Framkvæmdastjóri Fuglaverndar segir lög um fuglavernd löngu úrelt Framkvæmdastjóri Fuglaverndar vill sjá skýrari ramma til að sækja mál vegna rána á eggjum friðaðra fugla. Núgildandi lög um fuglavernd séu löngu úrelt. Endurskoðun laga um fuglavernd stendur yfir í umhverfisráðuneytinu. 12.5.2019 14:00
Yfirlögregluþjónn spyr hvort fjölskylda á sunnudagsrúntinum eigi að njóta vafans eða timbraður ökumaður Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gagnrýnir breytt verklag ríkissaksóknara vegna ökumanna sem aka undir áhrifum fíkniefna. Breytingin felst í því að ökumaður er ekki lengur sviptur ökuréttindum við fyrsta brot þegar fíkniefni greinast eingöngu í þvagi en ekki blóði hans. 12.5.2019 12:15
Leikskólabörn safna fyrir ferð á Evrópumeistaramót í skák í Rúmeníu Leikskólabörn á Laufásborg safna fyrir ferð til Rúmeníu þar sem þau taka þátt í Evrópumeistaramóti í skák í lok mánaðarins. Listaverkauppboð fór fram á Eiðistorgi í dag til styrktar skákbörnunum sem eru fimm og sex ára. 11.5.2019 19:00
Forsætisráðherra segir tillögur að stjórnarskrárákvæðum ekki endanlegar Forsætisráðherra segir það áfanga að birta nýjar tillögur að stjórnarskrárákvæðum um umhverfisvernd og náttúruauðlindir. Tillögurnar í samráðsgátt stjórnvalda séu ekki í endanlegri mynd. Fulltrúi sem var í stjórnlagaráði fyrir átta árum gagnrýnir hversu hægt gengur að vinna að nýrri stjórnarskrá. 11.5.2019 18:45
Raunhæfara að fækka bensínstöðvum í borginni um helming á tíu árum Það er eðlileg þróun að fækka bensínstöðvum á höfuðborgarsvæðinu að sögn forstjóra félagsins Festi, sem á meðal annars N1 bensínstöðvarnar. Hann telur tímaramma borgarráðs þó vera of knappan, líklegra sé að það taki tíu ár en ekki sex að fækka bensínstöðvum í borginni um helming. 11.5.2019 12:45
Rúmlega tvöfalt fleiri kærðir fyrir of hraðan akstur á Suðurlandi Rúmlega tvöfalt fleiri ökumenn hafa verið kærðir fyrir hraðakstur á Suðurlandi fyrstu fjóra mánuði ársins miðað við sama tímabil í fyrra. Yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurlandi telur þetta hafa leitt til fækkunar slysa. 11.5.2019 12:15
Íslenskri tónlistarsögu miðlað með gagnvirkum plötuspilara Nýjasta sýningartækið á Rokksafni Íslands í Hljómahöll er gagnvirkur plötuspilari þar sem fræðast má um sögu íslenskra hljómsveita og tónlistarmanna. 11.5.2019 10:00
Stærri bardagahöll í Reykjanesbæ styttir biðlista í bardagaíþróttum Nýja aðstaðan skiptir miklu máli segir ungur Taekwondo keppandi sem er á leið á sitt fyrsta heimsmeistaramót í íþróttinni. 9.5.2019 11:30
Íbúar flýja fjölbýlishús í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda Félagsbústaða Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. 7.5.2019 19:15
Þjónustubeiðni barst ekki Isavia vegna hjólastóls Upplýsingafulltrúi Isavia segir unnið að því að fatlaðir og hreyfihamlaðir fái eins góða þjónustu á Keflavíkurflugvelli og kostur er. 6.5.2019 19:15