Blaðamaður

Kristinn Ingi Jónsson

Kristinn Ingi er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sjóðir Eaton Vance seldu fyrir nærri þrjá milljarða

Sjóðir Eaton Vance hafa undanfarna fimm mánuði selt í skráðum félögum fyrir nærri þrjá milljarða króna en keypt á sama tíma í Arion banka og Eimskip fyrir um milljarð króna. Staða þeirra í ríkisskuldabréfum hefur aukist.

Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn

Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta.

Hagnaður Stefnis dróst saman um 46 prósent

Hagnaður Stefnis, dótturfélags Arion banka, nam 897 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 46 prósent frá fyrra ári þegar hann var 1.680 milljónir króna, að því er fram kemur í nýbirtum ársreikningi eignastýringarfyrirtækisins.

Bætti við sig fyrir 1,7 milljarða króna í Marel

Bandaríski fjárfestingarsjóðurinn Smallcap World Fund, sem er í stýringu American Funds, bætti við tæplega hálfs prósents eignarhlut, jafnvirði um 1.700 milljóna króna miðað við núverandi gengi bréfa, í síðustu viku og fer núna með um 3,3 prósenta hlut í félaginu.

Hluthöfum fækkað undanfarin ár

Hluthöfum félaga í Kauphöllinni hefur fækkað um 15 prósent frá ársbyrjun 2017 ef litið er fram hjá afskráningu Össurar og nýskráningum Arion banka og Heimavalla.

GAMMA tapaði 203 milljónum í fyrra 

Capital Management tapaði 203 milljónum króna fyrir skatta á síðasta ári, að því er fram kemur í lýsingu sem móðurfélagið, Kvika banki, gaf út í gær vegna skráningar fjárfestingarbankans á aðallista Kauphallarinnar.

Mikill viðsnúningur í söluræðu Skúla

Viðskiptaáætlun til 2021 gerir ráð fyrir miklum viðsnúningi í rekstri félagsins. Lausafjárstaðan verði jákvæð um meira en milljarð í júní. Eigandi 51 prósents hlutar með forgang að arðgreiðslum. Indigo aftur fengið að borðinu.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.