Leikjavísir

Leikjavísir

Playstation, Nintendo, Xbox, PC og snjalltæki. GameTíví, íslenski leikjabransinn, fréttir að utan, gagnrýni og almennt fjör.

Fréttamynd

Tom Clansy's Ghost Recon 2

Margir leikir hafa komið út undir nafni Tom Clancy’s, og hefur hans nafn oft verið merki um mikil gæði í tölvuleikjaiðnaðinum. Núna er Ghost Recon 2 kominn út á markaðinn, og eftir miklar vinsældir fyrri leiksins, voru væntingarnar miklar. Ghost Recon snýst um sérsveit innan bandaríska hersins, þekktir sem “Draugarnir”, sem hafa það hlutverk að útrýma óvinum í leyni, án þess að til stórátaka komi. Þú spilar leikinn sem foringi þessarar sveitar, og þitt hlutverk er að halda bæði þér, og þínum liðsmönnum á lífi, og útrýma allri mótspyrnu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Devil May Cry 3: Dante's Awakening

Fyrir tæplega fjórum árum síðan kom leikurinn Devil May Cry út og sló heldur betur í gegn. Shinji Mikami og vinum hans í Capcom tókst enn einu sinni að sanna að þeir eru einhverjir allra bestu leikjahönnuðir heims. Hann kom út frekar stutt eftir að PS2 fór á markaðinn og þótti einn af þessum stóru „upphafsleikjum” á tölvuna. Á eftir honum fylgdi framhald sem stóð engan vegin undir væntingum og var því pressan á Capcom að bæta fyrir það með Devil May Cry 3. Ég get með góðri samvisku sagt að það hafi tekist fullkomlega, búið ykkur undir einhvern klikkaðasta hasarleik sem komið hefur út. Devil May Cry 3 er lentur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sean Connery sem 007

Electronic Arts kynnir næsta leik í hinni vinsælu James Bond seríu, eða From Russia With Love, þar sem Sean Connery mætir aftur sem leyniþjónustumaðurinn 007. Leikurinn verður gefinn út í haust fyrir PlayStation 2, Xbox og Nintendo GameCube.

Leikjavísir
Fréttamynd

CM5 kemur á leikjatölvur

Eidos hefur tilkynnt að Championship Manager 5 muni verða gefinn út á Xbox og PlayStation 2 13.maí 2005.  Championship Manager 5 er að koma út í fyrsta skipti á PlayStation 2, en þetta er mest seldi knattspyrnustjóraleikur allra tíma.

Leikjavísir
Fréttamynd

SpyToy fyrir EyeToy

Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) kynnir útgáfu SpyToy á PlayStation 2 í September næstkomandi.  Leikurinn er framleiddur af EyeToy hópnum hjá SCE London Studios, en SpyToy er tilvalið fyrir þá sem ætla sér að verða njósnarar eða leynilöggur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Sony PSP kemur út í haust

Eftir gríðarlega velgengni PSP í Japan og Bandaríkjunum, mun PSP fara í sölu í Evrópu 1. september 2005, og verður tölvan gefin út í svokölluðum Value Pack.  Pakkinn inniheldur fjölda aukahluta og afþreyingarefni, en þar á meðal er hulstur utan um vélina, 32MB Memory Stick Duo minniskort,  rafhlöðupakki, heyrnatól með fjarstýringu, hleðslutæki, festing fyrir úlnlið og diskur sem inniheldur prufur af myndböndum, tónlist og leikjum.

Leikjavísir
Fréttamynd

SIMS 2 á leiðinni í allar vélar

Aðdáendur seríunnar hafa beðið um Sims 2 á leikjatölvurnar alveg síðan við gáfum hann út á PC í september í fyrra.  Það er því mikil ánægja að geta gefið hann út," segir Sinjin Bain, Framkvæmdarstjóri EA/Maxis. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Mynd af nýju Xbox lekur út

Nú styttist í að nýja Xbox vélin verði afhjúpuð almenningi en það mun gerast 12 og 13 maí á MTV. Áhugasamir ættu að hafa viðtækin stillt inn á tónlistarstöðina vinsælu enda er hún byrjuð að kynna þennan viðburð að krafti.

Leikjavísir
Fréttamynd

Scarface: The World Is Yours

Vivendi Universal Games tilkynnir hér með hvaða leikarar koma til með að ljá andlit sitt og rödd í tölvuleikinn Scarface: The World Is Yours. Leikurinn, sem er áætlaður í útgáfu í haust, gefur leikmönnum tækifæri á að upplifa hasarinn og harða undirheimana þar sem einhver mesti glæpamaður allra tíma – Tony Montana – þarf að byggja upp veldi sitt aftur.  Scarface: The World Is Yours verður sýndur blaðamönnum á E3 leikjasýningunni í Los Angeles í maí næstkomandi.

Leikjavísir
Fréttamynd

Star Wars Battlefront 2 í vinnslu

Framhaldið af mest selda Star Wars leik allra tíma mun bæta við sig geimbardögum, spilanlegum jedi persónum og efni úr STAR WARS: EPISODE III REVENGE OF THE SITH myndinni

Leikjavísir
Fréttamynd

GTA San Andreas

Svindl fyrir GTA San Andreas. Til að ræsa svindlin skal ýta á rétta takkablöndu á stýripinnanum meðan leikurinn er í gangi. Athugið að svindlin geta raskað spilun leiksins.

