Blaðamaður

Kristinn Ingi Jónsson

Kristinn Ingi er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Væri þriðjungur af hlutfalli Arion

Eiginfjárhlutfall norrænna banka væri aðeins um þriðjungur af eiginfjárhlutfalli Arion banka ef erlendu bankarnir notuðust við sömu aðferð og íslenski bankinn.

Nýir eigendur að Opnum kerfum

Sjóðurinn MF1, sem er í eigu lífeyrissjóða og annarra fagfjárfesta, hefur eignast ríflega 77 prósenta hlut í Opnum kerfum í kjölfar 430 milljóna króna hlutafjáraukningar upplýsingatæknifyrirtækisins.

Tekjur Örnu jukust um fjórðung

Mjólkurvinnslan Arna í Bolungarvík hagnaðist um liðlega sjö milljónir króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, borið saman við fimmtán milljóna króna hagnað árið 2017.

Berjaya greiðir um sjö milljarða fyrir hlutinn

Kaupverð Berjaya á 75 prósentum hlutafjár í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum nam tæpum sjö milljörðum. Endurfjármagnar skuldir keðjunnar með allt að níu milljarða láni. Telur að markaður fyrir lúxushótel muni stækka.

Selji sig niður fyrir þriðjungshlut

Fjármálaeftirlitið hefur skyldað Kaupskil, dótturfélag Kaupþings, og bandaríska vogunarsjóðinn Taconic Capital til þess að minnka samanlagðan eignarhlut sinn í Arion banka niður fyrir 33 prósent fyrir 16. september næstkomandi. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Kaupskila.

Flest bendir til mjúkrar lendingar

Dósent í hagfræði segir Íslendinga nú geta beitt peningastefnunni meira í líkingu við önnur lönd til þess að milda niðursveiflu hagkerfisins. Hingað til hafi hagsveiflur endað með gengisfalli og verðbólgu.

Bankinn tók ekki þátt þrátt fyrir lægra gengi

Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, tók ekki þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins þrátt fyrir að hluthöfum hafi gefist kostur á því að skrá sig fyrir nýju hlutafé á gengi sem var um 25 prósentum lægra en áætlað bókfært virði félagsins.

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.