Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð út í miðbæ Akureyrar í kvöld. Aðgerðir standa yfir. 18.7.2025 23:22
Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Astronomer, bandarískt hugbúnaðarfyrirtæki í hringiðunni á einhverju umtalaðasta framhjáhaldshneyksli síðari ára, hefur hleypt af stað formlegri rannsókn á málinu. Andy Byron, giftur forstjórinn, var gripinn glóðvolgur á stóra skjánum á Coldplay-tónleikum í aðeins of innilegum faðmlögum með mannauðsstjóranum í vikunni. 18.7.2025 23:11
Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur höfðað mál gegn tveimur fjölmiðlum, Rupert Murdock, eiganda Wall Street Journal og New York Post og tveimur blaðamönnum Wall Street Journal fyrir ærumeiðingar. 18.7.2025 21:17
Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Grátrana sást að spóka sig í Gunnarsholti í dag. Grátrana er sjaldgæfur flækingsfugl á Íslandi og sérstaklega á Suðurlandi. 18.7.2025 20:05
Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir því að utanríkismálanefnd Alþingis komi saman til fundar vegna heimsóknar Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, til Íslands. 18.7.2025 19:48
Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Mygla fannst á bæjarskrifstofunum á Seltjarnarnesi og hluti húsnæðisins verður lokað. Minnst tveir starfsmenn hafa fundið fyrir einkennum af völdum myglunnar. 18.7.2025 19:35
Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Ekki miklu mátti muna þegar ökumaður tók fram úr öðrum á þjóðveginum fyrir norðan. Bíllinn komst aftur á sinn vegarhelming augnablikum áður en að bíll kom á fleygiferð úr hinni áttinni. 18.7.2025 18:38
Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Breska ákæruvaldið hefur ákveðið að aðhafast ekki í máli írsku rapphljómsveitarinnar Kneecap sem var til rannsóknar hjá lögreglu vegna ummæla sem hljómsveitarmeðlimir létu falla á tónlistarhátíðinni Glastonbury. 18.7.2025 18:32
Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Meðferð glerflaskna verður stranglega bönnuð á Þjóðhátíð í Herjólfsdal í ár. 18.7.2025 17:41
Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Svo virðist sem að framhjáhald forstjóra bandarísks hugbúnaðarfyrirtækis hafi óvart afhjúpast á stóra skjánum á tónleikum Coldplay. 17.7.2025 23:46