Beckham varar Manchester United við David Beckham, fyrrverandi leikmaður Manchester United, hvetur eigendur félagsins til að styðja vel við þjálfarann Rúben Amorim með því að fara mikinn á leikmannamarkaðnum í sumar. Þá varar hann sitt gamla félag við því að selja lykilleikmanninn Bruno Fernandes. 20.5.2025 15:18
Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur ekki áhyggjur af þátttöku nokkurra landsliðskvenna á spennandi móti í sjö manna bolta sem hefst í Portúgal á morgun og það skömmu fyrir landsliðsverkefni, þangað til einhver meiðist. 20.5.2025 13:46
„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. 20.5.2025 07:31
Pétur tekur við þjálfun Hauka Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Hauka í körfubolta. Hann tekur við liðinu af Friðriki Inga Rúnarssyni. 19.5.2025 11:51
Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Flytja þurfti tvo leikmenn Bestu deildar liðs Vestra með sjúkrabíl úr Úlfarsárdalnum eftir leik liðsins gegn Fram í gær. 19.5.2025 10:48
Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Þjálfari Stjörnunnar gerir ekki ráð fyrir því að Shaquille Rombley, leikmaður liðsins, verði með í oddaleik úrslitaeinvígis Bónus deildarinnar í körfubolta en sá var fluttur af velli á sjúkrahús í gær og undirgengst frekari rannsóknir í dag. 19.5.2025 10:31
Skoraði fyrsta markið fyrir Portúgal og fagnaði að hætti föður síns Cristiano Ronaldo Júnior skoraði fyrstu tvö mörk sín fyrir Portúgal er hann lék með undir fimmtán ára landsliði Portúgal gegn Króatíu í 3-2 sigri á æfingamóti. 19.5.2025 09:59
Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta vill fullan völl þegar Ísland tekur á móti Frakklandi á nýju grasi á Laugardalsvelli í næsta mánuði. Völlurinn verður klár, óvæntir eftirlitsmenn fylgjast með störfum vallarstarfsmanna og stríða þeim 16.5.2025 07:30
Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Maður hefur fleiri skyldum að gegna en á körfuboltavellinum,“ segir Þóra Kristín, fyrirliði Hauka sem varð í gær Íslandsmeistari með sínu liði, fagnaði því vel í kjölfarið og var svo mætt í hina vinnuna sína nokkrum klukkustundum síðar. Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við á hennar ferli í boltanum en hjá Haukum líður henni vel. 15.5.2025 07:30
Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Pétur Rúnar Birgisson, fyrirliði Tindastóls, segir mikilvægt fyrir sig og sína liðsfélaga að dvelja ekki við frammistöðuna í síðasta leik gegn Stjörnunni í úrslitaeinvígi Bónus-deildar karla þar sem að pirringur út í dómara leiksins hafði aðeins of mikil áhrif. Það hafi verið leiðinlegt hvernig leikurinn tapaðist, nú þurfi að svara fyrir það. 14.5.2025 12:02