NBA

NBA

Fréttir úr körfuboltadeild hinna bestu.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Kidd kominn í eig­enda­hóp Ever­ton

Það virðist í tísku fyrir menn tengda NBA-deildinni í körfubolta að fjárfesta í enskum knattspyrnuliðum. Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, er nýjasti til að stökkva á þessa tískubylgju.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Gott að sjá honum blæða á vellinum“

Lettanum Kristaps Porzingis var ákaft fagnað í 109-100 sigri Boston Celtics á Orlando Magic í gærkvöld. Hann varð alblóðugur eftir fast olnbogaskot í þriðja leikhluta en kláraði leikinn með sárabindi og var hrósað í hástert af þjálfaranum, Joe Mazzulla.

Körfubolti
Fréttamynd

Luka öflugur og Lakers jafnaði ein­vígið

Los Angeles Lakers jafnaði einvígi sitt í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta í nótt en bæði Indiana Pacers og Oklahoma City Thunder komust hins vegar í 2-0 í sínum einvígum í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Körfubolti
Fréttamynd

Ein­hentur en ætlar í nýliðaval NBA

Dóminíska körfuboltamanninum Hansel Emmanuel dreymir um að spila í NBA deildinni í körfubolta. Þangað er mjög erfitt að komast fyrir hvern sem er en hvað þá þegar þú ert bókstaflega með einni hendi færri en keppinautarnir.

Körfubolti
Fréttamynd

Veðbankar vestan­hafs halda með mót­herjum Lakers

Úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta er handan við hornið og þó Los Angeles Lakers séu ekki talið það líklegt til að fara alla leið þá virðist fjöldi fólks hafa sett pening á að Luka Doncić, LeBron James og Austin Reaves geti komið körfuboltaspekúlöntum á óvart.

Körfubolti
Fréttamynd

Lagði egóið til hliðar fyrir liðið

Donovan Mitchell og Cleveland Cavaliers hafa átt frábært tímabil til þessa í deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta. Mitchell hefur amt sem áður skorað aldrei skorað færri stig á einu tímabili síðan hann gekk í raðir félagsins árið 2022. Hvernig má það vera?

Körfubolti
Fréttamynd

Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA

Dallas Mavericks og Miami Heat tryggðu sér í nótt bæði sæti í úrslitaleik um síðasta sætið sem er í boði í úrslitakeppni NBA deildarinnar í körfubolta. Sacramento Kings og Chicago Bulls eru aftur á móti komin í sumarfrí.

Körfubolti
Fréttamynd

Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en ára­tug

Luka Dončić hefur stolið öllum fyrirsögnunum síðan hin ótrúlegu félagaskipti hans frá Dallas Mavericks til Los Angeles Lakers áttu sér stað. Skiptunum fylgdi gríðarleg treyjusala sem gerði það að verkum að treyja með Dončić og 77 á bakinu er nú sú vinsælasta í NBA.

Körfubolti