Viðskipti innlent

Frjálsi kominn í hóp stærstu hluthafa Arion

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni.
Höfuðstöðvar Arion í Borgartúni. Fréttablaðið/Stefán

Frjálsi lífeyrissjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í hlutafjárútboði bankans síðasta sumar, hefur bætt við sig í bankanum og fer nú með 1,18 prósenta hlut í honum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.

Er eignarhlutur lífeyrissjóðsins metinn á liðlega 1,7 milljarða króna miðað við núverandi gengi hlutabréfa í bankanum.

Til viðbótar hafa Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stapi lífeyrissjóður bætt lítillega við sig í Arion banka og fer sá fyrrnefndi nú með 2,0 prósenta hlut og sá síðarnefndi 1,2 prósenta hlut.

Eins og greint hefur verið frá í Fréttablaðinu seldi breski vogunarsjóðurinn Attestor Capital hátt í þriggja prósenta hlut í bankanum fyrir um fjóra milljarða króna í síðustu viku. Eftir söluna fer sjóðurinn, sem kom fyrst inn í hluthafahóp Arion banka í mars árið 2017, með um 2,9 prósenta hlut í bankanum.


Tengdar fréttir

Attestor selur í Arion fyrir fjóra milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi í gær hátt í þriggja prósenta hlut í Arion banka fyrir um fjóra milljarða króna, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 2,8 prósenta hlut í bankanum.

Seldi í Arion banka fyrir tvo milljarða

Breski vogunarsjóðurinn Att­estor Capital seldi fyrr í mánuðinum tæplega eins og hálfs prósents hlut í Arion banka að virði ríflega tveggja milljarða króna. Eftir söluna fer sjóðurinn með um 5,6 prósenta hlut í bankanum, samkvæmt nýjum lista yfir stærstu hluthafa hans.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
2,46
15
375.832
MAREL
1,11
14
298.559
REGINN
0,9
8
133.385
FESTI
0,84
7
200.425
SKEL
0,55
9
89.970

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-2,3
9
120.376
ICEAIR
-2,17
51
165.212
KVIKA
-1,89
9
75.362
SYN
-1,43
5
20.669
SJOVA
-0,97
6
58.720
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.