Blaðamaður

Sveinn Arnarsson

Sveinn er blaðamaður á Fréttablaðinu og hefur aðsetur á Akureyri.

Nýjustu greinar eftir höfund

Væringar hjá HS Orku

Í gær var tilkynnt um starfslok Ásgeirs Margeirssonar í starfi forstjóra HS Orku.

Hagkaup sagt brjóta áfengislög með tedrykk

Foreldrasamtök gegn áfengisauglýsingum segja Hagkaup brjóta lög með sölu á tedrykk sem getur náð fjögurra prósenta áfengisstyrk vegna gerjunar. Versl­unin hefur ekki vínveitingaleyfi,

Landgræðsla innan þjóðgarðs hefur staðið yfir í tvo áratugi

Innan Vatnajökulsþjóðgarðs hefur endurheimt gróðurs staðið yfir síðan 1998 og með ágætum árangri að mati úttektaraðila. Stofnun miðhálendisþjóðgarðs þyrfti því ekki að hafa í för með sér að illa gróið land og örfoka melar yrðu festir í sessi. Miðhálendi Íslands er með stærstu eyðimörkum í allri Evrópu.

Vilja láta taka niður steinvegg hvalaskoðunarfyrirtækis

Norðurþing krefst þess að eitt stærsta hvalaskoðunarfyrirtæki landsins taki niður hlaðinn vegg sem umlykur lóð þess við höfnina á Húsavík. Umræddur veggur sé ekki inni á lóð fyrirtækisins og ekki hafi fengist leyfi hjá sveitarfélaginu. Málið kom upp í fyrra og hafa samningaumleitanir farið út um þúfur.

Svíþjóð auðveldari kostur en höfuðborgin

Mæðgur á Akureyri ákváðu að flytja til Svíþjóðar vegna menntaskólagöngu dótturinnar. Segja það ódýrari kost en að flytja til Reykjavíkur. Engin heimavist er við menntaskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem torveldar ungu fólki af landsbyggðinni.

Nýr þjóðgarður ávísun á örfoka land

Forsvarsmenn Landgræðslunnar og Skógræktarinnar telja hugmyndir umhverfisráðherra um hálendisþjóðgarð vernda örfoka land fyrir uppgræðslu. Nær væri að hefja stórfellda uppgræðslu á landi sem yrði þá friðað og fest í sessi eftir jarðvegseyðingu fyrri alda.

Sjá meira