Sighvatur Jónsson

Nýjustu greinar eftir höfund

ALC segist hafa tapað 67 milljónum vegna kyrrsetningar Isavia

Bandaríska flugvélaleigufyrirtækið ALC segist hafa tapað sem nemur 67 milljónum króna vegna kyrrsetningar Isavia á farþegaþotu sem WOW air var með á leigu. Eftir tíu daga nemi tapið sömu upphæð og WOW air skuldaði vegna vélarinnar.

Iðgjald vátrygginga gæti hækkað vegna tíðari og verri flóða

Fjórðungur af kostnaði tjóna hjá Náttúruhamfaratryggingum Íslands undanfarin þrjátíu ár er vegna atburða sem tengjast loftslagi. Byggingarverkfræðingur hjá stofnunni segir að ef flóð verða tíðari og alvarlegri gæti þurft að hækka iðgjald vátrygginga.

Ástin mun sigra með gong-slökun

Ástin mun sigra en ekki hatrið segja skipuleggjendur gong-slökunartónleika sem verða í Guðríðarkirkju á laugardaginn, á sama tíma og lokakeppni Eurovision.

Hatari gagnrýndur fyrir skort á gagnrýni

Á meðan landsmenn og heimsbyggðin öll veltir því fyrir sér hvort hatrið muni sigra Eurovision er hljómsveitin Hatari gagnrýnd fyrir skort á gagnrýni um málefni Palestínu og Ísraels. Íslenskur tónlistarblaðamaður sem sniðgengur hátíðina í ár hvetur Hatara til að hnykkja betur á skilaboðum sínum.

Geðheilbrigðisþjónusta aukin í fangelsum landsins

Sjúkratryggingar Íslands auglýsa eftir tilboðum vegna geðheilbrigðisþjónustu við fanga í fangelsum landsins. Umsóknarfrestur rennur út eftir ellefu daga. Forstjóri Sjúkratrygginga segir að verkefnið nái til allra fangelsa landsins og vonar að hægt verði að ganga frá samningum í byrjun sumars.

Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang

Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.

Fólk í hverfinu kom líka að innbrotsþjófi fyrir nokkrum dögum

Íbúi í Grafarholti kom að innbrotsþjófi í íbúð sinni aðfaranótt laugardags og rak hann á brott. Íbúinn segist hafa lært það að læsa alltaf íbúðinni en þjófurinn braust inn aðeins nokkrum mínútum eftir að húsráðandi fór að heiman.

Viðamikil æfing í hættulegasta fjalli landsins

Um 60 björgunarsveitarmenn komu að viðamikilli æfingu í Kirkjufelli við Grundarfjörð þar sem nokkur banaslys hafa orðið undanfarin ár. Varaformaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir fjallið hafa verið valið sem vettvang æfingarinnar það sem það sé hættulegasta fjall landsins.

Sjá meira