

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.
Töluverður viðbúnaður lögreglu var við hús við Miklubraut í Reykjavík gegn Klambratúni á tíunda tímanum í dag. Von er á tilkynningu frá lögreglu vegna málsins.
Fresta hefur þurft aðgerðum á Þingvallavatni þar sem freista átti þess að ná líkum þeirra sem létust í flugslysunu þar í síðustu viku. Ís á vatninu hamlar aðgerðum.
Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.
Gert er ráð fyrir að fimmtíu til sextíu manns muni taka þátt í aðgerðum við Þingvallavatn á morgun. Um tuttugu manns vinna nú að því að setja upp vinnubúðir og aðstöðu við vatnið og er áætlað að aðgerðir hefjist klukkan níu í fyrramálið ef veður leyfir.
34 ára pólskur karlmaður sætir ákæru Lögreglustjórans á Suðurnesjum fyrir innflutning á tæplega tvö þúsund töflum af ávana- og fíknilyfinu Oxycontin í nóvember síðastliðnum.
Guðmundur Benediktsson fyrrverandi hæstaréttarlögmaður þurfti að sinna sérkennilegu útkalli þegar hann var í lögreglunni; kona sem kvartaði undan strípalingi í nágrenninu.
Erlendu ferðamennirnir þrír sem létust í flugslysi á Þingvallavatni á fimmtudaginn voru á bilinu 22 til 32 ára gamlir. Þeir fundust allir á botni vatnsins í gær en ekki verður hægt að sækja þá fyrr en veður leyfir í seinni hluta vikunnar.
Víðir Reynisson segir að börn hafi fengið að njóta vafans þegar skólum var lokað í morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá Reykjavíkurborg segir sambærilega ákvörðun hafa verið tekna fyrir tveimur árum.
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að verkefnin vegna óveðursins í nótt hafa verið í kringum sextíu. Hann segir veðrið hafa verið nokkuð öðruvísi en fyrirfram var búist við.
Búið er að finna lík flugmannsins og farþeganna þriggja sem voru um borð í flugvélinni TF-ABB. Þetta staðfestir Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við fréttastofu en umfangsmikil leit hefur farið fram í og við Þingvallavatn í dag.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í miðborg Reykjavíkur, eftir að hann hafði gert tilraun til þess að stinga annan mann með skrúfjárni.
Vont veður og erfiðar aðstæður við Þingvallavatn valda því að ólíklega verður hægt að hífa flugvélina sem fannst í gær upp úr vatninu fyrr en seint í næstu viku. Til skoðunar er þó hvort hægt verði að sækja þá látnu úr brakinu fyrr.
Miðað við fyrirliggjandi veðurspá er útlit fyrir að veðurskilyrði til þess að hefja aðgerðir við að ná flugvélinni sem fannst á botni Þingvallavatns í nótt upp á yfirborðið verði ekki til staðar fyrr en í seinni hluta næstu viku.
Sérsveit ríkislögreglustjóra og Landhelgisgæslan þurfa minnst tvo sólarhringa af hagstæðum veðurskilyrðum til þess að ná flaki vélarinnar sem fannst í nótt á botni Þingvallavatns upp á yfirborðið. Aðgerðinni fylgja umtalsverðar hættur fyrir björgunarliðið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Covid-smitaðan einstakling í annarlegu ástandi fyrir utan sóttvarnarhótel í Hlíðahverfi. Viðkomandi var vistaður í fangeklefa þar sem hann var ekki talinn í ástandi til þess að dvelja á hótelinu.
Fjöldi bifreiða, á annan tug, hefur lent í árekstrum á Kringlumýrarbraut í morgun. Lesandi hafði samband við Vísi og sagði flughált á svæðinu og að svo virtist sem nokkrar bifreiðar hefðu runnið, ýmist á aðrar bifreiðar eða útaf.
Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun.
Verslunin Ellingsen lofar ríflegum fundarlaunum til þess sem veitt getur upplýsingar um stolna vélsleða. Sleðunum var stolið af lóð verslunarinnar á Fiskislóð úti á Granda í Reykjavík í gær.
Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag.
Umfangsmiklar lögregluaðgerðir stóðu yfir á gatnamótum Bríetartúns og Katrínartúns í Reykjavík eftir hádegi í dag. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er fjöldi lögreglubíla á staðnum auk sjúkrabíla og sérsveitar.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst nokkuð af hávaðatilkynningum í gærkvöldi og nótt. Þannig var til að mynda tilkynnt um fyrirgang á knattspyrnuleik í Vallarkór en þar reyndust áhorfendur berja trommur og skjóta á loft flugeldum.
Brotaþolar hafa aðeins réttarstöðu vitnis í kynferðisbrotamálum og hafa því í raun lítinn sem engan rétt á upplýsingum um mál sitt. Þeir hafa hvorki rétt á upplýsingum um framgang málsins, þeim er ekki heimilt að sitja lokað þinghald og hafa ekki meiri rétt en hver annar á að vita hvort viðkomandi þarf að afplána dóm vegna brota sinna.
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um innbrot í hverfi 110 í gærkvöldi en sá sem hringdi inn varð vitni að því þegar tveir menn reyndu að spenna upp hurð að fyrirtæki.
Minnst ellefu bílar eru fastir á Hellisheiði og minnst einn árekstur hefur orðið uppi á heiðinni. Aðstæður eru slæmar og hefur blindbylur gert björgunarstörf erfið.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði bifreið í miðborginni í nótt og handtók alla fjóra sem voru í bílnum vegna gruns um líkamsárás. Þá er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu.
Þrír drengir voru fluttir með sjúkrabifreiðum á Landspítalann um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að flugeldar sprungu í höndum þeirra. Voru þeir með áverka á höndum, í andliti, á augum og við eyrun.
Lögregla var kölluð í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem þar höfðu safnast saman. Nafnlaus póstur var sendur út fyrr í dag þar sem boðað var til mótmæla vegna sóttvarna.
„Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi.
Lögreglu barst tilkynning um líkamsárás á fyrsta tímanum í nótt í miðbæ Reykjavíkur. Tilkynnt var um mann sem hrinti stúlku þannig að hún féll aftur fyrir sig og mann sem kýldur var í andlitið.
Lögregla var kölluð út á sjötta tímanum í gærkvöldi eftir að ekið hafði verið á konu við verslanir í Garðabæ. Ökumaðurinn sem ók á konunna sagðist eftir slysið ætla að leggja bílnum í stæði og kanna skemmdir en ók þess í stað á brott og yfirgaf vettvang.