Leikjavísir
Fréttamynd

Doom 3 PC

Doom 3 er einn drungalegasti skotleikur sem gerður hefur verið fyrir PC. Fyrir þá sem vilja smá aðstoð í baráttunni við hin illu öfl á Mars geta nýtt sér eftirfarandi svindl

Leikjavísir
Fréttamynd

Mercenaries

Svindl fyrir Mercenaries. ATH að notkun svindla geta haft áhrif á spilun leiksins. Til að virkja svindlin farið í PDA tölvuna og veljið “Factions” og stimplið inn kóðan.

Leikjavísir
Fréttamynd

Smá upplýsingar um Quake 4

Activision hafa loksins gefið út smá upplýsingar um Quake 4. Leikurinn mun gerast eftir að Quake 2 endar þar sem einn liðsmaður nær að uppræta varnir heimaplánetu Strogg óvættanna ásamt leiðtoganum Makron.

Leikjavísir
Fréttamynd

Midnight Club 3 kominn í verslanir

Rockstar Games ásamt bílablaðinu DUB kynna bílaleikinn Midnight Club 3 DUB Edition. Þetta er þriðji leikurinn í seríunni sem færði bílaleikina af brautunum og inn á götur stórborganna. Midnight Club 3 DUB Edition er fáránlega hraður bílaleikur, þar sem leikmenn geta ekið frjálst um Atlanta, San Diego og Detroit, einir og sér eða með allt að 8 öðrum á netinu.

Leikjavísir
Fréttamynd

Lego Star Wars í lok apríl

Tölvuleikurinn Lego Star Wars kemur út í lok þessa mánaðar á PC, PlayStation 2, Xbox og Gameboy Advance. Hér er á ferðinni þriðju persónu hasarleikur þar sem allar nýju Star Wars-myndirnar eru teknar fyrir og settar upp í heimi Lego.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ratchet snýr aftur, með aukahluti.

Insomniac Games, sem hafa skapað sér stórt nafn í tölvuleikjaiðnaðinum með Ratchet & Clank leikjunum, hafa tilkynnt útkomu 4 leiksins í þessari seríu, sem áætlað er að komi á markað í haust. Mun sá leikur bera titilinn: Ratchet: Deadlocked. Í þessum leik lendir tvíeykið góðkunna aldeilis í klandri, þegar þeim er rænt af fjölmiðlakonunginum Gleeman Vox, sem neyðir þá til að taka þátt í raunveruleikaþættinum sínum, Dreadzone.

Leikjavísir
Fréttamynd

Legokallar öðlast máttinn

Nú þegar þriðji hluti stjörnustríðsmyndanna í seríunni er á næsta leiti eru tölvuleikjaframleiðendur og leikfangaframleiðendur að gíra sig upp í gósentíð í sölu. Sumir ganga skrefinu lengra og gefa út tölvuleik byggðan á myndunum með leikföngum í forgrunni.

Leikjavísir
Fréttamynd

Demon Stone

Demon stone er hlutverkaleikur (RPG) í anda ADD hlutverkaspilsins og sækir í Forgotten Realms heiminn, sem hlutverkaspilarar ættu að þekkja ágætlega.  Fyrir þá sem ekki þekkja hann þá myndi LOTR sennilega lýsa þessum heimi best þar sem ADD heimurinn er óneitanlega spunninn uppúr Tolkien sögunum. Þú spilar 3 kalla, konu sem er þjófur (rouge) og er blanda af álfi og manni, mann sem er stríðsmaður (fighter) og svo seiðkarl (wizard).

Leikjavísir
Fréttamynd

Hitchhikers Guide í símann þinn

Það þekkja margir bækur Douglas Adams, Hitchhikers Guide To The Galaxy enda þrælskemtileg lesning. Kvikmynd eftir bókunum verður frumsýnd í Bandaríkjunum þann 29.apríl en hér heima verður hún frumsýnd í Sambíóunum 06. maí næstkomandi. 

Leikjavísir
Fréttamynd

Harry Potter og Eldbikarinn

Electronic Arts og Warner Bros. Interactive Entertainment kynna hér nýjan leik byggðan á Harry Potter og eldbikarnum. Útgáfa leiksins er áætluð í nóvmeber 2005, í tengslum við samnefnda kvikmynd sem fjallar um þessa fjórðu bók Harry Potter eftir JK. Rowlings. Í leiknum upplifir þú öll helstu atriði myndarinnar og þar reynir á töfrahæfileika þína í samvinnu við vini þína.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ubisoft hætta við Ghost Recon 2

Ubisoft hafa tilkynnt að Þeir munu ekki gefa út Ghost Recon 2 fyrir PC. Ástæðan er sú að vinna er núþegar hafin á Ghost Recon 3 og hafa Ubisoft menn áhyggjur af því að annarhvor leikurinn verði verri fyrir vikið ef þeir gefi út báða.

