Blaðamaður

Kristinn Ingi Jónsson

Kristinn Ingi er blaðamaður á Fréttablaðinu.

Nýjustu greinar eftir höfund

Með tveggja prósenta hlut í Kviku

Helgi Magnússon, fjárfestir og fyrrverandi formaður Samtaka iðnaðarins og Lífeyrissjóðs verslunarmanna, hefur bætt við sig í Kviku banka með kaupum á ríflega 0,8 prósenta hlut í fjárfestingarbankanum fyrir um 170 milljónir króna.

Síminn vísar ásökunum um sérhagsmunagæslu á bug 

Forsvarsmenn Símans vísa á bug ásökunum um að tillaga fjarskiptafélagsins til að útvíkka lagafrumvarp um uppbyggingu háhraða fjarskiptaneta – þannig að opinberum fyrirtækjum verði skylt að veita fjarskiptafélögum aðgang að svörtum ljósleiðara – sé í þeim eina tilgangi að bæta hag félagsins á kostnað annarra.

Launin orðin fullhá miðað við aðstæður

Reglur Fjármálaeftirlitsins um kaupaukakerfi, sem kveða á um að kaupauki starfsmanna fjármálafyrirtækja megi að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra, hafa stuðlað að því að grunnlaun í bankakerfinu eru orðin fullhá miðað við rekstrarforsendur.

Greiða rúman milljarð króna í arð

Stjórn Keahótela, einnar stærstu hótelkeðju landsins, leggur til að greiddur verði ríflega einn milljarður króna í arð til hluthafa keðjunnar í ár.

Sjóðir Eaton Vance seldu fyrir nærri þrjá milljarða

Sjóðir Eaton Vance hafa undanfarna fimm mánuði selt í skráðum félögum fyrir nærri þrjá milljarða króna en keypt á sama tíma í Arion banka og Eimskip fyrir um milljarð króna. Staða þeirra í ríkisskuldabréfum hefur aukist.

Helmingur útgáfunnar var nýtt fjármagn

Um helmingur af andvirði skuldabréfaútgáfu WOW air fékkst með því að ýmsir kröfuhafar breyttu hluta krafna sinna í skuldabréf. Fulltrúi skuldabréfaeigenda óskar upplýsinga. Félagið hefði þurft meira en viku til viðbótar til að ljúka viðræðum við fjárfesta.

Sjá meira