Fréttamaður

Margrét Helga Erlingsdóttir

Margrét Helga er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Hefur metnað til að leiða flokkinn þrátt fyrir slæmt gengi

Formaður Framsóknarflokksins segist hafa metnað til að leiða flokkinn áfram. Það kæmi stjórnmálafræðiprófessor þó ekki á óvart ef leiðtogaskipti yrðu í flokknum á kjörtímabilinu. Framsókn fékk í gær sína lélegustu mælingu í Þjóðarpúlsi Gallup frá því Gallup hóf að mæla fylgi flokka.

„Grindavíkuráhrifin“ leiða til tals­verðrar hækkunar hjá ná­grönnum

Fasteignamat hækkar um 9,2 prósent á milli ára. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun birti fasteignamat fyrir árið 2026 á fundi stofnunarinnar nú í morgun. Hin svokölluðu „Grindavíkuráhrif“ vega þungt en eftirspurnarþrýstingur í nágrannasveitarfélögum Grindavíkur leiðir til þess að fasteignamat svæðisins hækkar á milli 12-17 prósent en fasteignamatið í Grindavík stendur í stað.

Vita upp á hár hvernig lýð­ræði virkar eftir krakkakosningar

Krakkar í Mosfellsbæ gengu til kosninga í dag og meirihlutinn valdi þrautabraut á vatni, stóra aparólu og stærðarinnar snúningsrólu. Krakkarnir framkvæmdu sjálfir hinar lýðræðislegu kosningar og héldu meira að segja úti kosningaeftirliti. Bæjaryfirvöld hyggjast verja tuttugu milljónum í að koma upp vinningstillögunum.

Gurra og Georg hafa eignast litla systur

Teiknimyndagríslingarnir Gurra og Georg hafa nú eignast litla systur. Greint var frá gleðitíðindunum í morgunþættinum Good Morning Britain. Þættirnir um Gurru (e. Peppa pig) eru geysivinsælir hjá yngstu kynslóðinni.

Vilja fá að hafa á­hrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“

Íbúar í grennd við gömlu höfnina í Reykjavík eru ósáttir við fyrirætlanir borgarinnar um stórfellda uppbyggingu í Vesturbugt og segjast ekki vilja „fleiri kassa“ og vísa þar í nýtískuleg fjölbýlishús í naumhyggjustíl. Umhverfissálfræðingur segir ótækt að byggja án þess að hirða um sögu og menningu staðarins og segir samráð við almenning vera leikrit.

Hárs­breidd frá hitameti í borginni

Minnstu munaði að hitamet fyrir maímánuð í Reykjavík hefði verið slegið í blíðviðrinu í gær, nánar tiltekið munaði það aðeins hálfri gráðu. Áfram verður hlýtt, þurrt og tiltölulega bjart í dag og á morgun en það dregur síðan til tíðinda á fimmtudag.

Ís­land geti orðið fyrir­myndarríki í fangelsis­málum

Ísland hefur alla burði til að geta orðið fyrirmyndaríki í heiminum með innleiðingu á áfallamiðaðri nálgun í fangelsismálum. Þetta segir framkvæmdastjóri Compassion Prison Project sem hefur heimsótt öll fjögur fangelsi landsins.

Verð­hækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla

Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni.

„Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, beindi spjótum sínum að nikótínpúðum undir liðnum störf þingsins í dag. Notkun slíkra nikótínpúða hefur aukist til muna hin síðustu ár.

Sjá meira