Ólöf Skaftadóttir

Nýjustu greinar eftir höfund

Áskoranir og sóknarfæri 2022: Einstaklega mikilvægt að vel takist til við kjarasamningsborðið

Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Ásdís Kristjánsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar eru sammála um að helstu áskoranir næsta árs snúi annars vegar að skynsamlegri lendingu við kjarasamningsborðið og hins vegar að því að atvinnulífinu sé gert auðveldara um vik að ná fyrri krafti eftir heimsfaraldurinn.

Jakob á Jómfrúnni: „Við erum eftir á þegar kemur að áfengissölu"

Breyttar reglur um áfengissölu hefðu nýst veitingastöðum vel þegar þeir voru neyddir til að takmarka þjónustu vegna kórónuveirufaraldursins í fyrra. Breyta hefði mátt reglum tímabundið líkt og gert var í öðrum ríkjum en það var ekki gert þrátt fyrir ákall veitingamanna.

Jakob á Jómfrúnni: Kostnaður við laun sligandi fyrir veitingageirann

Hár launakostnaður er ein helsta áskorun veitingastaða hér á landi að sögn Jakobs E. Jakobssonar, eiganda og framkvæmdastjóra Jómfrúarinnar. Eðli málsins samkvæmt er meginþorri veitingastaða opinn á kvöldin og um helgar og launakostnaður í geiranum er eftir því. Jakob segir álagsgreiðslur utan dagvinnu of íþyngjandi.

Leggur til byggð sérstaklega sniðna að eldri íbúum Reykjavíkur

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að svæði innan borgarinnar verði skipulögð þannig að sérstök áhersla verði lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind fyrir sextíu ára og eldri og önnur fyrir 75 ára og eldri. Leggur til 2-3 þúsund sérbýli, minigolf, aðstöðu til heimahjúkrunar og skemmtilega garða. Tillagan er á dagskrá borgarstjórnar á morgun.

Sjá meira