Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Friðrik Danakonungur er kominn í þriggja daga heimsókn til Grænlands. Konungi var tekið fagnandi af íbúum Nuuk sem fjölmenntu á skipulagða viðburði til að heilsa upp á þjóðhöfðingja sinn. 30.4.2025 12:10
Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Vörubílstjórafélagið Mjölnir á Selfossi átti lægsta boð í smíði tveggja steyptra brúa á Vestfjarðavegi um Gufudalssveit. Tilboð Selfyssinga hljóðaði upp á 1.626 milljónir króna, sem er 0,1 prósenti yfir kostnaðaráætlun. 29.4.2025 18:54
Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Óheftar 48 daga strandveiðar í sumar gætu þýtt að heildarafli veiðanna fari fimmtán- til tuttugu þúsund tonnum fram úr því aflamagni sem ætlað er til veiðanna. Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir liggja ljóst fyrir að gera þurfi einhverjar breytingar og horfa til þess að setja frekari girðingar til að tryggja sjálfbærni veiðanna. 29.4.2025 12:18
Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Nýir og fyrirferðarmiklir safngripir eins og þyrlur og flugvélaskrokkar kalla á stækkun Flugsafns Íslands á Akureyri. Safnið er það eina viðurkennda hér á landi sem hefur það meginhlutverk að varðveita íslenska flugsögu. 27.4.2025 22:22
Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Með stofnun Norðurflugs á Akureyri varð Tryggvi Helgason brautryðjandi í rekstri landshlutaflugfélaga á Íslandi. Flugfélagið Norlandair og áður Flugfélag Norðurlands eru bæði sprottin af Norðurflugi. 27.4.2025 07:00
Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Melgerðismelar í Eyjafirði skipa merkan sess í flugsögu Íslands. Þar var fyrsti flugvöllur Akureyrar og sá mikilvægasti utan Suðvesturlands þegar innanlandsflugið var að færast yfir í landflugvélar á upphafsárunum. 24.4.2025 23:46
Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Beint flug milli Akureyrar og útlanda hefur aldrei verið meira og voru sjö áætlunarflug á viku út í heim að jafnaði frá Akureyrarflugvelli í síðasta mánuði auk leiguflugs. Akureyri nálgast núna Reykjavíkurflugvöll í heildarfjölda flugfarþega. 22.4.2025 22:11
Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hluti Íslendingahópsins sem réðist til starfa hjá Cargolux á árunum eftir 1970 sneri ekki aftur heim til Íslands. Kjarninn var ungt flugfólk sem fór til tímabundinnar dvalar. 21.4.2025 07:47
Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp undir forystu Vegagerðarinnar til að kanna kosti þess og galla að skilgreina vegina sem mynda hringleið um Vestfirði sem hringveg sem fengi vegnúmerið 2. Þetta er í samræmi við tillögu nefndar forsætisráðherra um eflingu byggðar á Ströndum. 20.4.2025 10:10
Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Sá starfsandi sem Íslendingar fluttu með sér til Lúxemborgar á upphafsárum Cargolux er sagður lykillinn að velgengni flugfélagsins. „Cargolux hefði aldrei orðið til ef það hefði ekki verið þetta íslenska hugarfar,“ segir Björn Sverrisson, fyrrverandi flugvélstjóri. 19.4.2025 07:27
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent