Trump sagður hlynntur afsali lands Donald Trump Bandaríkjaforseti er sagður hlynntur tillögu Vladímírs Pútín Rússlandsforseta að binda enda á innrásarstríð Rússa með því að láta þeim eftir að innlima austurhéröð Úkraínu. Þetta kom í ljós þegar upplýsingum úr símafundi hans með leiðtogum Evrópu var lekið. 17.8.2025 00:06
Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Litið hefur dagsljósið bloggsíða samfélagsmiðlaráðgjafa Nigels Farage sem stofnaði og rak reikninga hans sem hafa aflað honum mikils fylgis. Hinn síðarnefndi er formaður Endurbótaflokksins. Á blogginu viðraði hann það meðal annars að Bretland hefði ekki átt að fara í stríð við Þýskaland nasismans og að Bretland ætti að endurheimta nýlenduveldi sitt. 16.8.2025 21:32
Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Jakkafataklæddur hlaupahópur ætlar að hlaupa sex maraþon á sex dögum yfir Kjöl í næstu viku til styrktar Krafti. Eftir að farið var af stað með söfnunina greindist einn úr hópnum með krabbamein og málefnið stendur þeim því afar nærri. 16.8.2025 20:54
Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Allt bendir til þess að hitamet aldarinnar hafi verið slegið á Íslandi í dag þegar hitinn mældist 29,8 gráður á Egilsstaðaflugvelli. 16.8.2025 20:40
Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Evrópskir leiðtogar hafa fengið boð á fund Bandaríkjaforseta og forseta Úkraínu í Washington-borg á mánudag. Bandaríkjaforseti lagði til á fundi með forseta Rússlands að Úkraína fengi svokallaða öryggistryggingu, svipaða og kveðið er á um í NATO-samningnum, án þess að ganga inn í bandalagið. 16.8.2025 20:26
Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Aðstoðar lögreglu var óskað vegna tveggja manna sem búnir voru að hreiðra um sig í sjónvarpsherbergi á dvalarheimili. Þeim var vísað á brott án vandræða. 16.8.2025 19:07
Hitamet aldarinnar slegið Hitamet þessarar aldar var líklega slegið á flugvellinum á Egilsstaðaflugvelli fyrr í dag þar sem hiti mældist 29,8 gráður. Það mun vera hæsti hiti sem mælst hefur í ágústmánuði á Íslandi. 16.8.2025 17:22
Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels „Eins og skrattinn úr sauðaleggnum, þegar Jens Stoltenberg fjármálaráðhera gekk um götur Óslóar, hringdi Donald Trump. Hann vildi friðarverðlaun Nóbels og ræða tolla.“ Svona hefst grein sem norski miðillinn Dagens Næringsliv birti í morgun þar sem greint var frá símtali við Bandaríkjaforseti átti með fjármálaráðherra Noregs í júlí. 14.8.2025 22:16
„Hamfarir og ekkert annað“ Framkvæmdastjóri Landssambands veiðifélaga segir mögulegur fundur um hundraðs eldislaxa í neðstu hyljum Haukadalsár í dag hamfarir og ekkert annað. Of snemmt sé að segja til um hvort laxarnir hafi sloppið úr kví Arctic Sea Farm í Dýrafirði en gat fannst þar í dag sem hafði verið á kvínni í nokkurn tíma að sögn Matvælastofnunar. 14.8.2025 20:26
„Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Ferðamálastjóri segir mál leigubílstjórans Saint Paul Edeh ekki vera fyrsta slíka málið sem hann heyrir af en að það teljist samt til frávika. Yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna njóti dvalar sinnar hér á landi. 14.8.2025 18:05