Fréttamaður

Viktor Örn Ásgeirsson

Viktor er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Telur að stríðið muni dragast mjög á langinn

„Það sem er svo erfitt við Pútín er að hann lýgur nánast um allt. Við getum bara hugsað um vopnahléssamningana í Mariupol sem endurtekið voru sviknir en svo stundum segir hann okkur líka bara alveg hreint út hvað hann ætlar að gera og hvað hann er að hugsa,“ segir Rósa Magnúsdóttir, prófessor í sagnfræði og sérfræðingur í sögu Rússlands.

Rússar líti fram hjá nauðgunum á al­mennum borgurum

Breskur lögmaður segir að Rússar virðist „samþykkja nauðganir hljóðalaust.“ Hún segir að rússneskir hermenn njóti ákveðinnar friðhelgi, enda virðast yfirvöld í Rússlandi ekki hafa kippt sér upp við kynferðisofbeldi gegn almennum borgurum í Úkraínu.

Há­degis­fréttir Bylgjunnar

Emmanuel Macron Frakklandsforseti freistar þess í dag að ná endurkjöri en val Frakka stendur á milli hans og hægri mannsins Marine Le Pen. Prófessor í stjórnmálafræði segir kosningarnar þær mikilvægustu fyrir Evrópusambandið í langan tíma. 

Allt að fimmtán stiga hiti

Útlit er fyrir hæga vestlæga eða breytilega átt og skýjað en bjart með köflum á Suður- og Suðausturlandi. Hiti á bilinu 6 til 14 stig yfir daginn en hlýjast á sunnanverðu landinu.

Skallaði konu í and­litið

Maður skallaði konu í andlitið í Hafnarfirði skömmu fyrir tvö í nótt. Sá var handtekinn og vistaður í fangageymslu en konan hlaut meðal annars bólgur í andliti.

„Ég get ekki orða bundist“

„Ég get ekki orða bundist. Á einungis örfáum dögum hefur Dagur B. Eggertsson komið fram með slíkum óheiðarleika í umræðunni að manni hreinlega misbýður,“ segir Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík í færslu á Facebook síðu sinni.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.