Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Móðir drengs sem svipti sig lífi eftir margra ára baráttu við fíknivanda segir meðferðarheimili Stuðla hafa gert illt verra og að sonur sinn hafi orðið fyrir ofbeldi innan heimilisins. Við ræðum við móðurina sem segir úrræða- og afskiptaleysi taka við eftir átján ára aldur. 19.11.2025 18:08
„Aumingjalegt skref“ í rétta átt Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins, hefði viljað sjá að lágmarki fimmtíu punkta lækkun hjá peningastefnunefnd Seðlabankans. Honum finnst 25 punkta lækkun ekki nóg. 19.11.2025 10:41
Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, fagnar mjög að peningastefnunefnd Seðlabankans hafi lækkað stýrivexti um 0,25 prósentustig í morgun. Þrálát verðbólga hafi komið í veg fyrir meiri lækkun. 19.11.2025 10:32
Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Ákvörðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að veita Íslendingum og Norðmönnum ekki undanþágu frá verndaraðgerðum vegna innflutnings á kísiljárn hefur vakið upp hörð viðbrögð. Utanríkisráðherra segir þetta mikil vonbrigði og stjórnarandstaðan vill fresta innleiðingu EES-gerða. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum og ræðum við þingmenn í beinni. 18.11.2025 18:09
Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Landsmenn eyða sífellt meira og verðbólga er enn of mikil. Afar litlar líkur eru því á vaxtalækkun á morgun þrátt fyrir röð áfalla í efnahagslífinu, segir hagfræðingur. 18.11.2025 12:49
Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Óvenju margir sem glímdu við fíknivanda hafa látist í mánuðinum og á einungis tíu daga tímabili létust fjórir karlmenn. Í kvöldfréttum Sýnar verður rætt við stjórnarformann Samtaka aðstendenda og fíknisjúkra sem segir nóg komið. 17.11.2025 18:00
Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. 17.11.2025 13:07
Búi sig undir að berja í borðið Grafalvarleg staða er uppi eftir að framkvæmdastjórn ESB gaf til kynna að hún ætli ekki að veita Íslandi undanþágu frá verndartollum á kísilmálm, að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði en baráttunni hvergi nærri lokið. 12.11.2025 21:58
„Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Stúlka sem var á meðferðarheimilinu Bjargey í Eyjafirði líkir heimilinu við lúxus neyslurými þar sem engar reglur hafi gilt. Við ræðum við stúlkuna í kvöldfréttum en hún segist hafa upplifað mikið öryggisleysi eftir íkveikju vistmanna. 7.11.2025 18:23
Grafalvarleg staða Grafalvarleg staða er að teiknast upp vegna bilunarinnar hjá Norðuráli, segir formaður Verkalýðsfélags Akraness. Samkvæmt nýjustu áætlunum fyrirtækisins er ekki gert ráð fyrir að framleiðsla verði komin í fullan gang fyrr en eftir ár. 7.11.2025 13:06