjólku er væntanlegur í verslanir eftir þrjár til fjórar vikur. Skömmu síðar er von á jógúrt og fleiri ostum frá Mjólku, sem starfar fyrir utan greiðslumatskerfi landbúnaðarins. Innlent 13.10.2005 19:42 Leita ferðamanns á Vestfjörðum Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:41 Reyndu að komast til Spánar Strandgæslan á Spáni fygldi í dag báti með nærri hundrað Afríkubúum til hafnar á Kanaríeyjum, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla sér inn í landið. Fólkið hafði verið í bátnum í um tvo mánuði og var um þriðjungur þess illa haldinn vegna vannæringar og því fluttur á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 19:42 Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. Erlent 13.10.2005 19:42 Grunuð um tengsl við hryðjuverk Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. Erlent 13.10.2005 19:42 Einn lést vegna rafmagnsbruna Eitt dauðsfall varð af völdum rafmagnsbruna á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn síðan 1996 sem mannslát verður vegna rafmagnsbruna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Neytendastofu um rafmagnsbruna árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:42 Ræða ráðningu framkvæmdastjóra Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:42 Jarðskjálfti í Japan Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. Erlent 13.10.2005 19:42 Brennuvargar kveikja skógarelda Brennuvargar hafa kveikt tugi skógarelda í Portúgal í sumar og brennt um það bil sjötíu þúsund hektara af skóglendi til kaldra kola. Verstu þurrkar í manna minnum hafa verið í Portúgal, í sumar. Þurrkunum hefur fylgt mikil hitabylgja og fleiri skógareldar en elstu menn muna. Margir eldarnir hafa kviknað af náttúrulegum orsökum, en lögreglan telur einnig að tugir elda hafi verið af mannavöldum. Erlent 13.10.2005 19:42 Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Innlent 13.10.2005 19:42 Flugslys í Venesúela Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir. Erlent 13.10.2005 19:41 Áfram viðræður um stjórnarskrá Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Erlent 13.10.2005 19:41 Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> Innlent 13.10.2005 19:42 HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:42 Voru á lífi þegar vélin fórst Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar. Erlent 13.10.2005 19:42 Fimm prósent íbúða mannlaus Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. Erlent 13.10.2005 19:42 Sáttafundur nágranna Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu. Erlent 13.10.2005 19:42 Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. Innlent 13.10.2005 19:42 VG fram undir eigin nafni R-listinn er liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar þó ekki samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:42 Hermenn farast í þyrluslysi Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. Erlent 13.10.2005 19:41 Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. Innlent 13.10.2005 19:41 Manntjón í flóðum í Kína Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. Erlent 13.10.2005 19:41 Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. Innlent 13.10.2005 19:41 Yfirlýsing frá Fylki Yfirlýsing frá meistaraflokksráði Fylkis í knattspyrnu; <em>Í ljósi þeirrar umræðu, sem verið hefur innan félagsins og í fjölmiðlum að undaförnu varðandi árangur liðsins og störf þjálfarans vill meistarflokksráð koma eftirfarandi á framfæri</em>....... Sport 13.10.2005 19:41 Fangauppþot í Gvatemala Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað. Erlent 13.10.2005 19:41 Verðbólga ekki meiri í átta ár Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:42 Hinseginfræði í Kína Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra. Erlent 13.10.2005 19:42 Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Innlent 13.10.2005 19:42 « ‹ ›
Vilja efla umhverfisvæna tækni Norrænu ríkin hyggjast efla samvinnu um að styðja þróun og nýtingu umhverfisvænnar tækni segir í fréttatilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Umhverfisráðherrar Norðurlanda samþykktu þetta á fundi sínum í Ilulissat á Grænlandi í gær. Sigríður Anna Þórðardóttir umhverfisráðherra sat fundinn fyrir Íslands hönd. Innlent 13.10.2005 19:42
