Sony sker hagnað niður um helming 19. október 2006 09:13 Fartölvur til sölu í verslun í Tókýó í Japan. Mynd/AP Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem líkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir verri afkomu er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fartölvur fyrirtækja á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum af þessum sökum. Önnur af ástæðunum er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á öðrum stórum mörkuðum.Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við umtalsvert betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira
Japanski raftækjaframleiðandinn Sony hefur lækkað afkomuspá sína á yfirstandandi rekstrarári um rúman helming og lagt til hliðar 51 milljarð jena, jafnvirði 29,5 milljarða íslenskra króna, vegna gríðarmikilla innikallana á rafhlöðum undir merkjum fyrirtækisins á heimsvísu. Að sögn breska ríkisútvarpsins býst Sony nú við að hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta á rekstrarárinu, sem líkur 31. mars á næsta ári, verði um 70 milljarðar jena, jafnvirði rúmra 40 milljarða íslenskra króna. Þetta er 53 prósenta minni hagnaður en fyrri afkomuspá hljóðaði upp á. Helsta ástæðan fyrir verri afkomu er innköllum á um 8 milljón rafhlöðum sem fyrirtækið framleiddi fyrir fartölvur fyrirtækja á borð við Dell, Apple, Toshiba og Lenovo. Galli í rafhlöðunum veldur því að þær ofhitna og hefur í nokkrum tilvikum kviknað í fartölvum af þessum sökum. Önnur af ástæðunum er um 20 prósenta verðlækkun á nýjustu leikjatölvu fyrirtækisins, PlayStation 3, í Japan og tafir á markaðssetningu tölvunnar á öðrum stórum mörkuðum.Að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins er búist við umtalsvert betri afkomu á næsta rekstrarári, sem lýkur 31. mars árið 2008.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Lífið Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Sögulegt sveitaball í hundrað ár Lífið Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Lífið Fleiri fréttir Frá Íslandi til stjarnanna Léttir að geta loks rætt íslenskan leik opinberlega Myrkur Games birta fyrstu stiklu Echoes of the End Hvað í ósköpunum gerði James Bond á Íslandi? Sjá meira