Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2024 13:18 Gervigreindarlíkön eins og Chat GPT krefjast sífellt meiri orku eftir því sem þau verða þróaðri. Útlit er fyrir að orkuþörfin verði södd að miklu leyti með jarðgasi í Bandaríkjunum. Vísir/EPA Útlit er fyrir að bruni á jarðgasi stóraukist í Bandaríkjunum á næstu árum vegna óseðjandi þarfar gervigreindartækninnar fyrir raforku. Dæmi eru um að tæknifyrirtæki ætli sér að reisa gasorkuver sérstaklega fyrir gagnaver sín. Vexti gervigreindartækninnar er lýst sem bjargvætti jarðgasiðnaðarins í Bandaríkjunum í umfjöllun loftslagsfréttabréfsins Heated. Orkuþörf iðnaðarins knýi nú áfram hraða uppbyggingu gasleiðslna og orkuvera þar sem endurnýjanlegir orkugjafar nái ekki að seðja hana nógu hratt. Jarðefnaeldsneytisrisar eins og Exxon og Chevron hyggi nú á framkvæmdir við gasorkuver sem eiga sérstaklega að þjónustu gagnaver. Gasleiðslufyrirtæki hafi ekki undan að svara fyrirspurnum frá gagnaverum um tengingar við gasorkuver. Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, ætlar að knýja nýtt gagnaver sitt í Lúisíana með þremur gasorkuverum sem eiga að framleiða 2,23 megavött. Losun gæti aukist um hátt í heilt álver á dag Greiningarfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar nú að gagnaver eigi eftir að auka eftirspurn eftir jarðgasi um 85 til 170 milljónir rúmmetra á dag fyrir árið 2030. Það er sagt sambærilegt við alla jarðgasnotkun Flórídaríkis. Bruni á því gasi gæti bætt 164 til 329 þúsund tonnum af gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar á hverjum degi. Til samanburðar losaði álver Elkem á Grundartanga um 357 þúsund tonn af koltvísýringsígildum allt árið 2020. Í Virginíuríki einu saman, þar sem flest gagnaver Bandaríkjanna er að finna, gera yfirvöld ráð fyrir að vaxandi eftirspurn vegna framþróunar gervigreindar gæti kallað á nýtt 1,5 gígavatta gasorkuver á tveggja ára fresti næstu fimmtán árin. Jarðgas brennur við olíuvinnslu í Permian-dalnum í Texas, stærsta olíusvæði Bandaríkjanna. Þar eru áform um lagningu gasleiðslna til þess að anna eftirspurn gagnavera.Vísir/Getty Vöxturinn ekki endalaus Þessi stóraukning í bruna á jarðgasi til raforkuframleiðslu er sögð ganga að markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina dauðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að draga þurfi úr losun frá gasorkuverum um 28 til 78 prósent til þess að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Aðrir benda þó á að takmörk séu fyrir því hversu mikið eftirspurnin geti aukist vegna gervigreindar. Veldisvexti hennar hljóti að ljúka á endanum. Jerry Wang, lektor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Carnegie Mellon-háskólann í Pennsylvaníu, segir að héldi vöxtur gervigreindarlíkana áfram í takt við yfirlýsingar forstjóra tæknifyrirtækja verði orkuþörf þeirra á við alla heimsbyggðina. „Það er klárlega ekki að fara gerast,“ segir hann. Gervigreind Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Bandaríkin Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira
Vexti gervigreindartækninnar er lýst sem bjargvætti jarðgasiðnaðarins í Bandaríkjunum í umfjöllun loftslagsfréttabréfsins Heated. Orkuþörf iðnaðarins knýi nú áfram hraða uppbyggingu gasleiðslna og orkuvera þar sem endurnýjanlegir orkugjafar nái ekki að seðja hana nógu hratt. Jarðefnaeldsneytisrisar eins og Exxon og Chevron hyggi nú á framkvæmdir við gasorkuver sem eiga sérstaklega að þjónustu gagnaver. Gasleiðslufyrirtæki hafi ekki undan að svara fyrirspurnum frá gagnaverum um tengingar við gasorkuver. Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, ætlar að knýja nýtt gagnaver sitt í Lúisíana með þremur gasorkuverum sem eiga að framleiða 2,23 megavött. Losun gæti aukist um hátt í heilt álver á dag Greiningarfyrirtækið S&P Global Ratings áætlar nú að gagnaver eigi eftir að auka eftirspurn eftir jarðgasi um 85 til 170 milljónir rúmmetra á dag fyrir árið 2030. Það er sagt sambærilegt við alla jarðgasnotkun Flórídaríkis. Bruni á því gasi gæti bætt 164 til 329 þúsund tonnum af gróðurhúsalofttegundum út í lofthjúp jarðar á hverjum degi. Til samanburðar losaði álver Elkem á Grundartanga um 357 þúsund tonn af koltvísýringsígildum allt árið 2020. Í Virginíuríki einu saman, þar sem flest gagnaver Bandaríkjanna er að finna, gera yfirvöld ráð fyrir að vaxandi eftirspurn vegna framþróunar gervigreindar gæti kallað á nýtt 1,5 gígavatta gasorkuver á tveggja ára fresti næstu fimmtán árin. Jarðgas brennur við olíuvinnslu í Permian-dalnum í Texas, stærsta olíusvæði Bandaríkjanna. Þar eru áform um lagningu gasleiðslna til þess að anna eftirspurn gagnavera.Vísir/Getty Vöxturinn ekki endalaus Þessi stóraukning í bruna á jarðgasi til raforkuframleiðslu er sögð ganga að markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina dauðum. Sameinuðu þjóðirnar hafa bent á að draga þurfi úr losun frá gasorkuverum um 28 til 78 prósent til þess að forðast verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar. Aðrir benda þó á að takmörk séu fyrir því hversu mikið eftirspurnin geti aukist vegna gervigreindar. Veldisvexti hennar hljóti að ljúka á endanum. Jerry Wang, lektor í byggingar- og umhverfisverkfræði við Carnegie Mellon-háskólann í Pennsylvaníu, segir að héldi vöxtur gervigreindarlíkana áfram í takt við yfirlýsingar forstjóra tæknifyrirtækja verði orkuþörf þeirra á við alla heimsbyggðina. „Það er klárlega ekki að fara gerast,“ segir hann.
Gervigreind Loftslagsmál Umhverfismál Orkumál Bandaríkin Jarðefnaeldsneyti Mest lesið Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Sjá meira