Álit um brot Þórhildar Sunnu staðfest Forsætisnefnd hefur fallist á álit siðanefndar Alþingis í máli Þórhildar Sunnu Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, og telur hana brotlega við siðareglur fyrir alþingismenn vegna ummæla um Ásmund Friðriksson. Þrír nefndarmenn eru með sérbókun vegna álitsins. 26.6.2019 06:00
Mikill áhugi fagfólks á geðheilbrigðisþjónustu í fangelsum Sex hafa lýst áhuga á viðræðum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga í fangelsum landsins. Þetta kemur fram í svari Sjúkratrygginga við fyrirspurn Fréttablaðsins. Viðræður eru sagðar standa yfir. 25.6.2019 08:00
Endurflytja þurfti mál vegna tafa í héraði Dómur yfir manni sem ákærður var í byrjun árs fyrir tilraun til manndráps verður kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands eystra á morgun. 25.6.2019 06:00
Ræður þingmanna eru nú skráðar af talgreini Ræðuritarar Alþingis eiga eftir að snúa 150 klukkustundum af þingræðum yfir á texta sem fer á vef þingsins. Þar af eru 130 klukkutímar um þriðja orkupakkann. Ný tækni talgreinis hjálpar mikið til en misskilur stundum sumt. 22.6.2019 09:00
Fá ekki ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins í deilu um rekstrarleyfi Landsréttur hefur hafnað kröfum tveggja fiskeldisfyrirtækja um dómkvaðningu matsmanna og ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins vegna máls sem höfðað var til ógildingar á rekstrarleyfum þeirra. 22.6.2019 08:00
Ákæra fyrir grófa hótun Lögreglumál Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúðarhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar ríkisins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans. 22.6.2019 07:00
Fjölda mála dagaði uppi Þingmenn fóru í sumarfrí í gær eftir afgreiðslu á fjármálaáætlun og fjármálastefnu. Tuttugu stjórnarfrumvörp dagaði uppi og 162 fyrirspurnum þingmanna var ekki svarað. Siðanefndarmál Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur er enn óafgreitt. 21.6.2019 06:00
Segir breyttan veruleika kalla á breytingar á leikreglunum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir breyttan veruleika stjórnmála kalla á breyttar leikreglur. Taka þurfi mið af því að flokkar sem standi utan ríkisstjórnar hafi ekki samið um myndun stjórnarandstöðu. 20.6.2019 06:00
Tillögur minnihlutans um Seðlabankann samþykktar á Alþingi Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis studdi í gær breytingartillögur minni hluta nefndarinnar við frumvarp forsætisráðherra um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. 20.6.2019 06:00
Fjármálin ein eftir á dagskrá Meðal þeirra mála sem samþykkt voru sem lög frá Alþingi í gær voru lög um gjaldtöku vegna fiskeldis í sjó og lög um stjórn veiða á makríl sem sett voru til að bregðast við dómi Hæstaréttar. 20.6.2019 06:00