Loftslagsmál

Loftslagsmál

Fréttamynd

Mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði

„Enn er margt óljóst um áhrif hlýnunar jarðar. Áhrifanna gætir hraðar en áður var talið á stöðum sem liggja hátt og við verðum að skilja betur hvernig þeir munu halda áfram að breytast og hvernig við þurfum að bregðast við og aðlagast breytingum. Það er því afar mikilvægt að fleiri leggi stund á umhverfisfræði,“ segir Alejandro Salazar Villegas brautarstjóri Umhverfisbreytingar á Norðurslóðum (EnCHiL), tveggja ára meistaranámsbrautar við Landbúnaðarháskóla Íslands.

Samstarf
Fréttamynd

Segir methagnað uppskeru af uppbyggingu virkjana

Landsvirkjun skilaði fjörutíuogfimm milljarða króna hagnaði á síðastliðnu ári og leggur stjórn fyrirtækisins til að tuttugu milljarða króna arður verði greiddur í ríkissjóð, fimm milljörðum meira en fjárlög gera ráð fyrir. Forstjórinn segir þetta uppskeru virkjanauppbyggingar síðustu áratuga en endursamningar við stóriðju séu þó stærsti áhrifaþátturinn í góðri afkomu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Meg­um ekki hika í ork­u­skipt­um

Við eigum möguleika á að verða fyrsta landið til að nota eingöngu endurnýjanlega orku. Því miður hefur stjórnmálafólk og embættismannakerfið sofið á verðinum. Raforkukerfið er uppselt og keyrt við þanmörk. Það má rekja til stöðnunar í málaflokknum í um áratug. Hvernig eiga orkuskiptin – að hætta notkun á olíu og nýta endurnýjanlega orkugjafa – að fara fram við þessar aðstæður?

Umræðan
Fréttamynd

Tekist á um gróður­setningu trjáa: „Þetta er svo mikil svika­mylla“

Fyrrverandi forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands gagnrýnir að gróðursetning trjáa sé seld undir þeim forsendum að með því sé verið að kolefnisjafna. Stjórnarformaður Kolviðar segir skýrt tekið fram að það taki tíma fyrir trén að kolefnisjafna og að gróðursetning sé sannarlega betra en að gera ekki neitt. 

Innlent
Fréttamynd

Kol­efnis­hlut­laus vöru­flutninga­geiri

Á ársfundi Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum), sem haldinn var í janúar 2023 í Davos, voru gefnar út nýjar leiðbeiningar til að styðja við flutningsgeirann til að draga úr losun og ná kolefnishlutleysi. Viðstaddir í Davos fengu tækifæri til að sjá hvernig flutnings- og vörustjórnunarfyrirtæki geti náð betri stjórn á og fylgst betur með, losun sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Alþjóðlegur dagur votlendis, líka í Hafnarfirði

Við Hafnfirðingar erum ekki ríkir af votlendi. Það sem einkennir bæjarlandið er hraun, holt og melar, en nánast ekkert votlendi. Segja má að Hafnarfjörður sé heldur þurr á yfirborðinu þótt við vitum að vatnið renni undir hrauninu.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að illa verði komið fyrir húsvernd með sameiningu

Sviðsstjóri hjá Minjastofnun er hræddur um að illa verði komið fyrir húsvernd í landinu ef Minjastofnun verður undirsvið í mun stærri stofnun. Ekki hafi verið hlustað á sjónarmið starfsfólks Minjastofnunar í sameiningarferlinu. Minjavernd eigi miklu frekar heima í ráðuneyti menningarmála.