Vörnuðu harðlínumönnum inngöngu Þúsundir ísraelskra lögreglumanna, landamæraverðir og hermenn stóðu vörð um suðurhluta landsins í gær til að koma í veg fyrir að Ísraelar kæmust inn á Gasasvæðið þar sem níu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín undanfarna daga. Heitttrúaðir þjóðernissinnar hafa hótað lögreglu að ryðjast aftur inn á svæðið en yfirvöld hafa sagt að þeir sem ekki verði farnir frá Gasa fyrir miðnætti í kvöld verði fjarlægðir með valdi. Erlent 13.10.2005 19:41
Samlag utan greiðslumatskerfis Fetaostur frá mjólkursamlaginu Mjólku er væntanlegur í verslanir eftir þrjár til fjórar vikur. Skömmu síðar er von á jógúrt og fleiri ostum frá Mjólku, sem starfar fyrir utan greiðslumatskerfi landbúnaðarins. Innlent 13.10.2005 19:42
Leita ferðamanns á Vestfjörðum Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu. Innlent 13.10.2005 19:41
Reyndu að komast til Spánar Strandgæslan á Spáni fygldi í dag báti með nærri hundrað Afríkubúum til hafnar á Kanaríeyjum, en þeir eru grunaðir um að hafa ætlað að smygla sér inn í landið. Fólkið hafði verið í bátnum í um tvo mánuði og var um þriðjungur þess illa haldinn vegna vannæringar og því fluttur á sjúkrahús. Erlent 13.10.2005 19:42
Aðstoð þrátt fyrir lélega kunnáttu Claus Hjort Frederiksen, atvinnumálaráðherra Danmerkur, aftekur með öllu að fjárhagsaðstoð við þá Grænlendinga í Danmörku sem ekki tala reiprennandi dönsku verði hætt. Erlent 13.10.2005 19:42
Grunuð um tengsl við hryðjuverk Lögregla í Bretlandi handtók í gær fjórar manneskjur á Manchester-flugvelli vegna gruns um að þær tengdust hryðjuverkastarfsemi. Fólkið, tveir menn og tvær konur, sætir nú yfirheyrslu en það er talið hafa lagt til fé og ýmislegt annað sem notað hafi verið til hryðjuverka. Erlent 13.10.2005 19:42
Einn lést vegna rafmagnsbruna Eitt dauðsfall varð af völdum rafmagnsbruna á síðasta ári, en það er í fyrsta sinn síðan 1996 sem mannslát verður vegna rafmagnsbruna á Íslandi. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Neytendastofu um rafmagnsbruna árið 2004. Innlent 13.10.2005 19:42
Ræða ráðningu framkvæmdastjóra Stjórn Kaupfélags Eyfirðinga kemur saman klukkan 16.00 í dag til þess að ræða um væntanlegan arftaka Andra Teitssonar í stól framkvæmdastjóra KEA og segir Benedikt Sigurðarson, stjórnarformaður félagsins, önnur mál ekki á dagskrá. Innlent 13.10.2005 19:42
Jarðskjálfti í Japan Öflugur arðskjálftinn varð í Japan í dag og mældist hann 7,5 stig á Ricter kvarða. Hann átti upptök sín um tuttugu kílómetra undir hafsbotninum þrjúhundruð kílómetra norðaustur af Tokyo. Skjálftinn fannst mjög greinilega í Tókíó, en enn betur í borginni Míagí, þar sem fréttamaður sat í myndveri og var að lesa fréttir. Erlent 13.10.2005 19:42
Brennuvargar kveikja skógarelda Brennuvargar hafa kveikt tugi skógarelda í Portúgal í sumar og brennt um það bil sjötíu þúsund hektara af skóglendi til kaldra kola. Verstu þurrkar í manna minnum hafa verið í Portúgal, í sumar. Þurrkunum hefur fylgt mikil hitabylgja og fleiri skógareldar en elstu menn muna. Margir eldarnir hafa kviknað af náttúrulegum orsökum, en lögreglan telur einnig að tugir elda hafi verið af mannavöldum. Erlent 13.10.2005 19:42
Eðlilegt að dómarar vikju Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær. Innlent 13.10.2005 19:42
Flugslys í Venesúela Farþegaflugvél með 152 innanborðs fórst í Venesúela fyrir stundu. Vélin var á leið frá Panama en samband rofnaði við hana þegar hún var yfir óbyggðu svæði í grennd við landamæri Kólumbíu. Talsmaður hersins segir að borist hafi fregnir af sprengingu á jörðu niðri á þeim slóðum. Leitarsveitir eru þegar lagðar af stað á slysstaðinn. Ekki er á þessari stundu vitað hvaða flugfélagi vélin tilheyrir. Erlent 13.10.2005 19:41
Áfram viðræður um stjórnarskrá Íraska þingið hefur ákveðið að framlengja samningaviðræður um stjórnarskrá landsins um eina viku. Fyrri tímaramminn stóð til miðnættis í gær og var settur fyrir einu og hálfu ári. Ekki náðist að koma saman stjórnarskrá fyrir þann tíma og þrátt fyrir óánægju með það er ekki vilji til að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. Erlent 13.10.2005 19:41
Ganga óbundnir til kosninga Línurnar eru að skýrast. R-listaflokkarnir bjóða fram hver sinn lista fyrir borgarstjórnarkosningarnar næsta vor. Vinstri grænir eru harðákveðnir þótt minnihluti flokksmanna mögli eilítið á félagsfundi og telji ótímabært að rétta Sjálfstæðisflokknum vopn í hendur með því að hafna frekara R-listasamstarfi á næsta kjörtímabili.</font /> Innlent 13.10.2005 19:42