Leikjavísir
Fréttamynd

Need for Speed: Most Wanted

Electronic Arts hefur tilkynnt að framleiðendur Need for Speed Underground leikjanna, sem selst hafa í meira en 15 milljónum eintaka, eru byrjaðir að vinna að Need for Speed Most Wanted hjá EA Kanada. Leikurinn sameinar spennandi og ólöglegan götuakstur og uppfærslur á bílum með nötrandi bílaeltingaleikjum þar sem leikmenn eru með lögregluna á hælunum, allt matreidd í alvöru Hollywood stíl.  Need for Speed Most Wanted hvetur leikmenn til að tapa sér í keppninni um að verða sá besti í götuakstri.

Leikjavísir
Fréttamynd

Spongebob Squarepants: The Movie

Spongebob Squarepants, eða Svampur Sveinsson eins og hann kallast á Íslensku þýðingunni, er áhugaverður djúpsjávarsvampur sem hefur skemmt yngri kynslóðinni hér á klakanum og útum allan heim. Hann er orðinn nokkurskonar  “icon” í Bandaríkjunum og er einnig byrjaður að afla sér mikilla vinsælda hér á landi. Svampur Sveinsson býr á Bikinibotnum með besta vini sínum Pétri (Patrick) sem er krossfiskur sem stígur ekki beint í vitið. Leikurinn er byggður á söguþræði myndarinnar, sem er komin í bíóhús á Íslandi, og snýst um það að Svampur og Pétur þurfa að leggja í leiðangur til að endurheimta kórónu konungsins sem hefur verið stolið og Herra Krabba hefur verið kennt um glæpinn.

Leikjavísir
Fréttamynd

Shrek 2

Shrek 2 er stórt grænt og úrillt tröll sem flestir íslendingar ættu að vera farnir að kannast vel við. Hann snýr núna aftur í þessum tölvuleik sem fylgir söguþræðinum úr seinni myndinni sem var mjög vinsæl í íslenskum kvikmyndahúsum. Leikurinn byrjar á því að Shrek og konunni hans, Fionu, er boðið á konunglegt ball hjá foreldrum hennar, í konungdæminu Langt langt í Burtu. Eftir það fylgjum við þeim á leið þeirra til konungdæmisins, en jafnvel eftir að þau koma þangað er ævintýrið bara rétt að byrja.

Leikjavísir
Fréttamynd

Rumble Roses

Rumble Roses er glímuleikur þar sem mætast tveir söluhæstu eiginleikar í öllum skemmtanaiðnaðinum: Kynlíf og Ofbeldi. Þótt að þessi blanda hafi mjög oft skapað frábæra leiki á borð við GTA, þá eru þetta hlutir  sem erfitt er að setja saman á góðan hátt án þess að endurtaka gamla hluti sem allir eru komnir með leið á. Því miður þá býður Rumble Roses ekki upp á neina nýja hluti, en nær þrátt fyrir það að bjóða upp á ágætis skemmtun, ef manni tekst að líta fram hjá stærstu göllunum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Ratchet & Clank 3 Up Your Arsenal

Ratchet og Clank er tveir góðir vinir sem allir dyggir Platform-leikja aðdáendur kannast við. Þessir leikir, sem skapaðir eru með grafíkvélinni sem Naughty Dog hannaði fyrir Jak leikina, hafa slegið rækilega í gegn með fyrstu tveim leikjunum, og Ratchet & Clank 3: Up Your Arsenal, er alls engin undantekning. Eftir svaðilfarir þeirra félaga í fyrri ævintýrum, hefur Clank hlotið heimsfrægð sem Special Agent Clank í samnefndum sjónvarpsþáttum, en því miður hefur Ratchet lent á varamannabekknum.

Leikjavísir
Fréttamynd

Full Spectrum Warrior

Margir rauntíma hernaðarleikir hafa litið dagsins ljós undanfarin ár með misjöfnum áherslum og útkomum. Full Spectrum Warrior er sérstakur leikur í þessum geira. Hann er í raun æfingaleikur hannaður sérstaklega fyrir Bandaríska herinn til að þjálfa hermenn í baráttu á strætum Íraks. Leikurinn kennir hermönnum að meta hættu og bregðast við umhverfinu. Tvö teymi Alpha og Bravo þurfa að vinna saman til að halda lífi í hermönnum teymanna og tapast leikurinn ef einhver liðsmaður fellur.

Leikjavísir
Fréttamynd

Republic Commando

Stjörnustríðsleikirnir eru nú orðnir ansi margir og misjafnir eru þeir líka. Í hvert sinn sem ég skelli nýjum stjörnustríðsleik í gang þá fæ ég smá angistartilfinningu yfir því hvort hann sé útþynnt útgáfa eða frábær afurð gerð að metnaði. Republic Commando segir frá fjórum klónuðum hermönnum sem eru partur af sérsveit. Þeir eru hæfari en allir aðrir klónar enda með meiri þjálfun í farteskinu. Þetta er Delta sveitin sem tekur að sér erfið sérverkefni sem aðrir klónar ráða ekki við.

Leikjavísir