Innlent
Fréttamynd

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil vonbrigði hjá Votlendissjóði og Einar hættir störfum

Stjórn Votlendissjóðs og framkvæmdastjóri hafa ákveðið að draga úr rekstri sjóðsins. Ástæðan er sögð skortur á jörðum til endurheimtar votlendis og áhrif krafna um vottun á fjármögnun verkefna. Þar til alþjóðleg vottun kolefniseininga sjóðsins er í höfn verður dregið úr rekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

„Ljóst að yfir­standandi at­burðir hafa stór­skaðað sam­starf norður­skauts­ríkja“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er stödd í Tromsø í Noregi en þar stendur yfir norðurslóðaráðstefnan Arctic Frontiers. Innrás Rússlands í Úkraínu og afleiðingar hennar fyrir norðurslóðasamstarf voru efst á baugi í umræðum utanríkisráðherra Íslands, Noregs og Svíþjóðar og ráðuneytisstjóra finnska utanríkisráðuneytisins á ráðstefnunni í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Ís­lenskir stjórn­endur svart­sýnni á árangur í loft­lags­málum en þeir er­lendu

Stjórnendur 26 prósent fyrirtækja á Íslandi telja að atvinnulífið taki loftslagsbreytingar nógu alvarlega og einungis 5 prósent telja að stjórnvöld á heimsvísu séu að gera nóg. Til samanburðar álíta um 30 prósent stjórnenda á Norðurlöndum og á heimsvísu að bæði fyrirtæki og stjórnvöld séu að taka á vandanum. Yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte segir niðurstöðurnar staðfesta að íslensk stjórnvöld þurfi að bjóða upp á frekari „hvata til jákvæðra aðgerða“ fyrir atvinnulífið.

Innherji
Fréttamynd

Sjálf­bært land en ó­sjálf­bær þjóð

Fréttir af takmörkuðum árangri sjálfbærniumbóta á alþjóðavísu líkt og á umhverfisþinginu, COP27, hafa verið áberandi undanfarin misseri. Þrátt fyrir fjölda áætlana í takt við breyttan heim, markmiðasetningu og stór loforð ríkir enn mikið aðgerðaleysi meðal stjórnvalda heims til að sporna við loftslagsvánni og þeim margvíslegu breytingum í umhverfinu sem fylgja hlýnun jarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Hvítabirnir á Suðaustur-Grænlandi koma vísindamönnum á óvart

Lítill en einangraður stofn hvítabjarna, sem heldur til á Suðaustur-Grænlandi, hefur sýnt einstaka hæfni við að laga sig að breyttum lífsskilyrðum með hverfandi hafís og er auk þess erfðafræðilega frábrugðinn öðrum stofnum. Þetta er niðurstaða alþjóðlegs hóps vísindamanna, sem kallar eftir sérstakri verndun þessa undirstofns.

Erlent
Fréttamynd

Ábyrgð, lausnir og von

Um þarsíðustu helgi var fjórði og síðasti landsfundur Ungra umhverfissinna (UU) haldinn í bili. Umræðuefnið að þessu sinni voru loftslagsmálin frá ýmsum sjónarhornum og fengu þeir ungu umhverfissinnar sem sóttu þingið fjölbreytta fræðslu um orsakir, afleiðingar og lausnir við loftslagsvánni sem rædd var til hlítar.

Skoðun
Fréttamynd

Forstjóri olíufyrirtækis næsti for­seti COP28

Forstjóri Olíufyrirtækis og forystumaður í stofnun Hringborðs Norðurslóða verður næsti forseti loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, COP28 sem fram fer í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í lok ársins.

Erlent
Fréttamynd

Ó­þolandi á­stand vegna loft­mengunar

Stjórn Landverndar telur að íbúar á höfuðborgarsvæðinu hafi ítrekað upplifað óþolandi ástand vegna loftmengunar. Mengunin sé algjörlega óviðunandi og kallað er eftir aðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Fá byr í seglin með 1,4 milljarða styrk frá ESB

Evrópusambandið hefur veitt orkuskiptaverkefninu WHISPER 1,4 milljarða króna styrk og er hann til fjögurra ára. Fjögur íslensk fyrirtæki eru hluti af þessu fjölþjóðlega samstarfi en það eru SideWind, Samskip, BBA//FJELDCO og Athygli. Þar að auki leiðir verkfræðistofan Verkís verkefnið.

Viðskipti innlent