HM tölvuforrita í hraðskák í HR Nú rétt upp úr klukkan þrjú hófst heimsmeistarakeppni tölvuforrita í hraðskák í Háskólanum í Reykjavík. Þar keppa 8 af sterkustu skákforritum heims um titilinn en forritin eru keyrð á afar öflugum tölvum og fá 7 mínútur til að knýja fram sigur í hverri skák. Núverandi heimsmeistari, þýska forritið Shredder, freistar þess að verja titil sinn, en búist er við spennandi keppni þar sem öflugustu tölvurnar geta reiknað milljónir leikja á sekúndu. Innlent 13.10.2005 19:42
Voru á lífi þegar vélin fórst Svo virðist sem farþegar og áhöfn kýpversku flugvélarinnar sem fórst á sunnudaginn hafi verið á lífi þegar vélin brotlenti. Maður hefur verið ákærður fyrir að skrökva því að hafa fengið textaskilaboð frá farþega vélarinnar rétt áður en hún skall til jarðar. Erlent 13.10.2005 19:42
Fimm prósent íbúða mannlaus Spákaupmennska með húsnæði hefur haft þær afleiðingar að fimm prósent íbúða í Danmörku standa auð. Þetta er hæsta hlutfall auðra íbúða í landinu í 21 ár. Erlent 13.10.2005 19:42
Sáttafundur nágranna Ráðamenn frá Norður Kóreu heimsóttu í fyrsta sinn þjóðþing nágranna sinna í Suður Kóreu í gær. Heimsóknin var táknræn fyrir þær sáttaumleitanir sem átt hafa sér stað milli ríkjanna tveggja að undanförnu. Erlent 13.10.2005 19:42
Björgunarbátur tekur þátt í leit Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum. Innlent 13.10.2005 19:42
VG fram undir eigin nafni R-listinn er liðinn undir lok en félagsfundur Vinstri Grænna í Reykjavík samþykkti í gær að bjóða fram undir eigin nafni. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri útilokar þó ekki samstarf Framsóknarflokks og Samfylkingar undir merkjum R-listans fyrir næstu borgarstjórnarkosningar. Innlent 13.10.2005 19:42
Hermenn farast í þyrluslysi Að minnsta kosti sautján spænskir hermenn fórust þegar þyrla hrapaði nærri borginni Herat í vesturhluta Afganistans í dag. Mennirnir voru að taka þátt í heræfingu. Ekki er vitað hvort þyrlan var skotin niður eða hrapaði af öðrum orsökum. Spænsku hermennirnir voru í Afganistan við friðargæslu á vegum NATO. Erlent 13.10.2005 19:41
Vilhelm skilaði mestu aflaverðmæti Vilhelm Þorsteinsson EA skilaði langmestu aflaverðmæti allra íslenskra skipa á árinu 2004 og nam það tæpum 1,35 milljörðum króna. Hákon EA er í öðru sæti með landaðan afla að verðmæti tæplega 1,1 milljarður króna en tvö efstu skipin eru vinnsluskip á uppsjávarveiðum. Innlent 13.10.2005 19:41
Manntjón í flóðum í Kína Að minnsta kosti tíu manns hafa farist og yfir 35 er saknað eftir mikil flóð í norðausturhluta Kína að undanförnu. Flóðin hófust á föstudag og hafa yfir 6500 heimili eyðilagst vegna þeirra. Þá hafa yfir 118 þúsund hektarar af ræktunarlandi farið undir vatn. Erlent 13.10.2005 19:41
Jafna réttindi samkynhneigðra Réttindi samkynhneiðgra til fjölskylduþátttöku verða þau sömu og hjá gagnkynhneigðum miðað við frumvarp sem ríkisstjórnin ætlar að leggja fram í haust. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í dag. Þá munu samkynhneigð pör í staðfestri samvist fá rétt til að frumættleiða börn en í dag er samkynhneigðum einstaklingi í staðfestri samvist aðeins heimilt að stjúpættleiða barn maka sína. Innlent 13.10.2005 19:41
Yfirlýsing frá Fylki Yfirlýsing frá meistaraflokksráði Fylkis í knattspyrnu; <em>Í ljósi þeirrar umræðu, sem verið hefur innan félagsins og í fjölmiðlum að undaförnu varðandi árangur liðsins og störf þjálfarans vill meistarflokksráð koma eftirfarandi á framfæri</em>....... Sport 13.10.2005 19:41
Fangauppþot í Gvatemala Um 30 fangar hafa látið lífið í uppþotum í fangelsum í Gvatemala að undanförnu. Uppþotin eru sögð hafa verið skipulagðar árásir eins glæpagengis á annað. Erlent 13.10.2005 19:41
Verðbólga ekki meiri í átta ár Verðbólga hefur aukist í Bretlandi og er nú 2,3 prósent, en það er meiri verðbólga en mælst hefur þar í landi á síðustu átta árum. Hækkandi olíuverð er helsta orsök aukins verðbólguþrýstings í hagkerfinu. Íbúðaverð í London hefur lækkað síðustu mánuðina og hafa nýbyggingar í borginni lækkað mest. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka í dag. Viðskipti erlent 13.10.2005 19:42
Hinseginfræði í Kína Virtur háskóli í Shanghæ, Fudan háskóli, er fyrsta menntastofnunin í Kína til að bjóða upp á nám í hinseginfræðum og menningu samkynhneigðra. Erlent 13.10.2005 19:42
Samkynhneigðir megi ættleiða börn Ríkisstjórnin hefur samþykkt að hefja undirbúning frumvarps sem meðal annars veitir samkynhneigðum rétt til jafns við gagnkynhneigða til þess að ættleiða börn frá útlöndum og gangast undir tæknifrjóvganir. Stefnt er að því að frumvarpið verði tekið fyrir á haustþingi að sögn Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Innlent 13.10.2005 19:42