Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Liverpool vann sannfærandi 3-0 sigur á Marseille á útivelli í Meistaradeildinni í fótbolta í kvöld. 21.1.2026 22:00
Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Dagur Sigurðsson og félagar fengu skell í kvöld og verðlaunin eru að næsti leikur er á móti Íslandi. Þjóðirnar spila fyrsta leikinn í milliriðlinum klukkan 14.30 á föstudaginn. 21.1.2026 21:49
Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Þór/KA fékk mikinn liðstyrk í dag fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna í fótbolta. 21.1.2026 21:44
Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Bilbao Basket hélt sigurgöngu sinni áfram í Evrópubikarnum í körfubolta, FIBA Europe Cup, með því að vinna sannfærandi sigur í Portúgal. 21.1.2026 21:30
Haukakonur upp í þriðja sætið Haukakonur sóttu tvö stig í Garðabæinn í kvöld eftir fjögurra marka sigur á Stjörnunni í Olís-deild kvenna. 21.1.2026 21:22
Strákarnir hans Dags fengu skell Svíar tryggðu sér sigurinn í E-riðlinum á Evrópumótinu í handbolta eftir átta marka sigur á Króatíu í kvöld, 33-25. Strákarnir hans Dags Sigurðssonar fara því stigalausir áfram í milliriðil. 21.1.2026 21:10
Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Grindavíkurkonur héldu áfram sigurgöngu sinni í kvennakörfunni með því að sækja sigur á Sauðárkrók í Bónusdeild kvenna í kvöld. 21.1.2026 21:04
Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Íslendingaliðið Blomberg-Lippe sótti tvö stig á erfiðan útivelli í þýsku bundesligu kvenna í handbolta í kvöld. 21.1.2026 20:07
Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Sigurganga spænska liðsins Atletico Madrid í Meistaradeildinni endaði í kvöld en aserska liðið Qarabag vann á sama tíma dramatískan sigur. 21.1.2026 19:46
Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Leikmannahópur Manchester City mun endurgreiða miðakostnað 374 stuðningsmanna sem ferðuðust til Noregs til að verða vitni að óvæntu 3-1 tapi liðsins gegn Bodø/Glimt í Meistaradeildinni á þriðjudag. 21.1.2026 19:00