Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttamynd

Lögsóttur vegna Beyoncé-leka

Útgáfurisinn Somy hefur lögsótt sænskan mann fyrir að dreifa plötu söngkonunnar Beyoncé á netinu áður en hún var gefin út opinberlega. Sony fer fram á rúmar 29 milljónir króna í skaðabætur. Frá þessu er greint á vefsíðu tónlistartímaritsins NME.

Tónlist
Fréttamynd

Spennandi heimsókn

Tónleikaárið 2013 hefur farið frekar rólega af stað ef undanskilin er Sónar-hátíðin sem lífgaði upp á annars daufan febrúarmánuð. Fram undan eru þó flottir tónleikar. David Byrne mun spila ásamt St. Vincent í Hörpu í ágúst. Það er strax hægt að fara að hlakka til.

Tónlist
Fréttamynd

Breytir frumrauninni í kvikmyndahandrit

"Ég er byrjaður að leggja drög að handritinu og ef allt gengur að óskum gæti ég byrjað að taka myndina upp á næsta ári,“ segir Ragnar Bragason, leikstjóri, sem er í óða önn að breyta leikverkinu Gullregn í kvikmyndahandrit. Verkið er frumraun Ragnars á sviði leiklistar og var frumsýnt í Borgarleikhúsinu í nóvember í fyrra.

Menning
Fréttamynd

Gummi og Kippi spila

Gítarleikarinn Guðmundur Pétursson og Kippi Kaninus halda tónleika á Faktorý Bar annað kvöld. GP! band Guðmundar hefur starfað frá útkomu plötunnar Elabórat árið 2011. Hljómsveitin leikur einnig efni af Ologies sem kom út 2008 en báðar plöturnar hafa vakið athygli fyrir nýstárlega blöndun ólíkra tónlistaráhrifa. Á tónleikum er ferðast milli þaulskipulags og spuna af ættum progs, síðrokks, blús og glam-djazz.

Tónlist
Fréttamynd

Martröð Mikkelsen

Það sem margir óttast mest af öllu er að vera sakaður ranglega um hræðilegan glæp. Hin martraðarkennda Jagten fjallar einmitt um það, og segir frá Lúkasi, leikskólakennara í litlu þorpi, sem grunur leikur á að hafi brotið kynferðislega gegn barni í sinni umsjá.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lagið fjallar ekki um lýsi

María Ólafsdóttir syngur lagið Lýsi í myrkri ásamt Kristmundi Axel, en myndband við lagið hefur fengið yfir tólfþúsund áhorf á Youtube á aðeins þremur dögum. Lagið er úr smiðju upptökuteymisins Stop Wait Go sem er skipað Sæþóri Kristjánssyni og bræðrunum Pálma Ragnari og Ásgeiri Orra Ásgeirssonum.

Tónlist
Fréttamynd

Viðstödd sýningar í Mexíkó

Norrænu löndin eru heiðursgestir á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Guadalajara í Mexíkó sem hófst síðastliðinn föstudag og stendur yfir fram á laugardag.

Menning
Fréttamynd

Glettilega framreiddur gjörningur

Það er alltaf stemning að koma í Norðurpólinn á Seltjarnarnesi. Þeir sem þar fremja sína list leggja líf og limi í sýningarnar, sem oft eru nýstárlegar og frumlegar. Á fimmtudagskvöldið mætti Tryggvi Gunnarsson til leiks með verkið Punch.

Gagnrýni
Fréttamynd

Óhugnaður í Kassanum

Þetta er ekkert þægileg sýning. Þeir sem vilja fara í leikhús til að hlæja, skemmta sér og gleyma ættu sennilega ekkert að eltast við hana. En það var engin tilviljun að allir frumsýningargestir risu á fætur við sýningarlok á föstudaginn.

Gagnrýni
Fréttamynd

Höfðingi og læknir frá Hrafnseyri

Jón Sigurðsson forseti er sá sem kemur upp í huga flestra þegar minnst er á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Sterk ímynd Jóns hefur skyggt nokkuð á þann sem staðinn byggði liðlega 600 árum fyrir fæðingu Jóns Sigurðssonar og staðurinn er kenndur við. Af Hrafni Sveinbjarnarsyni er þó til sérstök saga, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar. Hrafn var mikill höfðingi á sinni tíð og einkum þekktur fyrir læknisverk sín. Hann var maður friðar en var engu að síður höggvinn í kjölfar deilna sem hann átti í við Þorvald Vatnsfirðing. Síðan eru liðin 800 ár.

Menning
Fréttamynd

Þorvaldur

Þorvaldur Þorsteinsson, myndlistarmaður og rithöfundur, lést á heimili sínu í Antwerpen í Belgíu 23. febrúar. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og vinur Þorvalds, minnist listamannsins.

Menning
Fréttamynd

Óttast að vera dreginn í pólitík

Kristján Freyr Halldórsson lætur sér ekki nægja að stjórna hinni sögufrægu Bókabúð Máls og menningar, hann er líka trommari í fleiri en einni hljómsveit, einn af skipuleggjendum tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður og stjórnar vikulegum útvarpsþætti.

Menning
Fréttamynd

Botnleðja í hljóðver

Hafnfirska hljómsveitin Botnleðja mun hljóðrita tvö lög í sumar, segir á vefsíðu sveitarinnar, sem starfað hefur með hléum frá miðjum tíunda áratug síðustu aldar.

Menning
Fréttamynd

Úlfur sendir frá sér plötu

Tónlistarmaðurinn Úlfur sendir frá sér plötuna White Mountain þann 5.mars á vegum bandaríska fyrirtækisins Western Vinyl. Platan hefur fengið góða dóma hjá netverjum. Síðurnar Pitchfork og Spin kynntu lögin So Very Strange og Heaven in a Wildflower á forsíðum sínum í janúar síðastliðnum. Myndbandið við Black Shore hefur einnig vakið athygli og hafa rúmlega sjötíu þúsund manns séð það á myndbandasíðunni Vimeo.com. Úlfur hefur komið víða við í íslenskri jaðartónlistarsenu undanfarin ár, þá helst sem liðsmaður Swords of Chaos og sem bassaleikari í tónleikahljómsveit Jónsa úr Sigur Rós.

Tónlist
Fréttamynd

Krúttleg og "krípí“

Hljómsveitin Grúska Babúska gefur út sína fyrstu plötu í apríl. Platan er heldur óvenjuleg því hún kemur út í formi usb-lykils sem lítur út eins og babúska.

Tónlist
Fréttamynd

Er ósjálfrátt inni í stelpumálunum

Viktor Már Leifsson er eini karlkyns nemandinn á Samtímadansbraut Listaháskóla Íslands. Hann segir því fylgja bæði kostir og gallar og mundi gjarna vilja fá fleiri stráka í námið. Viktor féll fyrir dansinum er hann sótti breikdansnámskeið tíu ára gamall o

Menning