50 ár frá fyrsta flugi Concorde Fimmtíu ár eru í dag frá því hljóðfráa Concorde-þotan hóf sig til flugs í fyrsta sinn. Síðasta flug hennar var árið 2003, eftir 27 ára rekstrarsögu. 2.3.2019 20:45
Ræktar feldfé til að fá mjúka og fíngerða ull Nokkrir sauðfjárbændur eru farnir að rækta svokallað feldfé, þar sem áhersla er lögð á gæði ullarinnar, en mjúk og fíngerð feldfjárull er eftirsótt í handverki. 25.2.2019 21:00
Fyrsta MAX 9 þotan flaug yfir Reykjavík TF-ICA, fyrsta 737 MAX 9 þota Icelandair, kom til Íslands í dag. Vélin flaug hring yfir Reykjavík áður en hún lenti á Keflavíkurflugvelli. 23.2.2019 16:30
Vegagerðin býður út Reykjanesbraut Vegagerðin hefur boðið út tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Lengd útboðskaflans er um 3,2 kílómetrar. 23.2.2019 11:51
Samþykktu að leiðin um Teigsskóg verði auglýst Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkti á aukafundi í gær, með tveimur atkvæðum gegn engu, að auglýsa tillögu sem gerir ráð fyrir að Vestfjarðavegur verði lagður um Teigsskóg. 20.2.2019 13:30
Segir langreyðarstofninn hafa þrefaldast frá 1987 Íslendingar halda áfram hvalveiðum og verður heimilt að veiða allt að 209 langreyðar og allt að 217 hrefnur á ári næstu fimm ár, samkvæmt ákvörðun sjávarútvegsráðherra. 19.2.2019 23:00
Icelandair fær fyrstu MAX 9 þotuna frá Boeing Fyrsta Boeing 737 MAX 9 þota Icelandair er komin úr verksmiðjunum í Seattle. Myndir frá reynsluflugi þotunnar voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. 19.2.2019 21:00
Svarið við ófærð að fá vélsleðamenn á hótelið Hótel Djúpavík er orðinn stærsti vinnustaður Árneshrepps en líður fyrir það að vegurinn þangað er ófær yfir háveturinn. Svar ráðamanna hótelsins er að gera út á vélsleðamenn. 18.2.2019 20:30
Segir áhættumat gefa færi á verulegum vexti laxeldis Tekjur þjóðarbúsins af laxeldi gætu margfaldast á næstu árum, miðað við það svigrúm sem áhættumat vísindamanna gefur á auknu sjókvíaeldi. 15.2.2019 21:30
Arnarlax 20 milljarða virði 6 árum eftir að Matthías mætti á Bíldudal Arnarlax er komið í flokk verðmætustu fyrirtækja landsins og telst yfir tuttugu milljarða króna virði, miðað við yfirtökutilboð sem norska félagið Salmar þarf að gera öðrum eigendum Arnarlax. 14.2.2019 20:00