Vegagerðin hafnar lægsta tilboði í Reykjanesbraut Vegagerðin hefur hafnað tilboði lægstbjóðanda í breikkun 3,2 kílómetra kafla Reykjanesbrautar í Hafnarfirði þar sem bjóðandinn stóðst ekki kröfur útboðsins. Í staðinn verður rætt við þann verktaka sem átti næstlægsta boð. 9.4.2019 18:45
Kostar 8.000 krónur að ganga á Þrælanípuna Landeigendur einnar vinsælustu gönguleiðar Færeyja hafa ákveðið að hefja gjaldtöku af göngufólki í sumar. Athygli vekur hve gjaldið verður hátt, eða 450 danskar krónur. 9.4.2019 12:30
Boðið upp í lengstu lyftuferð á landinu Hæsta lyfta Íslands, sem ætluð er til fólksflutninga milli hæða, er ekki í Hallgrímskirkjuturni. Nei, í Húnavatnssýslum er lyfta sem er fjórfalt hærri en sú á Skólavörðuholtinu. 8.4.2019 21:00
Telja Blönduvirkjun bjóða upp á frekari uppbyggingu í héraði Stækkun Blönduvirkjunar og betri flutningslínur þaðan skapa enn frekari tækifæri til uppbyggingar á Blönduósi, að mati ráðamanna í héraði. 1.4.2019 21:45
Stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina Fjórða iðnbyltingin getur orðið stórkostlegt tækifæri fyrir landsbyggðina, með fjölgun starfa án staðsetningar, að mati bæjarstjóra Grundarfjarðar. 31.3.2019 21:15
Býður ferðamönnum að sjá Kirkjufell í kajakróðri Grundfirðingar eru farnir að nýta sér frægð Kirkjufells til atvinnusköpunar. Kajakleiðsögumaður sem býður ferðamönnum að sjá fjallið af sjó með því að róa á kajak. 30.3.2019 21:45
Gamla símstöðin í Hrútafirði er með orkuver í kjallaranum Áhugamannahópur um verndun gömlu símstöðvarinnar í Brú í Hrútafirði leitar nú leiða til að glæða húsið lífi á ný í von um að bjarga því frá eyðileggingu. 29.3.2019 21:00
Breiðþoturnar reyndust upphafið að falli WOW WOW-ævintýrið var ótrúleg sjö ára rússibanareið. Ris félagsins var bratt, en einnig fall þess. Saga WOW var rakin í fréttum Stöðvar 2 á tveimur mínútum. 28.3.2019 21:30
Verjast kröfum um styttingu vegarins framhjá Blönduósi Kröfur hafa komið fram um að stytting hringvegarins framhjá Blönduósi verði sett á samgönguáætlun. Undirskriftasöfnun, málinu til stuðnings, lýkur um helgina. 27.3.2019 21:30
Bæjarstjóra líður eins og betlara gagnvart ríkinu Sveitarstjórnarmönnum líður eins og betlurum gagnvart ríkisvaldinu þegar kemur að ferðamannastöðum, segir bæjarstjóri Grundarfjarðar, sem vill að sveitarfélögin hafi eigin tekjustofn. 27.3.2019 21:00