Fréttamaður

Magnús Hlynur Hreiðarsson

Magnús Hlynur er fréttamaður á fréttastofu Sýnar. Hann er staðsettur á Selfossi.

Nýjustu greinar eftir höfund

Óttast að fuglaflensa berist til Íslands

Dýralæknir hjá Matvælastofnun óttast mikla útbreiðslu fuglaflensu í Evrópu og að flensan gæti borist til Íslands um leið og farfuglarnir fara að skila sér aftur til landsins. Fuglaeigendur eru því beðnir um að gera ráðstafanir til að verja fugla sína fyrir smiti frá villtum fuglum með því að viðhafa góðum smitvörnum og forðast að hafa nokkuð í umhverfi fuglahúsa sem laðar að villta fugla.

85 ára með beinar útsendingar frá Lírukassanum sínum

Jóhann Gunnarsson, áttatíu og fimm ára íbúi í Hveragerði lætur ekki deigan síga þó hann geti ekki spilað á lírukassann sinn opinberlega vegna heimsfaraldursins því í staðinn hefur hann boðið upp á beinar útsendingar frá tónleikum sínum í gegnum Facebook.

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi

Fyrsti kvenkyns járningamaðurinn á Íslandi hefur meira en nóg að gera en hún járnar að jafnaði átta hesta á dag. Konan, sem er frá Svíþjóð segist vera heilluð af íslenska hestinum.

Systur á sveitabæ fá fólk til að brosa með gríni og glensi

Systur á sveitabæ í Rangárvallasýslu hafa slegið í gegn á samfélagsmiðlum með söng og spili klæddar upp í jólaföt. Þær segja að hafi þær fengið eina manneskju til að brosa af uppátækjum sínum þá hafi tilganginum verið náð og það heppnaðist svo sannarlega hjá þeim.

Meira að gera hjá hrútunum en prestunum

„Það er mjög óvenjulegt að vera prestur yfir jólin og hitta ekki sóknarbörnin sín.“ Þetta segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson í Hruna í Hrunamannahreppi, sem notar jólin líka til að sinna kindunum sínum, en nú stendur ástarlífið yfir í fjárhúsinu.

Glæsilegt jólaþorp á Selfossi og sextíu Múmínbollar

Margir setja upp jólaþorp inni hjá sér yfir hátíðirnar en stærð þeirra getur verið æði mismunandi. Á Selfossi er eitt risa jólaþorp sem móðirin á heimilinu og yngsta barnið sjá alltaf um að setja upp. Húsmóðirin á einnig sextíu Múmínbolla.

Sjá meira