Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

„Þetta er fyrir utan teig“

Hólmar Örn Eyjólfsson var rekinn af velli með rautt spjald fyrir brot í uppbótartíma, sem dómarinn hélt að hefði verið inni í vítateig. Hólmar hélt fyrst að það væri verið að dæma aukaspyrnu fyrir Val, svo var ekki, en brotið átti sér stað fyrir utan teig. Engu að síður steig Jóhannes Kristinn Bjarnason á vítapunktinn og tryggði KR 3-3 jafntefli.

„Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“

Þjálfarinn Finnur Freyr Stefánsson og leikmenn Vals eru á leiðinni í sumarfrí ef þeir vinna ekki gegn Grindavík í Smáranum í kvöld. Finnur segir liðið hafa saknað Kára Jónssonar þegar líða fór á síðustu leiki, þrátt fyrir það hafi leikirnir verið í járnum og liðið þurfi einfaldlega að halda betur einbeitingu þegar mest á reynir.

Dæmd í bann fyrir að klípa í klof

Mapi León, varnarmaður Barcelona, var dæmd í tveggja leikja bann fyrir að snerta andstæðing á óviðeigandi hátt í leik gegn Espanyol í febrúar.

Dag­skráin í dag: Reykjavíkurslagur, úrslitarimma, uppgjörsþættir og Karó­lína Lea

Fjöruga dagskrá má finna á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone þennan mánudaginn. Grindavík getur klárað einvígið gegn Val, tveir leikir fara fram í Bestu deildinni og Stúkan gerir síðan umferðina upp, Lögmál leiksins tekur allt NBA tímabilið fyrir og Karólína Lea kemur sjóðheit úr landsleikjahlé í leik með Bayer Leverkusen. 

McIlroy vann Masters í bráða­bana

Rory McIlroy stóð uppi sem sigurvegari á Masters og kláraði þar með alslemmuna eftirsóttu, þrátt fyrir að lenda í heilmiklum vandræðum á lokadeginum og þurfa að fara í bráðabana gegn Justin Rose.

„Einbeitum okkur að fimmtu­deginum“

Ruben Amorim sá Manchester United fá á sig fjögur mörk í fyrsta sinn síðan hann tók við störfum, í 4-1 tapi gegn Newcastle fyrr í dag. Hann var fljótur að færa fókusinn frá tapinu yfir á fimmtudaginn, þegar Manchester United mætir Lyon í seinni leik Evrópudeildareinvígisins, og segir markmanninn Andre Onana hafa þurft að aftengja sig í dag.

Sjá meira